Erlent

Annar jarðskjálfti reið yfir Sísjúan hérað

Jarðskjálfti upp á 6,1 einn á Richter reið yfir Sísjúan hérað í suðvestur Kína síðdegis í dag. Þar leita björgunarmenn enn eftirlifenda í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum sem skók héraðið í byrjun vikunnar. Vonir um að fólk finnist á lífi dvína hratt.

Kínversk yfirvöld greindu frá því í dag að tæplega tuttugu og níu þúsund manns hefðu farist í jarðskjálftanum á mánudaginn. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka í fimmtíu þúsund hið minnsta. Fimm milljónir Kínverja í Sichuan héraði hafa misst heimili sín. Í gær vor um tvö þúsund og fimm hundruð manns dregnir úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu, þar af voru hundrað sextíu og fimm á lífi.

Vonir dvína nú um að fleiri eigi eftir að finnast á lífi.

Sérfræðingar segja að ef fólk slasist ekkert geti það lifað í rústum húsa í viku eða jafnvel tíu daga, í undantekningartilvikum í hálfan mánuð eða lengur. Flestur er þó bjargað fyrsta sólahringinn og minnka líkurnar um að finna fólk á lífi stöðugt með hverjum deginum sem líður.

Björgunarmönnum í bænum Longhua tókst þó að bjarga þrjátíu og eins árs konu, Bian Gengfeng, úr rústum sex hæða fjölbýlishúss í morgun. Hún hafði seti þar föst í rúma fimm sólahringa.

Vonin dvínar hins vegar hratt við rústir skóla í Beichuan þar sem fjölmörg börn liggja enn grafin, lífs eða liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×