Innlent

Slasaðist eftir óhapp á léttu bifhjóli

Fjórtán ára piltur missti meðvitund og viðbeinsbrotnaði þegar hann virti ekki biðskyldu á mótum Njarðvíkurbrautar og Stapabrautar í Reykjanesbæ undir kvöld í gær, og ók léttu bifhjóli sínu í veg fyrir bíl.

Hann komst fljótlega til meðvitundar á ný en var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús til aðhlynningar við beinbrotinu og frekari rannsókna. Hann hafði að sjálfsögðu ekki réttindi til að aka vélhjóli í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×