Fleiri fréttir

Björgvin vissi af úttekt á gömlu bönkunum

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vissi að verið væri að vinna úttekt á ákveðnum atriðum í aðdraganda bankahrunsins, að sögn Jóns Þórs Sturlusonar aðstoðarmanns Björgvins. Aftur á móti hafði hann ekki vitneskju um hvaða endurskoðunarfyrirtæki var að vinna fyrir hvaða banka.

Ánægður með viðbrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var ánægður með viðbrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn í morgun þegar á þriðja tug mótmælenda komu saman og reyndu að varna því að ráðherrar kæmust inn á ríkisstjórnarfund.

Dregið úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði

Ríkisútvarpið mun fá tæplega þrjá komma sjö milljarða króna á ári með innheimtu nefskatts samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast við þetta um rúmar 600 milljónir króna á ári. Á móti verður dregið úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Vegagerðin varar við hálku

Talsverð hálka er er í öllum landshlutum og getur hún verið afar varasöm þar sem hiti er yfir frostmarki.

Eftirlaunafrumvarp VG tekið til umræðu

Frumvarp þingflokks Vinstri grænna um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum verður tekið til umræðu á Alþingi í kvöld.

Forsvarsmenn Samherja útiloka ekki ESB-aðild

Forsvarsmenn Samherja útiloka ekki lengur aðild að Evrópusambandinu. Þeir segja gengisflöktið erfitt nú um stundir og ætla að skila áliti um bandalagið í næsta mánuði.

Vissi ekki um úttekt KPMG fyrr en í gær

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vissi ekki fyrr en í gær að ráðgjafafyrirtækið KPMG hefði verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis í kjölfar bankahrunsins. Þetta var fullyrt í fréttaskýringu í Kastljósi fyrr í kvöld.

Sýking í síld meiri en talið hafði verið

Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Ástand síldarstofnsins við Suðvesturland er afar slæmt en sníkillinn hefur lagst á um 70% stofnsins þar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Líkt og hús sé keypt án vitneskju um kostnað og stærð

Formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis treysti sér ekki til að samþykkja þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna sem gefur stjórnvöldum víðtæka heimild til að semja um innistæðureikninga í íslensku bönkunum erlendis.

Rúmlega 3000 lóðir óseldar

Vel á þriðja þúsund lóðir standa tilbúnar fyrir gröfurnar á höfuðborgarsvæðinu en seljast ekki. Reykvískur læknir leggur til að sveitarfélögin snúi vörn í sókn og leigi lóðirnar út til matjurtaræktunar.

Óttast að missa völd samhliða aðildarviðræðum

Hagsmunasamtök útgerðarmanna virðast hrædd við að missa valdastöðu verði gengið til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og loka augunum fyrir tækifærunum, segir sérfræðingur í sjávarútvegsmálum sambandsins. Við höldum áfram að skoða ýmsar hliðar á Evrópusambandsmálum.

Mun afla gagna með tiltækum ráðum

Skattrannsóknarstjóri hyggst leita annara leiða til að afa gagna um félag sem stofnað var í Lúxemborg en er í eigu Íslendinga. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, skrifaði skilanefndum gömlu bankanna bréf þar sem hún óskaði eftir aðgangi að gögnunum. Tvær skilanefndir höfnuðu beiðninni og ein svaraði henni ekki.

Laun borgarfulltrúa lækka

Laun borgarfulltrúa munu lækka, samkvæmt samþykktum forsætisnefndar borgarstjórnar, nái frumvarp um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins fram að ganga. Hið sama gildir um aðra sem sitja í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Ólafur Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar.

Fíkniefni fundust á Álftanesi

Fíkniefni fundust við húsleit á Álftanesi í gærkvöld. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á þýfi. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins, eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Graður nashyrningur strauk í stelpuleit

Það er fengitími hjá nashyrningum og hinn átján ára gamli Satara var orðinn hjólandi graður. Satara var fluttur frá Suður-Afríku til Ástralíu fyrir sex árum til undaneldis.

Eldur í Listasafni Íslands

Eldur kom upp í Listasafni Íslands á fimmta tímanum. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn enda væri tjón af völdum mikils elds á safninu gríðarlegt.

Bush bætis í hóp þeirra sem vilja Mugabe burt

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að tímabært væri að Robert Mugabe forseti Zimbabwe færi frá völdum, og hvatti leiðtoga annarra Afríkuríkja til að binda enda á ógnarstjórn hans.

Geir: Eðlilegt að greiða fyrir störfum skattrannsóknarstjóra

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, spurði forsætisráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnatíma hvort stjórnvöld ætli að láta það gerast að lykilgögn um stöðu íslensku bankanna sem er að finna á útibúum og dótturfyrirtækjum þeirra í Lúxemborg gangi yfirvöldum úr höndum verði fyrirtækin seld. Steingrímur vísaði meðal annars til hádegisfrétta Ríkisútvarpsins þar sem greint var frá því að skilanefndir bankanna hafi neitað skattrannsóknarstjóra um gögn frá Lúxemborg. Geir segir eðlilegt að greiða fyrir því að skattrannsóknarstjóri vinni sín störf.

Díoxínmengun í írskum nautgripum

Ólöglegt magn eiturefnisins Díoxíns hefur fundist í nautgripum frá 38 búgörðum á Írlandi, sem borðuðu olíumengað fóður. Magnið af efninu sem fannst í dýrunum er töluvert minna en það sem fannst í þarlendum svínum í síðustu viku, samkvæmt heimildamönnum Sky fréttastofunar.

Óeirðir við Ráðherrabústaðinn (myndskeið)

Tveir mótmælendur voru handteknir við Ráðherrabústaðinn í morgun líkt og áður hefur verið greint frá. Ráðherrar gengu inn í bústaðinn í lögreglufylgd og bústaðurinn var girtur af. Myndatökumenn Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis voru að sjálfsögðu á staðnum og náðu myndum af því sem fram fór.

Helgi Hjörvar: Forseti og forsætisráðherra séu launahæstir

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Árna Mathiesen fjármálaráðherra út í laun forstjóra ríkisstofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á Alþingi í dag. Helgi fagnaði frumkvæði ríkisstjórnar um að lækka laun þeirra sem heyra undir kjararáð en hann vakti athygli á því að ríkisforstjórar séu oft og tíðum með hærri laun en forsætisráðherra, sem að mati Helga á að vera hæst launaðasti ríkisstarfsmaðurinn, að forseta Íslands undanskildum.

Á tali með Olli Rehn

Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að hlusta á og ræða milliliðalaust við Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fyrirlestri, sem hann heldur erlendis, verður varpað beint til Íslands og verður unnt að beina til hans spurningum í lokin.

Búa sig undir aukin óróa í Grikklandi

Hundruðir mótmælenda grýttu óeirðalögreglu með steinum og flöskum fyrir utan gríska þingið í dag. Þetta er fjórði dagur mótmæla sem hófust þegar lögregla skaut fimmtán ára dreng til bana, að því er virðist fyrir litlar sakir.

Sprenging í járnblendinu á Grundartanga

Engin slasaðist þegar sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi, þar sem snarráður verkstjóri hafði rýmt verksmiðjuna í skyndi rétt áður en sprengingin varð.

Boðað til neyðarfundar á Grikklandi

Forsætisráðherra Grikklands hefur boðað til neyðarfundar vegna óeirðanna sem hófust eftir að lögreglumaður skaut fimmtán ára pilt til bana.

Lögreglumennirnir sem slösuðust eru mættir aftur til vinnu

Lögreglumennirnir sem leituðu á slysadeild eftir átökin í Alþingi í gær voru bitnir, segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Annar var bitinn í höndina og hinn í öxlina. Stefán segir að þeir hafi það ágætt eftir atvikum og fari strax aftur til vinnu.

Þingpallar opnir almenningi þrátt fyrir átökin í gær

Þingpallar verða opnir almenningi í dag eins og endranær þrátt fyrir atökin sem brutust út við upphaf þingfundar í gær. Þingfundur hefst klukkan 13:30 og er fyrsta mál á dagskrá óundirbúnar fyrirspurnir. Siv Friðleifsdóttir, þingkona framsóknar, var einmitt að bera upp óundirbúna fyrirspurn til Árna Mathiesen fjármálaráðherra varðandi Icesave málið í gær þegar upp úr sauð þannig að hún fær annað tækifæri til að knýja Árna svara í dag.

Músin er fertug

Tölvumúsin er fertug í dag. Þann níunda desember árið 1968 kynnti uppfinningarmaðurinn Douglas Engelbart nýtt tæki sem átti eftir að gjörbreyta því hvernig fólk notar tölvur.

Harður árekstur við Kringlumýrarbraut

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur smárútu og fólksbíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar á ellefta tímanum í morgun. Klippa þurfti einn farþegann út úr fólksbílnum, en ekki er vitað hversu alvarlega slasað fólkið er.

Elsta móðir heims er sjötug

Sjötug indversk kona eignaðist sitt fyrsta barn, hrausta litla stúlku, þann 28. nóvember síðastliðinn. Barnið kom undir með tæknifrjóvgun, og er móðirin talin talin vera elsta frumbyrja heims. Þann titil bar áður 67 ára spænsk kona sem eignaðist tvíbura fyrir tveimur árum.

Mótmælum lokið - tveir handteknir

Mótmælendur eru farnir frá Ráðherrabústaðnum. Um 20 manna hópur safnaðist þar saman fyrir ríkisstjórnarfund og hugðist koma í veg fyrir að ráðherrar kæmust til reglulegs fundar þar. Tveir mótmælendur voru handteknir þegar þeir sinntu ekki fyrirmælum lögreglunnar.

Neytendasamtökin minna á skilaréttinn

Nú þegar jólin nálgast vilja Neytendasamtökin minna á rétt neytenda til þess að skila vörum því þrátt fyrir bestu viðleitni þarf fólk stundum að skila eða skipta gjöfum sem gefnar eru á aðfangadag. Samtökin hafa því á heimasíðu sinni birt frétt þar sem farið er yfir helstu atriði í þessu sambandi.

Mótmælt við Ráðherrabústaðinn - einn handtekinn

Hópur fólks mótmælir fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og reynir að varna því að ráðherrar komist á ríkisstjórnarfund. Lögreglan hefur þegar handtekið einn mótmælanda úr hópnum, sem var snúinn niður af þremur lögreglumönnum, en lögreglan vill ekki tjá sig um ástæður handtökunnar.

Ekkert lát á óeirðum í Grikklandi

Ekkert lát er á óeirðunum í Grikklandi sem hófust á laugardag þegar lögregluþjónn skaut 15 ára pilt til bana. Lögreglan í Aþenu, Þessalóníku og víðar býr sig undir átök í dag í tengslum við útför drengsins.

Kaldi Hollendingurinn

Hollendingur nokkur hyggst bæta sitt eigið heimsmet með því að dvelja í tæpar tvær klukkustundir í 20 gráða frosti.

Bað lögreglu um að fá að reykja maríjúana

Furðu lostinn lögregluþjónn í Muncie í Indiana-ríki Bandaríkjanna handtók rúmlega þrítuga konu sem var farþegi í bifreið sem hann stöðvaði. Þetta gerði lögregluþjónninn þegar hann hafði orðið við ósk konunnar um að fá að kveikja sér í vindlingi.

Sjóðheit samkeppni í Japan

Fjörutíu og átta ára gamall fyrrverandi framkvæmdastjóri símakynlífsþjónustu í japönsku borginni Kobe var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að kveikja í húsnæði tveggja keppinauta sinna í mars árið 2000 og verða þannig fjórum að bana og stórslasa fjóra til viðbótar.

Orrustuþota skall niður í íbúðahverfi

Mesta mildi þótti að ekki létust fleiri en þrír þegar orrustuþota af gerðinni F-18 skall niður á miðri götu við Miramar-herstöðina utan við San Diego í Kaliforníu í gær eftir að flugmaðurinn varpaði sér út úr vélinni.

Múslimar með vopnabrak á Fiskitorgi

Milli tvö og þrjú hundruð múslimar í Kaupmannahöfn stóðu fyrir óeirðum á svokölluðu Fiskitorgi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að lögreglan þurfti að beita piparúða og handtaka fimm manns til að stilla til friðar.

Sjá næstu 50 fréttir