Fleiri fréttir

Vítisenglar flytja fjölskyldurnar frá Árósum

Átök Vítisengla og innflytjendahópa í Danmörku hafa nú náð slíkum hæðum í Árósum að félagar í Vítisenglum eru teknir að flytja fjölskyldur sínar burt frá bænum.

Gagnrýna hafnfirskan vatnssölusamning

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem eru þar í minnihluta, gagnrýna nýgerðan vatnssölusamning bæjarins við fyrirtækið Glacier World til 25 ára.

Dagur víðförlastur borgarfulltrúa

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur ferðast langmest allra borgarfulltrúa á kostnað borgarinnar, frá árinu 2005.

Steypa á uppboði

Fjórir steinsteypuklumpar úr Berlínarmúrnum verða boðnir upp á föstudaginn í Berlín.

Rannsókn á lokastigi í alvarlegu barnaverndarmáli

Rannsókn á máli þriggja barna sem talin eru hafa sætt alvarlegu ofbeldi af hálfu föður síns er á lokastigi. Þetta staðfesti yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag.

Með yfir 24 þúsund barnaklámsmyndir í tölvum sínum

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Þyngdi rétturinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmt hafði manninn í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi.

Fórnarlömb Ike fá ókeypis vatn frá Jóni

Fyrirtækið, Icelandic Glacial, hefur ákveðið að gefa rúmlega 20 þúsund flöskur af vatni til íbúa í Galveston í Texas. Íbúar í Galveston eiga margir hverjir um sárt að binda eftir að fellibylurinn Ike reið yfir borginu fyrir skömmu.

Hjálpar fólki að endurheimta stolna muni

Maður sem gefur sig út fyrir að hjálpa fólki að endurheimta muni sem hefur verið stolið af heimilum þeirra segir að sífellt fleiri fari þessa leið. Kostnaður við slíka þjónustu er sambærilegur verði á einu til tveimur grömmum af kókaíni.

Ánægja með uppbyggingu á Vallarheiði

Mikill meirihluti íbúa á Vallarheiði í Reykjanesbæ er ánægður með uppbygginguna á svæðinu og þá þjónustu sem þar er boðið upp á samkvæmt nýrri könnun sem Capacent vann fyrir þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.

Vinur Geirs gefur 280 milljónir

Stofnskrá nýs styrktarsjóðs, sem kenndur er við Watanabe, var undirrituð af stofnandanum Toshizo Watanabe og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag.

Kona sem sökuð var um kynferðislega áreitni fær 800 þúsund í bætur

Hæstiréttur dæmdi í dag Landspítalann til að greiða hjúkrunarfræðingi á geðsviði 800 þúsund krónur í bætur vegna ákvörðunar sem stjórnendur spítalans tóku um að flytja hjúkrunarfræðinginn á milli deilda. Hjúkrunarfræðingurinn, kona sem starfaði á geðsviði

Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2

Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í dag um í krónuna, vextina og ástandið á mörkuðum.

Rússar vilja selja Írönum loftvarnaflaugar

Rússar eiga í samningum við Írani um að selja þeim nýtt eldflaugavarnakerfi. Það myndi veita Íran meiri vernd en það nú hefur gegn hugsanlegum loftárásum Bandaríkjamanna eða Ísraela á kjarnorkuver landsins.

Nálgunarbannsmál sent til Ríkissaksóknara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem teygði anga sína út fyrir landsteinanna á meintum brotum manns gegn sambýliskonu sinni. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara sem ákveður í framhaldinu hvort maðurinn verður ákærður.

Alitalia á leið í gjaldþrot

Ítalska flugfélagið Alitalia verður að líkindum sett í gjaldþrot á næstu dögum, eftir að ítalska samsteypan CAI hætti við að kaupa það.

Sérstæð sól yfir Kúbu

Þótt nokkrir dagar séu liðnir frá því fellibylurinn Ike herjaði á Kúbu gerast þar enn undarlegir hlutir á himni.

Fílar flottir í baði

Fílar kunna vel við sig í vatni og börn elska að skoða fíla. Þetta tvennt fer vel saman í dýragarðinum í Leipzig í austur Þýskalandi.

Fólksflóttinn heldur áfram í Zimbabwe

Þrátt fyrir að undirritaður hafi verið samningur um valdaskiptingu í Zimbabwe virðast landsmenn ekki bjartsýnir á framtíðina. Þeir halda áfram að flýja í hrönnum og leita

Kýldi mann og annan og sveiflaði trékylfu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdir í dag karlmann í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir ýmis brot, þar á meðal húsbrot, líkamsárás og vopnalagabrot.

Hlaut höfuðáverka í bílveltu

Karlmaður hlaut nokkur meiðsl, þar á meðal höfuðáverka, þegar bíll hans valt á Vesturlandsvegi við Þingvallaafleggjara um tvöleytið.

Varað við fjársvikara

Lögreglan varar hótel- og gisihúsaeigendur við fjársvikara en undanfarna daga hefur borið nokkuð á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem uppgefin eru erlend kortanúmer til greiðslu.

Pólski forsætisráðherrann vill vana barnaníðinga

Pólski forsætisráðherrann Donald Tusk segist fylgjandi því að vana barnaníðinga með lyfjagjöf og í raun sé lagaheimildin fyrir hendi. Dómara sé hins vegar ekki skylt að gera dæmdum barnaníðingi að sæta sálfræðimeðferð.

Segir Kristin verða fyrir einelti

Guðjón Arnar Kristjánsson segir að Kristinn H. Gunnarsson sé lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórn Frjálslynda flokksins.

Íranar halda ótrauðir áfram kjarnorkuþróun

Íranir munu ekki gera hlé á auðgun úrans eins og vesturveldin hafa gert kröfu um. Á blaðamannafundi sem Mahmoud Ahmadinejad forseti landsins hélt í dag sagði hann að kjarnorkutilraunum landsins verði haldið áfram og að afstaða Írana til málsins hefði ekki breyst að neinu leyti.

Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga

Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn.

Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður

Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi

Úrræði skortir fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi af öðrum toga en kynferðisofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir vel koma til greina að víkka út starfsemina en þá þurfi bæði að fjölga starfsmönnum og flytja í stærra húsnæði.

Segir árás Jóns lítt dulbúna atlögu að Guðjóni Arnari

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að árás Jóns Magnússonar og stuðningsmanna hans á sig, sé lítt dulbúin atlaga að formanni flokksins sem miði að því að koma Jóni Magnússyni í formannssæti.

Sveitarfélög geta keypt nemakort í strætó

Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og standa utan byggðarsamlagsins Strætó bs. geta nú í fyrsta skipti sótt um að kaupa nemakort fyrir þá íbúa sína sem stunda viðurkennt nám á framhalds- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir