Innlent

Ákærður fyrir að hafa þrisvar ráðist á barnsmóður sína

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa í þrígang ráðist á barnsmóður sína á síðustu þremur árum.

Samkvæmt ákærunni sem þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær er manninum gefið að sök að hafa fyrir utan skemmtistaðinn Pakkhúsið á Selfossi árið 2004 hrint konunni þannig að hún féll í jörðina og úlnliðsbrotnaði.

Þá er honum gefið að sök að hafa í ágúst í fyrra tekið um handleggi konunnar og sparkað undan henni fótunum og dregið hana um íbúð. Konan náði að standa en samkvæmt ákæru hrinti hann henni aftur þannig að hún skall niður á þröskuld. Marðist hún allnokkuð við þetta.

Þriðja árásin átti sér stað í desember í fyrra og var hún keimlík annarri árásinni en auk þess hrækti maðurinn framan í konuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×