Erlent

Sendur heim fyrir að vanvirða Kóraninn

Kóranin
Kóranin

Bandarískur hermaður hefur verið sendur heim frá Írak eftir að eintak af Kóraninum fannst sundurskotið á skotsvæði hersins. Grunur leikur á að hermaðurinn hafi notað hina heilagu bók sem skotmark á skotæfingum.

Auk þess sem bókin var sundurskotin var einnig búið að krota ýmislegt óviðurkvæmilegt í bókina.

Slík vanvirða við bók sem múslimar telja heilaga gæti aukið á reiði Íraka í garð bandaríska herliðsins.

Yfirmenn hersins segir að hermanninum sem sendur var heim verði refsað á viðeigandi hátt auk þess íraskir trúarleiðtogar voru beðnir afsökunar á athæfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×