Fleiri fréttir Remax fasteignasölur renna í sömu sæng Fjórar fasteignasölur sem starfað hafa undir merkjum Remax hafa sameinast. Um hagræðingu er að ræða og engin fækkun verður á sölufólki. Þórarinn Sævarsson einn af eigendum Remax segir að eingöngu sé verið að minnka kostnað. Hann telur að fasteignamarkaðurinn verði orðinn góður í ágúst. 16.5.2008 13:32 Spara þúsundir lítra af eldsneyti með hjólreiðum Hjólagarpar víða um land sem taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna hafa þegar lagt að baki samanlagt 174 þúsund kílómetra samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. 16.5.2008 13:26 Kýr í vatnsrúmum Ef fólki líður vel kemur það meiru í verk. Bandaríska kúabóndanum Kirk Christie datt í hug að það sama gæti átt við um dýr. 16.5.2008 13:15 Sakar ríkið um fálæti í samningaviðræðum Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna nú laust fyrir hádegið. Hún sakar fulltrúa ríkisins um fálæti þar sem eiginlegar samningaviðræður hafi enn ekki hafist þrátt fyrir endurtekna fundi. 16.5.2008 13:07 Sakar frjálslynda á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð Iðnaðarráðherra sakar Frjálslynda flokkinn á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð, frekju og mannfyrirlitningu vegna andstöðu þeirra við móttöku flóttamanna frá Palestínu. 16.5.2008 13:02 „Löggæslan er fyrir fólkið í landinu“ „Hugsunin með stofnun þessa embættis var fyrst og fremst sú að þetta yrði einhvers konar stjórnsýslu- eða samræmingarstofnun fyrir embættin á landinu. 16.5.2008 12:30 Boðar breytingar á Íbúðalánasjóði Geir Haarde forsætisráðherra boðar breytingar á rekstri Íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna tvíhliða samninga Seðlabanka Íslands við Seðlabanka í Skandínavíu. 16.5.2008 12:25 Skýrslur teknar í dag vegna kæra á hendur séra Gunnari Þrjár stúlkur á táningsaldri mæta í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í tengslum við kærur þeirra á hendur séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi. 16.5.2008 12:19 Tuttugu og tvö þúsund látnir í hamförum í Kína Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústum húsa eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Kínverjar staðfestu í morgun að rúmlega tuttugu og tvö þúsund manns hið minnsta hefðu farist í hamförunum. 16.5.2008 12:14 Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á framhaldsaðalfundi félagsins rétt fyrir hádegið. Halldóra Friðjónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 16.5.2008 11:56 Segir umræðu um embætti Ríkislögreglustjóra villandi Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að opinber umræða um málið á Alþingi í gær hafi verið villandi. 16.5.2008 11:48 Eldsneyti lækkar Olíufélögin hafa lækkað verð á eldsneyti. Bensín lækkar um þrjár krónur lítrinn og dísilolía um tvær krónur. Hjá Atlantsolíu segja menn að þetta sé í takt við heimsmarkaðsverð, sem hafi lækkað nokkuð. 16.5.2008 11:42 Blóðbað í Kolombó í morgun Tíu eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Kolombó, höfuðborgar Srí Lanka, í morgun. 16.5.2008 11:26 Matarverð helst óbreytt Verð á vörukörfu ASÍ breyttist lítið í flestum verslunum milli síðustu viku aprílmánaðar og annarri viku í maí. 16.5.2008 11:24 Afmælis minnst með tvennum hætti Ísraelar minnast þess þessa dagana að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Palestínumenn minnast þess einnig, en með nokkrum öðrum hætti. 16.5.2008 11:23 Kosið í Simbabve 27. júní Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve verður haldin 27. júní. Frá þessu var greint í dag. 16.5.2008 10:44 Skora á Karen að segja af sér sem bæjarfulltrúi Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi lýsir yfir fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúa og formann félagsmálaráðs Akraness, og skorar á Karen Jónsdóttur, fyrrverandi bæjarfulltrúa bandalagsins, að segja af sér. 16.5.2008 10:17 Geir Haarde fagnar samningum Seðlabankans Geir Haarde forsætisráðherra segir í yfirlýsingu að hann fagni þeirri tilkynningu sem gefin var út í dag um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands. 16.5.2008 09:48 Matarverð hækkar um 15 prósent á ári - eldsneyti um þriðjung Verð á matvöru hefur hækkað um nærri 15 prósent frá því í apríl í fyrra samkvæmt nýju hefti Hagstofunnar um þróun vísitölu neysluverðs. Þar er bent á að verðbólgan sé nú 11,8 prósent og hafi ekki verið hærri frá því í september 1990. 16.5.2008 09:36 Hvatti til áframhaldandi baráttu gegn Ísrael Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida hryðjuverkasamstakanna, hvatti í dag múslíma til þess að berjast áfram gegn Ísraelum og bandamönnum þeirra. 16.5.2008 09:28 Aflaverðmæti dregst saman um fjórðung fyrstu tvo mánuði ársins Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,7 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2008 samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili 2007. 16.5.2008 09:10 Hélt þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun Fjörutíu og fjögurra ára gamall Svíi hefur verið ákærður fyrir að halda 19 ára gamalli þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun. 16.5.2008 08:49 Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída. Þær geta gleypt hund í heilu lagi og fregnir hafa borist af einni slöngu sem reyndi að gleypa krókudíl. 16.5.2008 08:20 Ungt fólk í Danmörku með lífverði á næturröltinu Óttinn við ofbeldi og eiturlyf hefur leitt til þess að foreldrar ungs fólks í Danmörku ráða nú lífverði í auknum mæli handa börnum sínum ef þau ætla sér á barinn eða diskótekið. 16.5.2008 07:45 Ökumenn tveggja bíla fluttir á slysadeild Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Flatahrauns og Reykjavíkurvegar um klukkan sex í morgun. 16.5.2008 07:38 Skátastúlka sló met í sölu á kexpökkum Jennifer Sharpe fimmtán ára gömul skátastúlka í Michigan í Bandaríkjunum seldi rúmlega 17.000 kexpakka fyrir skátafélag sitt í vikunni. 16.5.2008 07:31 Eldsneytiskostnaður orðinn 22% af aflaverðmæti fiskiskipa Hlutur eldsneytiskostnaðar af aflaverðmæti fiskiskipa er rokinn upp úr öllu valdi vegna olíuverðshækkana og hefur aldrei verið jafn hár. 16.5.2008 07:23 Ný skilaboð frá Osama bin Laden væntanleg Búist er við á nýjum skilaboðum frá Osama bin Laden. Þetta kemur fram á vefsíðu sem áður hefur flutt skilaboð og myndbönd frá bin Laden. 16.5.2008 07:20 Yfir 100 fórust í olíusprengingu í Nígeríu Að minnsta kosti 100 manns létu lífið er stór olíuleiðsla sprakk í loft upp í einu af úthverfum Lagos höfuðborgar Nígeríu. 16.5.2008 07:17 Lögreglan sektaði 17 vegna hraðaksturs á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði og sektaði sautján ökumenn vegna hraðaksturs innanbæjar, eftir hádegi í gær. 16.5.2008 07:15 Tala látinna í jarðskjálftanum í Kína nálgast 20.000 Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústunum eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Tala látinna er nú að nálgast 20.000 manns og samtals hafa 4,3 milljónir heimila eyðilagst. 16.5.2008 07:09 Erill hjá lögreglu vegna ölvaðra nemenda Töluverður erill var hjá lögreglu fram á nótt vegna skóladansleiks Verslunarskólans, sem haldinn var í Rúbín í Öskjuhlíð. 16.5.2008 07:07 Víðtækar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Lögreglan á Ítalíu handtók í dag hundruð meintra ólöglegra innflytjenda í vítækum aðgerðum um allt landið. 15.5.2008 22:44 Sigur fyrir samkynhneigða í Kaliforníu Hæstiréttur Kaliforníuríkis felldi í dag úr gildi lög sem bönnuðu samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband. 15.5.2008 21:23 Bandaríkjaher heim árið 2009? Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag lög sem setja nákvæm tímamörk á veru bandaríska hersins í Írak. Samkvæmt nýju lögunum verður bandaríski herinn að draga sig úr landinu eigi síður en árið 2009. 15.5.2008 20:00 Ráðherrar ósammála um Evrópumál Dómsmálaráðherra er ósammála varaformanni sínum um hvaða leiðir beri að fara varðandi hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Varaformaður flokksins vill fara í stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili, en Björn Bjarnason segir slíkar breytingar ótímabærar. 15.5.2008 19:15 Íslensk stjórnvöld aðstoða Kínverja Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Kínverjum aðstoð að andvirði um 7,8 milljóna ísl. kr. vegna náttúruhamfaranna í Sichuan-hérað í suðurvesturhluta Kína á mánudag. 15.5.2008 18:31 Segir dóm Hæstaréttar ömurlegan "Þetta kemur mér á mjög óvart, ég er greinilega enginn séra Jón," segir Nanna Westerlund en hún tapaði í dag máli sem hún höfðaði gegn íslenska ríkinu eftir að í ljós kom að hún ssmitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir 18 árum. 15.5.2008 17:56 Ríkisendurskoðun skilar úttekt eftir helgi Búist er við að Ríkisendurskoðandi muni ljúka við stjórnsýsluúttekt sína á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum fljótlega eftir helgi. 15.5.2008 17:20 Sinueldur í Elliðarárdal Sinueldur kom upp í Elliðarárdal seinnipartinn í dag. Nokkrir slökkviliðsmenn komu á vettvang og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn sem náði ekki mikilli útbreiðslu. 15.5.2008 17:35 Ríkið ekki bótaskylt vegna mistaka við blóðgjöf Hæstiréttur sneri í dag dómi héraðsdóms um að íslenska ríkið væri bótaskylt gagnvart konu sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir 18 árum. 15.5.2008 16:46 Bakkavör tapaði fyrir Bakkavör í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri heimilt að bera það nafn. Það var Bakkavör Group hf. sem dró félagið fyrir dóm þar sem þess var krafist að dómur viðurkenndi að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í atvinnustarfssemi sinni, hvort sem væri á bréfhausum, í kynningum, á heimasíðu sinni eða á annan sambærilegan hátt. 15.5.2008 16:35 Geimfar lendir á Mars -myndband Fyrir níu mánuðum skaut Bandaríska geimferðastofnunin á loft geimfarinu Phoenix. Hlutverk þess er að leita að vatni á Mars. 15.5.2008 16:26 Ákveðið að hefja markvissar viðræður milli BSRB og ríkisins Fulltrúar BSRB áttu í dag annan fund með forsætis-, utanríkis-, fjármála- og félagsmálaráðherra vegna lausra samninga við ríkið. 15.5.2008 16:26 SES mótmælir aldurshámarki í skoðanakönnunum Stjórn SES, Samtaka eldri sjálfstæðismanna, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum fyrirtækja er stunda skoðanakannanir að svipta einstaklinga, 75 ára og eldri, þeim sjálfsögðu mannréttindum að láta í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum. 15.5.2008 16:15 Sjá næstu 50 fréttir
Remax fasteignasölur renna í sömu sæng Fjórar fasteignasölur sem starfað hafa undir merkjum Remax hafa sameinast. Um hagræðingu er að ræða og engin fækkun verður á sölufólki. Þórarinn Sævarsson einn af eigendum Remax segir að eingöngu sé verið að minnka kostnað. Hann telur að fasteignamarkaðurinn verði orðinn góður í ágúst. 16.5.2008 13:32
Spara þúsundir lítra af eldsneyti með hjólreiðum Hjólagarpar víða um land sem taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna hafa þegar lagt að baki samanlagt 174 þúsund kílómetra samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. 16.5.2008 13:26
Kýr í vatnsrúmum Ef fólki líður vel kemur það meiru í verk. Bandaríska kúabóndanum Kirk Christie datt í hug að það sama gæti átt við um dýr. 16.5.2008 13:15
Sakar ríkið um fálæti í samningaviðræðum Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna nú laust fyrir hádegið. Hún sakar fulltrúa ríkisins um fálæti þar sem eiginlegar samningaviðræður hafi enn ekki hafist þrátt fyrir endurtekna fundi. 16.5.2008 13:07
Sakar frjálslynda á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð Iðnaðarráðherra sakar Frjálslynda flokkinn á Akranesi um ómengaða útlendingaandúð, frekju og mannfyrirlitningu vegna andstöðu þeirra við móttöku flóttamanna frá Palestínu. 16.5.2008 13:02
„Löggæslan er fyrir fólkið í landinu“ „Hugsunin með stofnun þessa embættis var fyrst og fremst sú að þetta yrði einhvers konar stjórnsýslu- eða samræmingarstofnun fyrir embættin á landinu. 16.5.2008 12:30
Boðar breytingar á Íbúðalánasjóði Geir Haarde forsætisráðherra boðar breytingar á rekstri Íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna tvíhliða samninga Seðlabanka Íslands við Seðlabanka í Skandínavíu. 16.5.2008 12:25
Skýrslur teknar í dag vegna kæra á hendur séra Gunnari Þrjár stúlkur á táningsaldri mæta í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í tengslum við kærur þeirra á hendur séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi. 16.5.2008 12:19
Tuttugu og tvö þúsund látnir í hamförum í Kína Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústum húsa eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Kínverjar staðfestu í morgun að rúmlega tuttugu og tvö þúsund manns hið minnsta hefðu farist í hamförunum. 16.5.2008 12:14
Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á framhaldsaðalfundi félagsins rétt fyrir hádegið. Halldóra Friðjónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 16.5.2008 11:56
Segir umræðu um embætti Ríkislögreglustjóra villandi Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að opinber umræða um málið á Alþingi í gær hafi verið villandi. 16.5.2008 11:48
Eldsneyti lækkar Olíufélögin hafa lækkað verð á eldsneyti. Bensín lækkar um þrjár krónur lítrinn og dísilolía um tvær krónur. Hjá Atlantsolíu segja menn að þetta sé í takt við heimsmarkaðsverð, sem hafi lækkað nokkuð. 16.5.2008 11:42
Blóðbað í Kolombó í morgun Tíu eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Kolombó, höfuðborgar Srí Lanka, í morgun. 16.5.2008 11:26
Matarverð helst óbreytt Verð á vörukörfu ASÍ breyttist lítið í flestum verslunum milli síðustu viku aprílmánaðar og annarri viku í maí. 16.5.2008 11:24
Afmælis minnst með tvennum hætti Ísraelar minnast þess þessa dagana að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Palestínumenn minnast þess einnig, en með nokkrum öðrum hætti. 16.5.2008 11:23
Kosið í Simbabve 27. júní Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve verður haldin 27. júní. Frá þessu var greint í dag. 16.5.2008 10:44
Skora á Karen að segja af sér sem bæjarfulltrúi Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi lýsir yfir fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúa og formann félagsmálaráðs Akraness, og skorar á Karen Jónsdóttur, fyrrverandi bæjarfulltrúa bandalagsins, að segja af sér. 16.5.2008 10:17
Geir Haarde fagnar samningum Seðlabankans Geir Haarde forsætisráðherra segir í yfirlýsingu að hann fagni þeirri tilkynningu sem gefin var út í dag um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands. 16.5.2008 09:48
Matarverð hækkar um 15 prósent á ári - eldsneyti um þriðjung Verð á matvöru hefur hækkað um nærri 15 prósent frá því í apríl í fyrra samkvæmt nýju hefti Hagstofunnar um þróun vísitölu neysluverðs. Þar er bent á að verðbólgan sé nú 11,8 prósent og hafi ekki verið hærri frá því í september 1990. 16.5.2008 09:36
Hvatti til áframhaldandi baráttu gegn Ísrael Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida hryðjuverkasamstakanna, hvatti í dag múslíma til þess að berjast áfram gegn Ísraelum og bandamönnum þeirra. 16.5.2008 09:28
Aflaverðmæti dregst saman um fjórðung fyrstu tvo mánuði ársins Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,7 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2008 samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili 2007. 16.5.2008 09:10
Hélt þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun Fjörutíu og fjögurra ára gamall Svíi hefur verið ákærður fyrir að halda 19 ára gamalli þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun. 16.5.2008 08:49
Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída. Þær geta gleypt hund í heilu lagi og fregnir hafa borist af einni slöngu sem reyndi að gleypa krókudíl. 16.5.2008 08:20
Ungt fólk í Danmörku með lífverði á næturröltinu Óttinn við ofbeldi og eiturlyf hefur leitt til þess að foreldrar ungs fólks í Danmörku ráða nú lífverði í auknum mæli handa börnum sínum ef þau ætla sér á barinn eða diskótekið. 16.5.2008 07:45
Ökumenn tveggja bíla fluttir á slysadeild Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Flatahrauns og Reykjavíkurvegar um klukkan sex í morgun. 16.5.2008 07:38
Skátastúlka sló met í sölu á kexpökkum Jennifer Sharpe fimmtán ára gömul skátastúlka í Michigan í Bandaríkjunum seldi rúmlega 17.000 kexpakka fyrir skátafélag sitt í vikunni. 16.5.2008 07:31
Eldsneytiskostnaður orðinn 22% af aflaverðmæti fiskiskipa Hlutur eldsneytiskostnaðar af aflaverðmæti fiskiskipa er rokinn upp úr öllu valdi vegna olíuverðshækkana og hefur aldrei verið jafn hár. 16.5.2008 07:23
Ný skilaboð frá Osama bin Laden væntanleg Búist er við á nýjum skilaboðum frá Osama bin Laden. Þetta kemur fram á vefsíðu sem áður hefur flutt skilaboð og myndbönd frá bin Laden. 16.5.2008 07:20
Yfir 100 fórust í olíusprengingu í Nígeríu Að minnsta kosti 100 manns létu lífið er stór olíuleiðsla sprakk í loft upp í einu af úthverfum Lagos höfuðborgar Nígeríu. 16.5.2008 07:17
Lögreglan sektaði 17 vegna hraðaksturs á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði og sektaði sautján ökumenn vegna hraðaksturs innanbæjar, eftir hádegi í gær. 16.5.2008 07:15
Tala látinna í jarðskjálftanum í Kína nálgast 20.000 Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústunum eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Tala látinna er nú að nálgast 20.000 manns og samtals hafa 4,3 milljónir heimila eyðilagst. 16.5.2008 07:09
Erill hjá lögreglu vegna ölvaðra nemenda Töluverður erill var hjá lögreglu fram á nótt vegna skóladansleiks Verslunarskólans, sem haldinn var í Rúbín í Öskjuhlíð. 16.5.2008 07:07
Víðtækar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum Lögreglan á Ítalíu handtók í dag hundruð meintra ólöglegra innflytjenda í vítækum aðgerðum um allt landið. 15.5.2008 22:44
Sigur fyrir samkynhneigða í Kaliforníu Hæstiréttur Kaliforníuríkis felldi í dag úr gildi lög sem bönnuðu samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband. 15.5.2008 21:23
Bandaríkjaher heim árið 2009? Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag lög sem setja nákvæm tímamörk á veru bandaríska hersins í Írak. Samkvæmt nýju lögunum verður bandaríski herinn að draga sig úr landinu eigi síður en árið 2009. 15.5.2008 20:00
Ráðherrar ósammála um Evrópumál Dómsmálaráðherra er ósammála varaformanni sínum um hvaða leiðir beri að fara varðandi hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Varaformaður flokksins vill fara í stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili, en Björn Bjarnason segir slíkar breytingar ótímabærar. 15.5.2008 19:15
Íslensk stjórnvöld aðstoða Kínverja Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Kínverjum aðstoð að andvirði um 7,8 milljóna ísl. kr. vegna náttúruhamfaranna í Sichuan-hérað í suðurvesturhluta Kína á mánudag. 15.5.2008 18:31
Segir dóm Hæstaréttar ömurlegan "Þetta kemur mér á mjög óvart, ég er greinilega enginn séra Jón," segir Nanna Westerlund en hún tapaði í dag máli sem hún höfðaði gegn íslenska ríkinu eftir að í ljós kom að hún ssmitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir 18 árum. 15.5.2008 17:56
Ríkisendurskoðun skilar úttekt eftir helgi Búist er við að Ríkisendurskoðandi muni ljúka við stjórnsýsluúttekt sína á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum fljótlega eftir helgi. 15.5.2008 17:20
Sinueldur í Elliðarárdal Sinueldur kom upp í Elliðarárdal seinnipartinn í dag. Nokkrir slökkviliðsmenn komu á vettvang og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn sem náði ekki mikilli útbreiðslu. 15.5.2008 17:35
Ríkið ekki bótaskylt vegna mistaka við blóðgjöf Hæstiréttur sneri í dag dómi héraðsdóms um að íslenska ríkið væri bótaskylt gagnvart konu sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir 18 árum. 15.5.2008 16:46
Bakkavör tapaði fyrir Bakkavör í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri heimilt að bera það nafn. Það var Bakkavör Group hf. sem dró félagið fyrir dóm þar sem þess var krafist að dómur viðurkenndi að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í atvinnustarfssemi sinni, hvort sem væri á bréfhausum, í kynningum, á heimasíðu sinni eða á annan sambærilegan hátt. 15.5.2008 16:35
Geimfar lendir á Mars -myndband Fyrir níu mánuðum skaut Bandaríska geimferðastofnunin á loft geimfarinu Phoenix. Hlutverk þess er að leita að vatni á Mars. 15.5.2008 16:26
Ákveðið að hefja markvissar viðræður milli BSRB og ríkisins Fulltrúar BSRB áttu í dag annan fund með forsætis-, utanríkis-, fjármála- og félagsmálaráðherra vegna lausra samninga við ríkið. 15.5.2008 16:26
SES mótmælir aldurshámarki í skoðanakönnunum Stjórn SES, Samtaka eldri sjálfstæðismanna, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum fyrirtækja er stunda skoðanakannanir að svipta einstaklinga, 75 ára og eldri, þeim sjálfsögðu mannréttindum að láta í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum. 15.5.2008 16:15