Innlent

Nýtt leiðakerfi strætó í Reykjanesbæ

Árna Sigfússon bæjarstjóri
Árna Sigfússon bæjarstjóri

Nýtt og endurbætt leiðakerfi strætó í Reykjanesbæ var formlega tekið í notkun í morgun.

Það voru formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og formaður félags eldri borgara sem fóru í fyrstu ferð í morgun ásamt bæjarstjóra Árna Sigfússyni og Böðvari Jónssyni formanni bæjarráðs.

Nýja leiðakerfið miðar að því að bæta þjónustu og auka þægindi fyrir farþega í bæjarfélagin en eldra leiðarkerfi var sprungið, bæði í tíma og lengd leiða, enda hefur bærinn stækkað óðfluga síðastliðin ár og er nú orðinn 10 km langur. Nýjasta viðbótin er Vallarheiði, fyrrum varnarliðssvæðið, en þar eru íbúar nú orðnir samtals 1700, og fjölgar ört.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×