Innlent

Þrengt að réttinum til gjafsóknar

Verulega hefur verið þrengt að réttinum til gjafsóknar, að mati Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Þetta kemur fram í 24 stundum í dag. Þar segir Ragnar að nýleg reglugerð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um skilyrði gjafsóknar þrengja aðgengi einstaklinga að dómstólum.

Ragnar segir þar orðrétt að tekjumörkin í reglugerðinni séu út í hött. Höfundur henanr sé greinilega á móti gjafsóknarfyrirbrigðinu. Í reglugerðinni mun vera gert ráð fyrir að aðeins einstaklingar með 130 þúsund krónur í mánaðartekjur eða minna eigi möguleika á gjafsókn.

Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna tekur undir áhyggjur Ragnars í blaðinu og segir að flestar málsóknir séu ofviða fólki sem hefur undir 300 þúsund krónur í mánaðarlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×