Fleiri fréttir

Nelson Mandela níræður á morgun

Hinn heimsþekkti Suður-Afríkumaður Nelson Mandela verður níræður á morgun. Mandela er þekktur fyrir að hafa barist gegn aðskilnaðarstefnu hvítra og svartra í Suður-Afríku og eytt 27 árum í fangelsi vegna þeirrar baráttu sinnar.

Lítil sem engin sýnileg löggæsla í borginni

Í ljósi frétta af háskalega fámennri vakt lögreglu í miðborginni um helgar ítrekar minnihluti borgarráðs athugasemdir sínar við að í vinnu nefndar borgarstjóra að miðborgarmálum skuli ekki hafa verið kallað eftir aukinni og sýnilegri löggæslu, sbr. bókun minnihlutans á fundi borgarráðs 3. júlí sl. Þá er ítrekað að minnihlutinn lagði á sama fundi fram neðangreinda fyrirspurn, að gefnu tilefni:

Obama gengur vel að safna í kosningasjóðinn

Frambjóðandi Demókrataflokksins til bandarísku forsetakosninganna, Barack Obama, safnaði alls 52 milljónum dala, sem jafngildir um fjórum milljörðum íslenskra króna, í kosningasjóð sinn í júní. Það er vel rúmlega tvöfalt meira en forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, John McCain, safnaði í sinn sjóð en McCain krækti sér „aðeins“ í 22 milljónir dala en hefur þó aldrei safnað eins miklum pening í einum mánuði.

Skipar nýjan dómara við héraðsdóm Austurlands

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Halldór Björnsson, settan héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands frá og með 1. september 2008.

Aðstoðarlögreglustjóri segir umræðu um löggæslumál byggja á misskilningi

Tuttugu og fjórir lögreglumenn voru við störf aðfararnótt laugardagskvöldið 12. júlí síðastliðinn, að sögn Harðar Jóhannessonar aðstoðarlögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem Hörður sendi fjölmiðlum segir að 17 menn hafi verið á vakt hjá almennu deild, einn á svæðisstöð og 6 í umferðardeild.

NATO í tilvistarkreppu - Ræður ímyndarsérfræðing frá Coke

Stjórnarherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa ákveðið að ráðast í markaðsherferð til þess að styrkja ímynd bandalagsins. Bandalagið virðist svo sannarlega í einhvers konar tilvistarkreppu því til að hjálpa sér hefur það fengið til liðs við sig einn aðalímyndarsérfræðing Coca-Cola fyrirtækisins.

Fisvél flaug á rafmagnslínu

Rétt fyrir klukkan 10:00 í morgun flaug fisvél á rafmagnslínu í Hrunamannahreppi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist flugmaður vélarinnar ekki, en hann var einn í vélinni.

Geir oftast í fréttum - Björn sjaldnast

Ráðherrar voru virkari sem viðmælendur í fréttum fyrir síðustu áramót samanborið við síðustu sex mánuði. Þetta sýna niðurstöður Fjölmiðlavaktarinnar. Þannig mælast fimm ráðherrar nú með minni hlutdeild í fréttum um þá eða þeirra ráðuneyti, samanborið við tímabilið júní – desember 2007.

Páfinn gagnrýnir harkalega neyslumenningu

Benedikt XVI páfi gagnrýndi harkalega neysluhyggju og dægurmenningu í ræðu yfir mörgum tugum þúsunda ungra kaþólikka í Sydney í dag. Páfinn varaði einnig við ofnotkun á náttúruauðlindum heimsins og boðaði verndun þeirra fyrir komandi kynslóðir.

Boðsveitin í hrakningum fyrir Ermarsund

Mikil óvissa ríkir nú um sund boðsundsveitar landsliðsins í sjósundi yfir Ermarsund. Sveitin fór niður að höfn um hálftíu í morgun og fór út með skipstjóranum til að meta hvort hægt væri að leggja af stað. Þegar út var komið bilaði gírkassinn og verið er að draga bátinn í land, samkvæmt vef sundsins.

Eldsneyti lækkaði um 5 krónur í morgun

Stóru olíufélögin, Olís, Skeljungur og N1 lækkuðu verð á eldsneyti um 5 krónur á lítrann í morgun. Á vefsíðu Olís segir að 5 króna afsláttur sé veittur af eldsneyti hjá Olís um allt land í dag og á morgun. N1 segir jafnframt að lækkunin gildi í dag og á morgun, en Skeljungur segir ekkert um það hvort lækkunin sé tímabundin.

Hinar áttfættu sennilega ekki fleiri en í meðalári

„Þessi spurning er borin upp á hverju einasta ári,“ sagði Þóra Hrafnsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, innt eftir því hvort eitthvað væri hæft í því að óvenjumikið væri um kóngulær á landinu í ár.

Jarðskjálfti á Suðurlandi í morgun

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter varð um klukkan hálftíu í morgun. Að sögn Veðurstofunnar virðist hann eiga upptök sín um sjö kílómetra fyrir sunnan Hveragerði.

Fagnar hugmyndum um nýtt dómhús

Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir það alveg ljóst að það þurfi að vera skýr aðskilnaður milli dómstóla og ákæruvaldsins. Það sé sú hefð sem sé viðhöfð á Norðurlöndunum og víðar.

Leigðu sér togara til að komast á fótboltaleik

Tólf manna hópur aðdáenda enska fótboltaliðsins Manchester City greip til þess ráðs að leigja sér togara til að komast á leik liðsins gegn færeyska liðinu Streymur í Þórshöfn í dag.

Írar æfir út í Sarkozy Frakklandsforseta

Írskir stjórnmálamenn eru æfareiðir eftir að Nicolas Sarkozy forseti Frakklands lagði til að írska þjóðin ætti að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon sáttmálann.

Benedikt Hjartarson náði í mark

Benedikt Hjartarson kom að landi við Cap Gris-Nez í Frakklandi laust fyrir klukkan tólf í kvöld. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem nær þessum áfanga. Það tók hann sextán klukkustundir og eina mínútu að synda alls sextíu kílómetra.

Veikum meðlim Mansonfjölskyldunnar neitað um náðun

Susan Atkins sem tilheyrði Mansonfjölskyldunni illræmdu var neitað um náðun í gær þriðjudag. Hin 60 ára Atkins er alvarlega veik og hefur verið greind með heilaæxli. Áður hafði henni verið neitað um reynslulausn 11 sinnum.

Hvetur ekki til einstakra aðgerða gegn kvótakerfinu

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að samviska sín leyfi sér ekki að hvetja einstaklinga í aðgerðir gegn kvótakerfinu. Annað mál sé ef samtakamátturinn sé til staðar. Guðjón kallar eftir samstöðu sjómanna og útgerðarmanna gegn kvótakerfinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Frjálslynda flokksins.

Vill láta reyna á aðildarviðræður

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta reyna á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið.

,,Spennan er í hámarki"

,,Benedikt á eftir eftir rúmlega 2,8 kílómetra og spennan er í hámarki," segir Gréta Ingþórsdóttir sem er í fylgdarbát Benedikts Hjartarsonar, sundgarpa sem nú syndir yfir Ermarsund.

Kaþólikkar djamma í Sydney

Hátt í 200.000 kaþólsk ungmenni hvaðanæva úr heiminum eru þessa dagana samankomin í Sydney Ástralíu á hátíð sem hefur verið kölluð ,,Woodstock" kaþólsku kirkjunnar.

16 ára kosningaaldur

Jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku hefur lagt til að kosningaaldur þar í landi verði lækkaður niður í 16 ár. Þingmenn Vinstri grænna lögðu til fyrir ári síðan að kosningaaldur yrði lækkaður úr 18 árum í 16 ár.

Erfitt að finna lóðir fyrir útigangsfólk

Erfiðlega gengur að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir útigangsfólk sem voru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Smáhýsin eru þrefalt ódýrari en hefðbundnar íbúðir.

NATO á engin mannvirki á Íslandi

Þegar Varnarmálastofnun tók til starfa birti utanríkisráðuneytið auglýsingu þar sem var listi yfir mannvirki sem stofnunin bæri ábyrgð á en sem væru í eigu NATO.

Enska biskupakirkjan logar í illdeilum

Enska biskupakirkjan logar í illdeilum vegna afstöðunnar til samkynheigðra biskupa og hvort víga eigi konur til prestþjónustu og einir 250 biskupar hafa kosið að sitja heima í mótmælaskyni við þá þróun sem uppi er.

OR fær bætur

Úrskurðarnefnd viðlagatrygginga hefur úrskurðað að Viðlagatrygging skuli bæta Orkuveitu Reykjavíkur tjón sem varð á dælustöð í Kaldárholti í Rangárvallasýslu í jarðskjálftunum árið 2000.

Umhverfisvænir orkugjafar orsaka hærra matvælaverð

Það er ekki olían sem veldur hærra matvælaverði um allan heim. Það er heldur ekki aukin eftirspurn eftir mat, veik staða dollarans, vont veður, samdráttur í útflutningi eða hlutabréfamarkaðir - heldur er það framleiðsla á svo kölluðum umhverfisvænum orkugjöfum, það er að segja olíu sem framleidd er úr korni og grænmeti.

Minkur sloppinn úr Húsdýragarðinum

Minkur sem sem verið hefur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum slapp út úr búri sínu í síðustu viku. Ekki hefur enn tekist að ná læðunni þrátt fyrir að settar hafa verið upp gildrur víða um garðinn. Talið er að minkurinn hafi náð að komast úr búri sínu yfir í refabúr sem er þar við hliðin á og þaðan út. Minkurinn var sá eini í garðinum.

Jón Ólafsson segist saklaus og fer fram á frávísun

Fyrir stundu voru þingfestar ákærur gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er grunaður um að hafa skotið undan skatti 361 milljón króna. Auk Jóns eru þeir Hreggviður Jónsson, Ragnar Birgisson og Símon Ásgeir Gunnarsson ákærðir í málinu. Allir verjendurnir fóru fram á frávísun í málinu nema Ragnar Hall, verjandi Ragnars Birgissonar.

Færri fíkniefnabrot en á sama tíma í fyrra

Í júní 2008 voru 1.139 hegningarlagabrot skráð sem eru álíka mörg brot og á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra.

Hefur miklar áhyggjur af þróun löggæslumála

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segist lengi hafa haft áhyggjur af löggæslumálum í Reykjavík og viðrað þær. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að einungis 14 lögreglumenn stóðu vaktina á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið laugardagskvöld.

Sjá næstu 50 fréttir