Erlent

Berjast gegn glyðrulegum barnafatnaði í Noregi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Stefán

Hópur aðgerðasinna í Noregi hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína gegn glyðrulegum barnafatnaði í norskum barnafatabúðum.

Hafa þeir komið fyrir skiltum við tiltekin barnaföt þar sem stendur ,,Samþykkt af Landssambandi barnaníðinga". Aftan á skiltinu er bent á að barnaföt líkist oft fötum fullorðinna en þau verði sífellt meira ögrandi og stuðli að hugmyndum um börn sem kynverur. ,,Leyfum börnum að að vera börn," segir þar enn fremur.

Hópurin nefnir sig Áhyggjufullan aðgerðahóp og meðal þeirra fyrirtækja sem aðgerðahópurinn hefur beint sjónum sínum að er Hennes & Mauritz. Segir hópurinn að blúndunærföt og brjóstahaldarar með sérstökum stuðningi eigi ekki heima meðal barnafata og þessu hafi þurft að vekja athygli á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×