Innlent

Guðmundur kærir og áfrýjar

MYND/Egill Bjarnason

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, lagði í dag fram kæru á hendur manni sem réðst á hann við heimili hans í Grímsnesi í síðustu viku. Þetta staðfesti Hilmar Baldursson, lögmaður Guðmundar, í samtali við Vísi.

Ráðist var á Guðmund um kvöldmatarleytið síðastliðinn mánudag og hlaut Guðmundur nokkra áverka. Auk þess vann árásarmaðurinn nokkrar skemmdir á bifreið Guðmundar þar sem hún stóð fyrir utan hús hans.

Hilmar staðfesti einnig við fréttastofu að Guðmundur hefði ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands sem í þarsíðustu viku dæmdi hann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem voru skjólstæðingar hans á meðferðarheimilinu Byrginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×