Fleiri fréttir

Remax fasteignasölur renna í sömu sæng

Fjórar fasteignasölur sem starfað hafa undir merkjum Remax hafa sameinast. Um hagræðingu er að ræða og engin fækkun verður á sölufólki. Þórarinn Sævarsson einn af eigendum Remax segir að eingöngu sé verið að minnka kostnað. Hann telur að fasteignamarkaðurinn verði orðinn góður í ágúst.

Kýr í vatnsrúmum

Ef fólki líður vel kemur það meiru í verk. Bandaríska kúabóndanum Kirk Christie datt í hug að það sama gæti átt við um dýr.

Sakar ríkið um fálæti í samningaviðræðum

Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna nú laust fyrir hádegið. Hún sakar fulltrúa ríkisins um fálæti þar sem eiginlegar samningaviðræður hafi enn ekki hafist þrátt fyrir endurtekna fundi.

Boðar breytingar á Íbúðalánasjóði

Geir Haarde forsætisráðherra boðar breytingar á rekstri Íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna tvíhliða samninga Seðlabanka Íslands við Seðlabanka í Skandínavíu.

Tuttugu og tvö þúsund látnir í hamförum í Kína

Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústum húsa eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Kínverjar staðfestu í morgun að rúmlega tuttugu og tvö þúsund manns hið minnsta hefðu farist í hamförunum.

Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM

Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á framhaldsaðalfundi félagsins rétt fyrir hádegið. Halldóra Friðjónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Eldsneyti lækkar

Olíufélögin hafa lækkað verð á eldsneyti. Bensín lækkar um þrjár krónur lítrinn og dísilolía um tvær krónur. Hjá Atlantsolíu segja menn að þetta sé í takt við heimsmarkaðsverð, sem hafi lækkað nokkuð.

Matarverð helst óbreytt

Verð á vörukörfu ASÍ breyttist lítið í flestum verslunum milli síðustu viku aprílmánaðar og annarri viku í maí.

Afmælis minnst með tvennum hætti

Ísraelar minnast þess þessa dagana að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Palestínumenn minnast þess einnig, en með nokkrum öðrum hætti.

Kosið í Simbabve 27. júní

Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve verður haldin 27. júní. Frá þessu var greint í dag.

Skora á Karen að segja af sér sem bæjarfulltrúi

Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi lýsir yfir fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúa og formann félagsmálaráðs Akraness, og skorar á Karen Jónsdóttur, fyrrverandi bæjarfulltrúa bandalagsins, að segja af sér.

Geir Haarde fagnar samningum Seðlabankans

Geir Haarde forsætisráðherra segir í yfirlýsingu að hann fagni þeirri tilkynningu sem gefin var út í dag um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands.

Matarverð hækkar um 15 prósent á ári - eldsneyti um þriðjung

Verð á matvöru hefur hækkað um nærri 15 prósent frá því í apríl í fyrra samkvæmt nýju hefti Hagstofunnar um þróun vísitölu neysluverðs. Þar er bent á að verðbólgan sé nú 11,8 prósent og hafi ekki verið hærri frá því í september 1990.

Tala látinna í jarðskjálftanum í Kína nálgast 20.000

Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústunum eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Tala látinna er nú að nálgast 20.000 manns og samtals hafa 4,3 milljónir heimila eyðilagst.

Bandaríkjaher heim árið 2009?

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag lög sem setja nákvæm tímamörk á veru bandaríska hersins í Írak. Samkvæmt nýju lögunum verður bandaríski herinn að draga sig úr landinu eigi síður en árið 2009.

Ráðherrar ósammála um Evrópumál

Dómsmálaráðherra er ósammála varaformanni sínum um hvaða leiðir beri að fara varðandi hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Varaformaður flokksins vill fara í stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili, en Björn Bjarnason segir slíkar breytingar ótímabærar.

Íslensk stjórnvöld aðstoða Kínverja

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Kínverjum aðstoð að andvirði um 7,8 milljóna ísl. kr. vegna náttúruhamfaranna í Sichuan-hérað í suðurvesturhluta Kína á mánudag.

Segir dóm Hæstaréttar ömurlegan

"Þetta kemur mér á mjög óvart, ég er greinilega enginn séra Jón," segir Nanna Westerlund en hún tapaði í dag máli sem hún höfðaði gegn íslenska ríkinu eftir að í ljós kom að hún ssmitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir 18 árum.

Sinueldur í Elliðarárdal

Sinueldur kom upp í Elliðarárdal seinnipartinn í dag. Nokkrir slökkviliðsmenn komu á vettvang og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn sem náði ekki mikilli útbreiðslu.

Bakkavör tapaði fyrir Bakkavör í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri heimilt að bera það nafn. Það var Bakkavör Group hf. sem dró félagið fyrir dóm þar sem þess var krafist að dómur viðurkenndi að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í atvinnustarfssemi sinni, hvort sem væri á bréfhausum, í kynningum, á heimasíðu sinni eða á annan sambærilegan hátt.

Geimfar lendir á Mars -myndband

Fyrir níu mánuðum skaut Bandaríska geimferðastofnunin á loft geimfarinu Phoenix. Hlutverk þess er að leita að vatni á Mars.

SES mótmælir aldurshámarki í skoðanakönnunum

Stjórn SES, Samtaka eldri sjálfstæðismanna, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum fyrirtækja er stunda skoðanakannanir að svipta einstaklinga, 75 ára og eldri, þeim sjálfsögðu mannréttindum að láta í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum.

Sjá næstu 50 fréttir