Innlent

Héraðsdómur fjalli aftur um mál vegna afhendingar hunds

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Suðurlands að fjalla aftur um mál manns sem gert var að afhenda hund sinn eftir að tilkynnt var að hann hefði bitið barn.

Héraðsdómur orðið við kröfu lögreglu um að maðurinn skyldi láta hundinn af hendi vegna málsins án þess að maðurinn fengi að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Í dómi Hæstaréttar var vísað 70. greinar stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um að eigandi þeirra réttinda og hagsmuna, sem fjallað væri um fyrir dómi, ætti þess kost að gæta þeirra við meðferð máls, nema sérstakar ástæður mæltu gegn því, svo sem rannsóknarhagsmunir.

Með því að manninum hafði ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmuna sinna í málinu var ekki talið að fyrrgreindrar meginreglu hefði verið gætt nægjanlega. Var því óhjákvæmilegt að mati Hæstaréttar að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×