Erlent

Buffet vill Obama sem forseta

Auðkýfingurinn Warren Buffet stýrir fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway.
Auðkýfingurinn Warren Buffet stýrir fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway.

Bandaríkjamaðurinn Warren Buffet, ríkasti maður heims, lýsti í dag yfir stuðningi við Barack Obama sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Frankfurt.

Buffet greindi frá því að hann hefði bæði boðið Obama og keppinaut hans í Demókrataflokknum, Hillary Clinton, stuðning í baráttu sinni en hann myndi nú einskorða stuðning sinn við Obama þar sem útlit væri fyrir að hann sigraði í forvali demókrata. ,,Ég verð hæstánægður ef hann verður kjörinn forseti," sagði Buffet enn fremur.

Buffet komst í sögubækurnar fyrr á árinu þegar hann velti Bill Gates, stofnanda Microsoft, úr efsta sæti listans yfir ríkustu menn heims. Hann er nú í innkaupaferð til Evrópu og hefur lýst yfir áhuga á að kaupa sig inn í stærstu fjölskyldufyrirtæki álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×