Innlent

Tvær alvarlegar líkamsárásir

Karlmaður var laminn í höfuðið þegar hann var á gangi í Tryggvagötunni rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Hann var fluttur á slysadeild og telur lögreglan að meiðsl hans séu alvarleg. Járnrör fannst skammt frá þeim stað sem árásin var gerð og er talið er líklegt að því hafi verið beitt við árásina. Lögreglan hefur ekki fundið árásarmanninn.

Þá var ráðist á mann inn á veitingastaðnum NASA um hálf sex leytið og hann laminn illa. Maðurinn var brotinn í andliti og var fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður yfirheyrður eftir að áfengisvíman rennur af honum. Talsverður erill var á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi í nótt og leituðu margir sér aðhlynningar vegna minni háttar áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×