Innlent

Flugfreyjur semja við Icelandair

Forsvarsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirrituðu í nótt kjarasamning við Icelandair hjá ríkissáttasemjara.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Flugfreyjufélagsins hljóðar samningurinn upp á 3,3 prósenta grunnkjarahækkun auk annarra hagræðingaaðgerða sem aðilar komust að samkomulagi um. Samningurinn gildir til 31. janúar 2009 og verður lagður fyrir félagsfund í byrjun næstu viku.

Ekki er langt síðan flugmenn náðu samkomulagi við Icelandair um kjarasamning en um tíma leit út fyrir að báðar stéttir stefndu í verkfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×