Fleiri fréttir

Sektað fyrir brot á uppboðsmarkaði fyrir fiskafurðir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Fiskmarkað Íslands um um tíu milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman kaup og slægingu á fiski og þannig raskað samkeppni á uppboðsmarkaði fyrir fiskafurðir.

Samskip sýknað og lögmaður sektaður

Hæstiréttur snéri á miðvikudag úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í Dísarfellsmálinu svokallaða við. Kona krafðist skaðabóta á hendur Samskipum en eiginmaður hennar lést þegar Dísarfell, skip félagsins, sökk árið 1997. Héraðsdómur dæmdi Samskip til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í miskabætur en Hæstiréttur sýknaði Samskip af þeirri kröfu á miðvikudag. Þá var lögmaður konunnar dæmdur til að greiða hundrað þúsund krónur í sekt vegna ummæla sem hann lét falla í héraðsdómsstefnu.

Ísraelar flöttu út sýrlenskan kjarnaofn

Sýrlendingar hafa sakað Bandaríkjamenn um að hafa átt þátt í loftárás sem ísraelskar flugvélar gerðu á kjarnaofn í austurhluta landsins. Bandaríkjamenn segja að Norður-Kórea hafi aðstoðað Sýrlendinga við að smíða hann.

Mýrarhúsaskólamáli verður áfrýjað

Máli stúlkunnar í Mýrarhúsaskóla, sem renndi hurð á höfuð kennara síns, verður áfrýjað. Þetta segir Guðmundur Pétursson, lögmaður móður stúlkunnar.

Eyddu hátt í 600 milljónum í vörur og þjónustu

Danska konungsfjölskyldan eyddi 38,8 milljónum danskra króna, jafnvirði um 580 milljóna íslenskra, í hvers kyns vörur og þjónustu á síðasta ári. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet sem lagst hefur yfir ársskýrslu danska konungsembættsins

Vilja að lýðræðisleg niðurstaða kosninga verði virt

Alþjóðaþingmannasambandið hvetur stjórnvöld í Simbabve til þess að taka á móti svæðisbundnum þingmannasamtökum og kosningaeftirlitsmönnum ef til þess kemur að endurtaka þurfi forsetakosningar þar í landi.

Árásarmanni hefur verið sleppt

Ágúst Fylkisson, sem var handstekinn fyrir að ráðast á lögregluþjón á Kirkjusandi í gær, var sleppt úr haldi seint í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá lögreglu.

Nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum

Hópur vísindamanna við háskólann í Boston hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum. Þar kemur meðal annars fram að holur þessar senda frá sér straum af ögnum á næstum því ljóshraða.

Samgönguráðherra Dana laug um fangaflug CIA

Samgönguráðherra Dana, Carina Christiansen, var staðin að því að gefa ekki réttar upplýsingar í fyrirspurnartíma á danska þinginu um fangaflug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um danska lofthelgi og flugvelli.

Olympíueldurinn kominn til Japans

Olympíueldurinn kom til Tokyo í Japan í morgun eftir að hlaupið var með hann um borgina Canberra í Ástralíu. Ekki kom til neinna mótmælaaðgerða að ráði gegn hlaupinu í Canberra.

Sautján ára piltur í tómu tjóni eftir hraðakstur

Sautján ára piltur, með aðeins tveggja mánaða gamalt ökuskírteini til reynslu, var stöðvaður eftir að bíll hans mældist á 136 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi á milli Selfoss og Hveragerðis í gærkvöldi.

Alvarleg átök eftir fótboltaleik í Kaupmannahöfn

Til alvarlegra óeirða kom eftir deildarleik í Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöldi er um 100 stuðningsmenn liðsins FCK réðust að lögreglumönnum og grýttu þá með öllu lauslegu sem þeir fundu.

Þrjár stúlkur gripnar í fánaþjófnaði

Lögreglan á Selfossi kom að þremur sautján ára stúllkum undir miðnætti í gærkvöldi,þar sem þær voru í óða önn að draga niður fána úr fánaborg BYKO verslunarinnar við Austurveg.

Nýr meirihluti í Bolungarvík

Samningar náðust um samstarf milli A-lista Afls til áhrifa og D-lista Sjálfstæðisflokks um myndun meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur, um miðnættið. Málefnasamningur hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík og flokksfélags A-lista.

Árásarmaðurinn hefur komið fram sem talsmaður bílstjóranna

Maðurinn sem réðst á lögreglumann við Kirkjusand í dag heitir Ágúst Fylkisson. Hann hefur undanfarið komið fram sem einn af talsmönnum vörubílstjóra í mótmælum þeirra. Aðrir talsmenn bílstjóranna hafa í dag fordæmt atvikið og sagt að árásarmaðurinn tengist vörubílstjórum ekki á nokkurn hátt. Maðurinn hefur verið yfirheyrður og er hann laus úr haldi lögreglu.

Straumur sagði 15 upp í vikunni

Fjármálafyrirtækin hafa sagt á annað hundrað manns upp störfum á þessu ári. Straumur sagði í vikunni upp fimmtán manns, en helmingur þeirra starfaði hér á landi.

Enginn trúboðahópur hjá Sniglum

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranghermt að svokallaður trúboðahópur Sniglanna hefði staðið fyrir hópakstri á Akranes í dag. Berglind Ólínudóttir, ritari Sniglanna, segir engan slíkan hóp til.

Bretar hafa áhuga á varnarsamstarfi

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands segir að Bretar hafi áhuga á samstarfi um varnir Íslands, meðal annars með þátttöku í loftrýmiseftirliti við landið. Geir Haarde forsætisráðherra átti fund með Gordon Brown í morgun.

Mótorhjólaslys á Akureyri

Vélhjólamaður slasaðist á Akureyri eftir hádegið í dag. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, missti stjórn á mótorhjóli sínu á Hörgárbrautinni og féll við það í götuna.

Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í gær. Í beinni útsendingu á Vísi í gær spurði Lára útsendingarstjóra hvort hún ætti að finna einhvern sem væri tilbúinn til að kasta eggi í átt að lögreglunni þegar mótmælin við Rauðavatn stóðu sem hæst í gær. Yfirlýsing Láru er eftirfarandi:

Gæti átt ársfangelsi yfir höfði sér

Maðurinn sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í dag gæti átt yfir höfði sér allt að eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Árásin er að sögn lögfræðings brot gegn valdstjórninni og líkamsárás.

Fordæma árás á lögregluna

Einar Árnason vöruflutningabílstjóri segist fordæma það atvik sem varð þegar maður réðst á lögregluna við Kirkjusand í dag. Átökin brutust út þegar til stóð að afhenda bílstjórum þá bíla sem lögreglan haldlagði við mótmæli í gær.

Sportbílaeigendur mótmæla

Sportbílaeigendur fjölmenntu að gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrabrautar til að mótmæla í dag.

Vetnisknúin ljósavél í Eldingu

Vetni var í fyrsta sinn notað til að knýja vél um borð í farþegaskipi í dag en þá sá vetnisknúnin ljósavél hvalaskoðunarskipinu Eldingu fyrir öllu rafmagni um borð.

Fann jólakort Önnu Frank

Hollenskur skólastjóri sem var að undirbúa sýningu um Önnu Frank fann sér til mikillar furðu jólakort sem hún skrifaði árið 1937 og hefur ekki áður komið fram.

Vörubílstjórar mættu í skýrslutöku

Um tuttugu vöruflutningabílstjórar sem lögreglan hafði afskipti af í gær mættu í skýrslutöku á lögreglustöðina við Hverfisgötu um klukkan ellefu í morgun. Lögreglan hyggst síðar í dag láta þá bíla sem haldlagðir voru í gær af hendi.

Formaður allsherjarnefndar: Lögregla má gripa til aðgerða

Allsherjarnefnd mun funda um mótmæli vörubílstjóra og aðgerðir lögreglu á Suðurlandsvegi í gær, eins fljótt og auðið er, en ekki er búið að ákveða fundartíma, að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar.

Bílvelta við Biskupstungnabraut

Bílvelta varð á Biskupstungnabraut við Sólheimaafleggjara um hálf eitt leytið í nótt. Sex voru í bílnum, að sögn lögreglu, einn fullorðinn og fimm börn. Ökurmaður bifreiðarinnar handleggsbrotnaði en börnin sluppu með minniháttar meiðsl.

Sjö mótmælendur handteknir í Ástralíu

Sjö menn voru handteknir vegna mótmæla þegar hlaupið var með Ólympíueldinn í gegnum Canberra, höfuðborg Ástralíu. Þúsundir manna fylgdust með hlaupinu og var öryggisgæsla með mesta móti.

Segir almenning ekki geta sætt sig við aðgerðir bílstjóra

Geir Haarde forsætisráðherra segir sér finnist leiðinlegt að komið hafi til atburða, eins og þeirra sem gerðust í gær við Suðurlandsveginn. Hann sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í morgun að það hljóti hins vegar að hafa komið að því að lögreglu brysti þolinmæði gagnvart bílstjórum. Þeim hafi verið sýnd mikil biðlund undanfarið, og að almenningur geti ekki sætt sig við aðgerðir þeirra.

Segja N - Kóreumenn hafa aðstoðað Sýrlendinga

Bandaríska leyniþjónustan segist hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi aðstoðað Sýrlendinga við að koma sér upp aðstöðu til að framleiða kjarnorkuvopn.

Nefbrotnaði í átökum í Ljósvetningabúð

Lögreglan á Húsavík þurfti að hafa afskipti tveimur ungum mönnum eftir slagsmál í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit í nótt. Þar fór fram skólaskemmtun þegar mennirnir urðu ósáttir með þeim afleiðingum að annar nefbraut hinn. Báðir eru frá Akureyri og eftir að þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku héldu þeir báðir heim.

Tvær alvarlegar líkamsárásir

Karlmaður var laminn í höfuðið þegar hann var á gangi í Tryggvagötunni rétt fyrir klukkan fimm í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir