Innlent

Tillaga að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar liggur fyrir

Tillaga að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur og að Hveragerði hefur verið lögð inn til Skipulagsstofnunar til málsmeðferðar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að vegamótum við Hveragerði. Byggður verður 2 + 2 vegur með mislægum vegamótum á allt að 7 stöðum. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi, lækka slysatíðni og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg.

Tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð mislægra vegamóta er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Í matsáætlun er gerð grein fyrir framkvæmdinni og jafnframt lýst hvernig staðið verður að rannsóknum og hvaða umhverfisþætti verður lögð áhersla á að fjalla um í frummatsskýrslu.

Það er verkfræðistofan Línuhönnun sem verkstýrir mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×