Innlent

Með yfir 24 þúsund barnaklámsmyndir í tölvum sínum

MYND/GVA

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir vörslu barnakláms, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Þyngdi rétturinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmt hafði manninn í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi.

Alls fundust rúmlega 24 þúsund ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem sýndu börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt, í fórum mannsins og voru margar myndanna mjög grófar. Taldist brot hans því stórfellt að mati Hæstaréttar. Var refsingin því þyngd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×