Erlent

Lagður atgeir við kynlífsleik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta hnífasett fyrir örvhenta tengist fréttinni ekki.
Þetta hnífasett fyrir örvhenta tengist fréttinni ekki.

Kanadamaður nokkur var nær látinn þegar hann bað unnustu sína að skera hjartalaga tákn á brjóst sér meðan á kynmökum þeirra stóð. Var athöfnin hluti af kynferðislegu uppátæki mannsins. Ekki fór þó betur en svo að stúlkan þrýsti of fast og stakk sinn heittelskaða í hjartað.

Hún játaði sekt sína fyrir dómi og hlaut þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Ekki gerði atburðurinn neitt strik í reikninginn hjá fólkinu sem er enn par. Þau voru bæði undir miklum áfengisáhrifum þegar slysið varð.

Reuters greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×