Erlent

Bandaríski sendiherrann í Venesúela á teppið

Stjórnvöld í Venesúela hafa kallað bandaríska sendiherrann í landinu á sinn fund. Ætlun er að krefja hann skýringa á því afhverju bandarísk herflugvél rauf lofthelgi Venesúela á laugardag.

Bandarísk stjórnvöld hafa þegar sagt að flugvélin hafi verið í fíkniefnaleitarflugi og lent í vandræðum með flugáætlun sína.

Málið hefur vakið mikla reiði í Venesúela sem líta á atvikið sem ögrun af hálfu Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×