Nelson Mandela níræður á morgun Nanna Hlín skrifar 17. júlí 2008 12:53 Nelson Mandela Hinn heimsþekkti Suður-Afríkumaður Nelson Mandela verður níræður á morgun. Mandela er þekktur fyrir að hafa barist gegn aðskilnaðarstefnu hvítra og svartra í Suður-Afríku og eytt 27 árum í fangelsi vegna þeirrar baráttu sinnar. Árið 1990 var Mandela leystur úr fangelsi eftir alþjóðlegan þrýsting á Suður Afríku. Varð hann fyrsti svarti forseti Suður-Afríku árið 1994 en hafði þá fengið friðarverðlaun Nóbels fimm mánuðum áður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu. Nelson Mandela er án ef eitt þekktasta andlit Afríku og hafa persónutöfrar hans, fyndni, ótrúleg lífssaga og biturleysi gagnvart hörðum örlögum sínum vakið aðdáun allrar heimsbyggðarinnar. Mandela hefur barist fyrir friðarviðræðum víða um heim, til dæmis í Afríkuríkjunum Kongó og Burundi en hann hefur einnig barist ötullega gegn þeirri vá sem HIV er Afríku. Lífshlaup MandelaMandela fæddist árið 1918 í Madiba ættbálkinn í litlum bæ í austurhluta Suður-Afríku. Upprunalegt nafn hans var Rolihlahla Dalibhunga en kennari í skóla hans gaf honum enska nafnið Nelson. Mandela gekk í stjórnmálaflokkinn „African National Congress" betur þekktan sem ANC árið 1943 en hann átti síðar eftir að verða leiðtogi þess flokks.1952 varð Mandela lögfræðingur og stofnaði lögfræðistofu með vini sínum Oliver Tambo og voru þeir félagar ötullir að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni í landinu. Sú stefna var sett á stofn af hinum hvíta Þjóðernisflokk þegar Suður-Afríka fékk sjálfstæði sitt frá Bretlandi 1961. Var aðskilnaðarstefnan sett á til þess að kúga hinn svarta meirihluta landsins þrátt fyrir mikla andstöðu bæði innanlands sem utan.ANC-flokkurinn hafði verið bannaður árið 1960 og varð að andspyrnuflokki og magnaðist spennan í landinu vegna aðskilnaðarstefnunnar. Leiddi það til þess að Mandela var handtekinn og sakaður um skemmdarverk og fyrir að reyna að ræna völdum. Hófst hinn 27 ára fangelsisdvöl að vetri til 1964. Á árunum 1968-69 dó bæði móðir Mandela og sonur hans en honum var ekki leyft að vera við jarðarfarir ástvina sinna.Fleiri andspyrnumenn þurftu að dúsa í fangelsi á þessum tímum eða í útlegð en andspyrnan hélt áfram sem leiddi til dauða mörg hundruð manna auk þess sem mörg þúsund manns særðust.1980 fór Tambo vinur Mandela í alþjóðlega herferð til þess að þrýsta á stjórnvöld í Suður-Afríku að leysa Mandela úr haldi. Varð það til þess að 1990 varð hann leystur úr haldi þrátt fyrir að vera dæmdur til fangelsisvistar fyrir lífstíð.1994 var hann svo kosinn forseti í fyrstu lýðræðislegu kosningum landsins þar sem allir fengu að taka þátt. Sem forseta beið hans mörg vandamál, meðal annars mikið húsnæðisvandamál sem var á meðal fátækra íbúa landsins. Hann treysti sínum næstráðandi Thabo Mbeki fyrir daglegum rekstri landsins en einbeitti sér að því að breyta ímynd Suður-Afríku út á við.Árið 1999 hætti hann sem forseti og ferðaðist um heiminn sem opinber persóna en 2004 dró hann sig í hlé til að vera með fjölskyldu sinni. 2005 kom hann hins vegar fram opinberlega eftir dauða sonar síns og lýsti því yfir að sonur hans hafi látist af alnæmi en hneyklsi þótti að ræða þetta vandamál í Suður-Afríku og víðar í Afríku.Nýlega voru haldnir stórtónleikar í London til þess að fagna þessum tímamótum í lífi Mandela þar sem margar stórstjörnur komu fram auk þess sem hann hefur fengið sendar afmælisóskir hvaðanæva úr heiminum.Þessar upplýsingar eru fengnar af fréttavef BBC og frjálsa alfræðiritinu Wikipedia. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Hinn heimsþekkti Suður-Afríkumaður Nelson Mandela verður níræður á morgun. Mandela er þekktur fyrir að hafa barist gegn aðskilnaðarstefnu hvítra og svartra í Suður-Afríku og eytt 27 árum í fangelsi vegna þeirrar baráttu sinnar. Árið 1990 var Mandela leystur úr fangelsi eftir alþjóðlegan þrýsting á Suður Afríku. Varð hann fyrsti svarti forseti Suður-Afríku árið 1994 en hafði þá fengið friðarverðlaun Nóbels fimm mánuðum áður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu. Nelson Mandela er án ef eitt þekktasta andlit Afríku og hafa persónutöfrar hans, fyndni, ótrúleg lífssaga og biturleysi gagnvart hörðum örlögum sínum vakið aðdáun allrar heimsbyggðarinnar. Mandela hefur barist fyrir friðarviðræðum víða um heim, til dæmis í Afríkuríkjunum Kongó og Burundi en hann hefur einnig barist ötullega gegn þeirri vá sem HIV er Afríku. Lífshlaup MandelaMandela fæddist árið 1918 í Madiba ættbálkinn í litlum bæ í austurhluta Suður-Afríku. Upprunalegt nafn hans var Rolihlahla Dalibhunga en kennari í skóla hans gaf honum enska nafnið Nelson. Mandela gekk í stjórnmálaflokkinn „African National Congress" betur þekktan sem ANC árið 1943 en hann átti síðar eftir að verða leiðtogi þess flokks.1952 varð Mandela lögfræðingur og stofnaði lögfræðistofu með vini sínum Oliver Tambo og voru þeir félagar ötullir að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni í landinu. Sú stefna var sett á stofn af hinum hvíta Þjóðernisflokk þegar Suður-Afríka fékk sjálfstæði sitt frá Bretlandi 1961. Var aðskilnaðarstefnan sett á til þess að kúga hinn svarta meirihluta landsins þrátt fyrir mikla andstöðu bæði innanlands sem utan.ANC-flokkurinn hafði verið bannaður árið 1960 og varð að andspyrnuflokki og magnaðist spennan í landinu vegna aðskilnaðarstefnunnar. Leiddi það til þess að Mandela var handtekinn og sakaður um skemmdarverk og fyrir að reyna að ræna völdum. Hófst hinn 27 ára fangelsisdvöl að vetri til 1964. Á árunum 1968-69 dó bæði móðir Mandela og sonur hans en honum var ekki leyft að vera við jarðarfarir ástvina sinna.Fleiri andspyrnumenn þurftu að dúsa í fangelsi á þessum tímum eða í útlegð en andspyrnan hélt áfram sem leiddi til dauða mörg hundruð manna auk þess sem mörg þúsund manns særðust.1980 fór Tambo vinur Mandela í alþjóðlega herferð til þess að þrýsta á stjórnvöld í Suður-Afríku að leysa Mandela úr haldi. Varð það til þess að 1990 varð hann leystur úr haldi þrátt fyrir að vera dæmdur til fangelsisvistar fyrir lífstíð.1994 var hann svo kosinn forseti í fyrstu lýðræðislegu kosningum landsins þar sem allir fengu að taka þátt. Sem forseta beið hans mörg vandamál, meðal annars mikið húsnæðisvandamál sem var á meðal fátækra íbúa landsins. Hann treysti sínum næstráðandi Thabo Mbeki fyrir daglegum rekstri landsins en einbeitti sér að því að breyta ímynd Suður-Afríku út á við.Árið 1999 hætti hann sem forseti og ferðaðist um heiminn sem opinber persóna en 2004 dró hann sig í hlé til að vera með fjölskyldu sinni. 2005 kom hann hins vegar fram opinberlega eftir dauða sonar síns og lýsti því yfir að sonur hans hafi látist af alnæmi en hneyklsi þótti að ræða þetta vandamál í Suður-Afríku og víðar í Afríku.Nýlega voru haldnir stórtónleikar í London til þess að fagna þessum tímamótum í lífi Mandela þar sem margar stórstjörnur komu fram auk þess sem hann hefur fengið sendar afmælisóskir hvaðanæva úr heiminum.Þessar upplýsingar eru fengnar af fréttavef BBC og frjálsa alfræðiritinu Wikipedia.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira