Innlent

Vill láta reyna á aðildarviðræður

Jón Kristjánsson var ráðherra á árunum 2001-2006 og þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 1984 til 2003.
Jón Kristjánsson var ráðherra á árunum 2001-2006 og þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 1984 til 2003.

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta reyna á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið.

,,Ég vil ekki spá um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu, en ég er einn af þeim sem vildi láta á það reyna," segir Jón í grein í Fréttablaðinu í dag.

,,Ég er þeirrar skoðunar, og fyrir því eru þjóðernisástæður, að það sé ekki aðlaðandi kostur fyrir okkur sem sjálfstætt ríki að taka upp mynt annars ríkis, hvort sem það er svissneskur franki eða dollar. Mér finnst allt öðru máli gegna að ganga inn í myntbandalag okkar helstu viðskiptaþjóða, með öðrum orðum að taka upp evru, segir Jón.

Umræða um Evrópumálin er á floti að mati Jóns og hann telur nauðsynlegt að stiginn verði ákveðnari skref til að skerpa umræðuna. Hann segir allir ættu að gera verið sammála um eitt. ,,Það er að setja sér þau markmið í efnahagsmálum að innan ákveðins tíma gætum við uppfyllt efnahagslega skilyrði aðildar, m.a. um afkomu ríkissjóðs, verðbólgu, vaxtamál," segir Jón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×