Innlent

Fann jólakort Önnu Frank

Hollenskur skólastjóri sem var að undirbúa sýningu um Önnu Frank fann sér til mikillar furðu jólakort sem hún skrifaði árið 1937 og hefur ekki áður komið fram.

Dagbók Önnu Frank um árin sem hún og fjölskylda hennar bjuggu í felum fyrir þýskum innrásarherjum í Amsterdam er þekkt um allan heim. Hollenski skólastjórinn fann jólakortið þegar hann var að gramsa í kössum í antíkverslun föður síns.

Anna Frank virðist hafa skrifað kortið átta ára að aldri, þegar hún var í heimsókn hjá ömmu sinni tveimur árum áður en stríðið skall á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×