Innlent

Vetnisknúin ljósavél í Eldingu

Vetni var í fyrsta sinn notað til að knýja vél um borð í farþegaskipi í dag en þá sá vetnisknúnin ljósavél hvalaskoðunarskipinu Eldingu fyrir öllu rafmagni um borð.

Fimm ár eru síðan að fyrsta almenna vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun hérlendis en það var á sumardaginn fyrsta árið 2003.

Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sem hleypti verkefninu á stað í dag. Þeir sem vilja geta svo lagt leið sína á Miðbakkann við höfnina í Reykjavík í dag og prufukeyrt þar vetnisbíla til klukkan þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×