Innlent

Formaður allsherjarnefndar: Lögregla má gripa til aðgerða

Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis.

Allsherjarnefnd mun funda um mótmæli vörubílstjóra og aðgerðir lögreglu á Suðurlandsvegi í gær, eins fljótt og auðið er, en ekki er búið að ákveða fundartíma, að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar.

Aðspurður segist Birgir telja að lögreglan hafi fullt tilefni til að grípa til aðgerða sinni almenningur ekki tilmælum og sýni lögreglumönnum jafnvel ógnandi hegðun.

„Stjórnarandstaðan bað um fund til að fá upplýsingar um málið og við munum funda fljótlega. Það er hins vegar ekki hlutverk þingmanna að skera úr um hvort aðgerðir lögreglunnar hafi verið réttar eða rangar. Slíkt er hlutverk viðeigandi stjórnvalds, eða eftir atvikum dómstóla. Það er hins vegar mín persónulega skoðun að lögreglan hafi heimild til að grípa til harkalegra aðgerða þegar fyrirmælum hennar er ekki sinnt og reynt er að hindra hana við störf," segir Birgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×