Fleiri fréttir

Mikið álag á fæðingardeildinni í nótt

Mikið álag var á fæðingardeild Landsspítalans í nótt og í morgun og þegar fréttastofa hafði samband við deildina skömmu fyrir fréttir gátu ljósmæður ekki talað við fréttamann sökum anna.

Ermarsundsgöngin opnuð á ný

Lestarsamgöngur um Ermarsundsgöngin milli Frakklands og Bretlands hófust í dag á ný eftir bruna í flutningalest á fimmtudag. Tugir þúsunda manna urðu að hætta við áætlaðar ferðir um göngin á fimmtudag og í gær.

Reyndu að frelsa félagann úr haldi lögreglu

Þónokkuð var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Til átaka kom í Breiðholti þegar lögreglumenn hugðust handtaka mann. Félagar mannsins ákváðu að reyna að koma honum til bjargar og frelsa hann úr haldi lögreglu.

Íslenski sprengjulistamaðurinn laus allra mála í Kanada

Kanadískur dómstóll felldi í dag dóm í máli listnemans Þórarins Inga Jónssonar en mál hans komst í hámæli í nóvember á síðasta ári þegar hann kom fyrir eftirlíkingu af sprengju á listasafni í Toronto. Athæfið olli því að rýma þurfti safnið og fjáröflunarsamkomu sem halda átti á staðnum var aflýst.

Íslenski sprengjulistamaðurinn laus allra mála í Kanada

Kanadískur dómstóll felldi í dag dóm í máli listnemans Þórarins Inga Jónssonar en mál hans komst í hámæli í nóvember á síðasta ári þegar hann kom fyrir eftirlíkingu af sprengju á listasafni í Toronto. Athæfið olli því að rýma þurfti safnið og fjáröflunarsamkomu sem halda átti á staðnum var aflýst.

Stúlkan í Reykjanesbæ ekki alvarlega slösuð

Stúlkan sem brenndist þegar hún stakk málmhlut inn í loftræstingu á spennustöð í Reykjanesbæ í kvöld er ekki alvarlega slösuð, að sögn lögreglu. Hún mun þó hafa hlotið brunasár í andliti þegar neistar skutust í hana. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún verður undir eftirliti.

Lavrov hraunaði yfir Miliband

Samskipti Rússa og vesturlanda hafa farið versnandi með hverjum deginum síðustu mánuði. Breska blaðið The Sun segir frá símtali sem David Miliband, utanríkisráðherra Breta, átti við starfsbróður sinn Serge Lavrov þar sem hinn síðarnefndi missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Hann er sagður hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Miliband og meðal annars sagt í gróflegri þýðingu: „Hver í andskotanum heldur þú að þú sért?, (Eða, who the F*** do you think you are).

Ike skellur á með fullum þunga eftir tíu tíma

Fellibylurinn Ike nálgast nú strendur Bandaríkjanna óðfluga og búist er við að hann skelli á með fullum krafti snemma í fyrramálið. Michael Chertoff, yfirmaður heimavarnastofnunar Bandaríkjanna, Homeland Security, sagði á blaðamannafundi í dag að stormurinn gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúa Galveston í Texas og nágrenni. Að hans sögn er hætta á að um hundrað þúsund manns bíði tjón af völdum stormsins.

Ung stúlka fékk raflost í Reykjanesbæ

Stúlka slasaðist í Reykjanesbæ um klukkan sex í kvöld þegar hún fékk raflost. Að sögn lögreglu virðist svo vera sem stúlkan hafi stungið einhverskonar málmhlut inn um loftræstingu á spennustöðinni svo af hlaust raflost. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík og á vef Víkurfrétta segir að stúlkan hafi hlotið brunasár, meðal annars í andliti.

Sex vikna gæsluvarðhald í kjölfar ryskinga í híbýlum hælisleitenda

Til ryskinga kom á milli tveggja manna í híbýlum hælisleitenda í Njarðvíkum í gær sem enduðu með því að einn var handtekinn og hefur hann nú verið dæmdur í sex vikna gæsluvarðhald. Enginn slasaðist alvarlega í slagsmálunum en sá handtekni er sagður hafa veifað hnífi og rispaðist sá sem slóst við hann lítillega.

Óbreytt staða í ljósmæðradeilunni

Sáttafundi í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk um klukkan fimm án þess að niðurstaða fengist í deiluna. Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ekkert nýtt hafi komið fram á fundinum og að staðan sé því óbreytt.

Eimskip siglir til Ísafjarðar á nýjan leik

Eimskip mun á næstunni hefja strandsiglingar á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eftir langt hlé. Þetta er gert í samvinnu við viðskiptavini félagsins á Vestfjörðum og munu Ameríkuskip félagsins, Reykjafoss og Celia, sinna þessari þjónustu á tveggja vikna fresti til reynslu næstu þrjá mánuði.

Gagnrýna launamun hjá ríkinu og á hinum almenna markaði

Trúnaðarmannaráð SFR fundaði í dag. Á fundinum voru niðurstöður úr nýrri launakönnun SFR kynntar og að auki niðurstöður úr samanburði milli félaga í SFR og VR, að því er fram kemur í tilkynningu frá SFR. Í henni kemur meðal annars fram að þegar félagsmenn þessara stéttarfélaga eru skoðaðir þá kemur fram að starfsmenn ríkisins eru að meðaltali með 20% lægri laun en starfsmenn almenna markaðarins þegar sambærilegar stéttir eru skoðaðar. Þá var launamunur kynjanna hjá ríkinu einnig gagnrýndur harðlega.

Brotist inn í bifreiðar og hús í Bolungarvík

Síðastliðna nótt var brotist inn í bifreiðar og farið inn í hús á nokkrum stöðum í Bolungarvík. Átta tilkynningar hafa borist lögreglu vegna þessa í dag, en vitað er að farið var inn í sex bifreiðar og ýmsum munum stolið úr þeim. Til dæmis I-pod spilara og GPS tæki.

Dýralæknir vill kæra meindýraeyði í milljónasjoppu

Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir í Borgarnesi hyggst kæra meindýraeyðinn sem lógaði minknum í Leifasjoppu í gær. „Mér finnst þetta mjög gróf aðferð við að aflífa dýr Alveg hreint skelfileg bara," sagði Gunnar í samtali við Vísi.

Nærri 500 tilkynningar um peningaþvætti

Nærri 500 tilkynningar bárust efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í fyrra um ætlað peningaþvætti sem er fjölgun um nærri 300 á milli ára.

Hælisleitandi: Við erum ekki dýr, við erum fólk

„Við erum ekki dýr, við erum fólk," Segir Fazad, hælisleitandi frá Íran, og einn þeirra sem leitað var hjá í aðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. „Það komu sextíu lögreglumenn hingað með hund. Það voru allir sofandi. Þeir brutust inn í herbergin okkar og leituðu að vegabréfum og eiturlyfjum." segir Fazad. „Þeir voru með pappír frá dómara, sem enginn gat lesið af því hann var á íslensku."

Týnd telpa fundin eftir 4 ár?

Gríska lögreglan telur sig hafa fundið ítalska telpu sem hvarf á eynni Kos fyrir fjórum árum þar sem hún var í sumarfríi með foreldrum sínum. Hún var þá fjögurra ára gömul.

Vill stýra fjárveitingum til lögreglustjóra

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri vill fækka lögreglustjóraembættum enn frekar og færa fjárveitingar til lögreglumála til Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár.

Óttast ekki áhrif níræðs níðings á ímynd eldri borgara

„Mér þykir mjög leitt að heyra þetta," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara, um dóm yfir manni á níræðisaldri. Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á ellefu ára tímabili.

Farið þið hundrað sinnum til helvítis

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur rekið bandaríska sendiherrann úr landi og gefið honum 72 klukkustundir til þess að hypja sig, eins og forsetinn orðaði það.

Fengu afhenta leiðsöguhunda

Fjórir leiðsöguhundar fyrir blint og sjónskert fólk voru í dag afhentir notendum sínum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Blindrafélagsins. Hundarnir hafa verið þjálfaðir í hundaskóla norsku blindrasamtakanna og hefur þjálfun þeirra tekið um það bil eitt ár.

Furðar sig á orðum utanríkisráðherra

„Það hefur eitthvað breyst síðan kosningaloforðin voru gefin," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ekki sé hægt að ganga að kröfum ljósmæðra í einum áfanga.

Yfir 90 prósent segjast flokka sorp til endurvinnslu

Níu af hverjum tíu Íslendingum segjast flokka sorp til endursvinnslu samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð. Hún var kynnt í dag um leið og hleypt var af stokkunum endurvinnsluviku þar sem kynnt verður mikilvægi endurvinnsu fyrir íslenskt samfélag.

Samiðn vonsvikin með aðgerðaleysi stjórnvalda

Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála og undrast aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda. Í ályktun á fundi miðstjórnar segir að bregðast þurfi við óðaverðbólgu og háum vöxtum.

Mótmæla meðferð á hælisleitendum

Boðað er til mótmæla við lögreglustöðina í Njarðvík klukkan tvö í dag vegna aðgerða lögreglu á suðurnesjum gegn hælisleitendum í gær. Sms skilaboð ganga nú manna á milli um þetta. Bloggarinn Haukur Már Helgason segir á síðu sinni að mótmælin séu friðsamleg og sjálfsprottin, og engin samtök standi bak við þau. Hann hafi þó tekið að sér að senda út fréttatilkynningu um málið.

Neyslan minnkar en meira borgað fyrir neysluvörur

Velta í dagvöruverslun dróst saman um tvö prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þegar horft er til breytilegs verðlags jókst velta dagvöruverslunar hins vegar rúm 18 prósent miðað við sama mánuð í fyrra.

Ná tökum á eldum í Ermarsundsgöngum

Slökkviliðsmenn náðu í morgun tökum á eldi sem logað hefur í Ermarsundsgöngunum milli Bretlands og Frakklands síðan um miðjan dag í gær. Enn mun þó loga í glæðum. Fjórtán manns slösuðust í eldsvoðanum, enginn alvarlega.

Leiður á að svara spurningum um stöðu krónunnar

Því fer fjarri að krónan sé dauð að sögn forsætisráðherra sem segist vera orðinn leiður á því að svara spurningum um stöðu krónunnar. Hann segir ekki óeðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins ræði sín á millli um mögulega þjóðarsátt.

Flýið Ike eða deyið

Fellibylurinn Ike er enn langt frá Texas en bandaríska veðurstofan lætur menn ekki velkjast í vafa um hvað gerist þegar hann tekur land í fyrramálið. Skilaboðin eru; flýið eða deyjið.

Ekki klókt útspil hjá ráðherra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ákvörðun fjármálaráðherra að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmætar uppsagnir, geta leitt til stigmögnunar deilunnar og að ákvörðunin sé ekki heppileg á þessum tímapunkti.

Fernt handtekið vegna fíkniefnamála á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði gærkvöld afskipti af þremur konum og karli í tveimur aðskildum fíkniefnamálum sem upp komu í bænum. Lögreglan leitaði í húsakynnum pars á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Sjá næstu 50 fréttir