Erlent

Þriggja daga þjóðarsorg í Búrma

Þriggja daga þjóðarsorg hófst í Búrma í dag til að minnast fórnarlamba fellibylsins þar sem um 130.000 manns fórust og tvær milljónir manna eru heimilislausir.

Samhliða þjóðarsorginni hafa stjórnvöld í Búrma loks ákveðið að leyfa nágrannaþjóðum sínum að koma sér til aðstoðar. Eru hópar af læknum og aðstoðarfólki þegar tekið að streyma inn í landið frá þjóðunum sem mynda ASEAN, samtök þjóða í suðaustur Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×