Erlent

Bush hvetur Arabaríki til að berjast gegn kjarnorkuáætlun

George Bush, Bandaríkjaforseti, mun í dag hvetja leiðtoga Arabaríkja til að berjast gegn kjarnorkuáætlun Írana. Reuters fréttastofan komst í morgun yfir eintak af ræðu hans á fundi með Arabaleiðtogum í Sjarm el Sjeik í Egyptalandi síðar í dag.

Samkvæmt frétt Reuters mun forsetinn leggja áherslu á að öll friðsöm arabaríki hafi hag af því að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Yrði það ekki gert myndu það teljast ófyrirgefanleg svik við komandi kynslóðir. Forsetinn mun einnig hvetja arabaríki til að þróa fjölbreyttara atvinnulíf og hagkerfi. Þeir geti ekki treyst á ágóða af olíusölu um ókomna tíð. Verð á olíu hafi hækkað töluvert síðustu misseri og Bandríkjamenn, sem og aðrar þjóðir vinni ötullega að þróun annarra orkugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×