Fleiri fréttir

Fjöldadráp á kengúrum

Dýravinum í Ástralíu tókst ekki að koma í veg fyrir að 400 kengúrur væru drepnar í herstöð í grennd við höfuðborgina Canberra í dag.

Markaður fyrir hrefnukjötið, segir sjávarútvegsráðherra

„Það standa bara einfaldlega öll rök til þess. Hér er um að ræða sjálfbærar veiðar og það er markaður fyrir þessa framleiðslu hér innalands þannig að það var auðvitað í rauninni ekkert sem mælti gegn því að taka þessa ákvörðun," segir Einar K. Guðfinnson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þá ákvörðun sína að heimila veiðar á 40 hrefnum fyrir innanlandsmarkað.

Lögreglan æfir forgangsakstur

Borgarbúar hafa í morgun séð nokkra lögreglubíla aka um götur Reykjavíkur með blikkandi ljós og vælandi sírenur. Ekki er um hættuástand að ræða heldur æfa lögreglumenn sig nú í forgangsakstri.

Ísland er friðsamasta land í heimi

Ísland er friðsamasta land í heimi. Þetta kemur fram í tímaritinu The Economist sem birt hefur nýjustu alþjóðlegu friðarvísitölu sína.

Sluppu ótrúlega vel úr árekstri á Akureyri

Tveir ökumenn og einn farþegi sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar tveir bílar lentu í mjög hörðum árkestri á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu við Sjallann á Akureyri í gærkvöldi.

Slasaðist eftir óhapp á léttu bifhjóli

Fjórtán ára piltur missti meðvitund og viðbeinsbrotnaði þegar hann virti ekki biðskyldu á mótum Njarðvíkurbrautar og Stapabrautar í Reykjanesbæ undir kvöld í gær, og ók léttu bifhjóli sínu í veg fyrir bíl.

Óska upplýsinga um skemmdarverk á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði biður þá sem eitthvað kunna að vita um skemmdarverk, sem unnin voru á fimm eða sex bílum í eigu KNH verktaka um helgina, að láta sig vita.

Þriggja daga þjóðarsorg í Búrma

Þriggja daga þjóðarsorg hófst í Búrma í dag til að minnast fórnarlamba fellibylsins þar sem um 130.000 manns fórust og tvær milljónir manna eru heimilislausir.

Bandaríski sendiherrann í Venesúela á teppið

Stjórnvöld í Venesúela hafa kallað bandaríska sendiherrann í landinu á sinn fund. Ætlun er að krefja hann skýringa á því afhverju bandarísk herflugvél rauf lofthelgi Venesúela á laugardag.

Dýrasti Ferrari-bíll sögunnar seldur á uppboði

Dýrasti Ferrari-bíll sögunnar var seldur á uppboði á Ítalíu í gær. Þetta er 47 ára gamall svartur Ferrari GT California Spyder sem eitt sinn var í eigu Hollywood-leikarans James Cuburn.

Krefjast þess að leyfi til hrefnuveiða verði endurskoðað

Starfsmenn og eigendur Eldingar, hvalaskoðunar í Reykjavík, krefjast þess að sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn endurskoði ákvörðun sína um að heimila hrenfuveiði í Faxaflóa, áður en að skaðinn verður óafturkræfur.

Átta tonnum af sprengiefni stolið á Kárahnjúkum

Miklu magni sprengiefnis var stolið á Kárahnjúkum á föstudagskvöld. Lögreglan á Egilsstöðum staðfesti í samtali við Vísi í kvöld að sprengiefni hefði horfið á svæðinu en að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

Krefjast þess að ráðherra afturkalli hvalveiðiheimild

Starfsmenn og eigendur hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar segja að með ákvörðun sinni um að leyfa á ný hrefnuveiðar í atvinnuskyni sé stóriðju í ferðaþjónustu ógnað. Í yfirlýsingu sem þeir senda frá sér í kvöld krefjast hvalaskoðunarmenn að Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin öll endurskoði ákvörðun sína „áður en skaðinn verður óafturkræfur,“ eins og segir í tilkynningunni.

Samþykkt að taka við flóttafólki á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í kvöld með öllum greiddum atkvæðum, níu talsins, að að fela bæjarstjóra, bæjarritara og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að taka upp viðræður við félags- og tryggingamálaráðuneyti um móttöku og þjónustu við flóttafólk allt að 30 manns. Þettta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar.

Buffet vill Obama sem forseta

Bandaríkjamaðurinn Warren Buffet, ríkasti maður heims, lýsti í dag yfir stuðningi við Barack Obama sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Frankfurt.

Segir hvalveiðar geta skaðað efnahag landsins frekar

Framkvæmdastjóri Alþjóðlega dýraverndunarsjóðsins, IFAW, í Bretlandi hvetur íslensk stjórnvöld til þess að hætta við fyrirhugaðar atvinnuveiðar á hrefnu og segir þær geta skaðað efnahag landsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni wildlifeextra.com.

Segja Bandaríkjamenn hafa rofið lofthelgi Venesúela

Stjórnvöld í Venesúela eru æf út í Bandaríkjamenn sem þau segja að hafi rofið lofthelgi landsins um helgina. Varnarmálaráðherra landsins, Gustavo Rangel, segir að þota frá bandaríska hernum hafi flogið yfir eyju úti fyrir strönd landsins sem tilheyri Venesúela.

Rumsfeld hafði engan áhuga á ratsjárkerfinu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar á bloggi sínu um fund sem hann sótti síðdegis og Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg stóðu fyrir. Fundurinn fjallaði um varnarmálastonum og loftrýmisgæslu og þar rakti Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins þróun mála frá leiðtogafundi NATO í Riga árið 2006 til dagsins í dag. Í Riga fóru Íslendingar þess á leit við NATO að bandalagið myndi tryggja loftrýmisgæslu á Íslandi.

Grænfriðungar segja hrefnuveiðar kjánalegar

Greenpeace hafa sent frá sér tilkynningu í kjölfar þess að sjávarútvegsráðherra heimilaði veiðar á 40 hrefnum í dag. Í yfirslýsingunni segir að ákvörðunin sé hreint út sagt kjánaleg. Engir markaðir séu fyrir kjötið og að hvalfangararnir hendi meirihluta hvalsins.

Slys á Njarðvíkurbraut

Umferðarslys varð á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík á sjötta tímanum í kvöld. Fólksbíll og smávélhjól lentu þar í árekstri en ökumaður hjólsins er 14 ára gamall. Að sögn lögreglu sinnti drengurinn sem var á litlu torfæruhjóli ekki stöðvunarskyldu.

Segir rafmengun valda heilsutjóni

Íslendingur, sem sérhæft hefur sig í rafmengun, telur að hún valdi bæði mönnum og dýrum heilsutjóni. Hann segir aðgerðir gegn rafmengun hafa útrýmt skæðum dýrasjúkdómi.

Samfylkingarráðherrar ekki fylgjandi hrefnuveiðum

Ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi frekari hrefnuveiðum en Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimilaði þær í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar.

Ellisif forstjóri Varnarmálastofnunar

Utanríkisráðherra skipaði í dag Ellisif Tinnu Víðisdóttur, aðstoðarlögreglustjóra, sem forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar en hún tekur til starfa 1. júní.

Óvissa um borgarstjórastólinn

Algjör óvissa ríkir um það hver tekur við embætti borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni á næsta ári. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að sá sem sest stól borgarstjóra leiði ennfremur flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur hins vegar lýst yfir að þetta sé hans síðasta kjörtímabil.

Guðmundur kærir og áfrýjar

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, lagði í dag fram kæru á hendur manni sem réðst á hann við heimili hans í Grímsnesi í síðustu viku.

Nokkuð frá markmiðum WHO um bólusetningu aldraðra

Íslendingar eiga nokkuð í land með að ná því markmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að á árinu 2010 fái að minnsta kosti þrír af hverjum fjórum þeirra sem eru eldri en 65 ára árlega bólusetningu gegn inflúensu. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins.

Ráðstefna 100 ríkja um bann við klasasprengjum

Fulltrúar rúmlega 100 ríkja hófu í dag tveggja vikna langa ráðstefnu í írsku höfuðborginni Dublin þar sem fjallað verður um ráðstafanir til að banna notkun svokallaðra klasasprengja

Mikil fjölgun lifrarbólgusmita í fyrra

Óvenju margir greindust með lifrarbólgu B í fyrra eða 48 manns samkvæmt nýjum tölum sem greint er frá í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Þá greindust 95 með lifrarbólgu C sem er umtalsverð aukning frá fyrri árum.

Plank framseldur til Póllands

Hæstiréttur hefur staðfest þá ákvörðun dómsmálaráðherra að framselja Pólverjann Premyzlaw Plank til Póllands.

„Í samræmi við það sem við höfum sagt“

„Við getum ekki annað fagnað þessari niðurstöðu, Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar. Stofnunin telur að bygging Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.

Varaformaður OR: Bjóst við þessari niðurstöðu

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar, um að leggjast gegn Bitruvirkjun, sé í takt við það sem hún hafi búist við.

Álit vegna Bitruvirkjunar kemur á óvart

Álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar á Hellisheiði kemur Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, á óvart. Eins og fram kom á Vísi í morgun leggst Skipulagsstofnun gegn því að Bitruvirkjun verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.

Fagnar niðurstöðu um Bitruvirkjun en harma að ákvörðun sé ekki bindandi

Landvernd fagnar þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Hins vegar harma samtökin að álit stofnunarinnar sé ekki bindandi fyrir sveitarstjórnir.

Sjá næstu 50 fréttir