Innlent

Straumur sagði 15 upp í vikunni

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums.

Fjármálafyrirtækin hafa sagt á annað hundrað manns upp störfum á þessu ári. Straumur sagði í vikunni upp fimmtán manns, en helmingur þeirra starfaði hér á landi.

Starfsmennirnir störfuðu á mismunandi sviðum innan fyrirtækisins en um helmingur þeirra 15 sem sagt var upp starfaði hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Straumi eru uppsagnirnar viðbrögð við lausafjárkreppunni sem herjað hefur á fjármálafyrirtæki víðs vegar um heiminn síðustu mánuði. Starfsemi bankans helst óbreytt og eru fleiri uppsagnir ekki í kortunum á næstunni.

Starfsmenn Straums um áramót voru tæplega 500 talsins í 10 löndum, þar af rúmlega 100 á Íslandi.Straumur er ekki eina fjármálafyrirtækið sem gripið hefur til uppsagna vegna efnahagsástandsins. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sagði í samtali við Fréttastofu í dag að hátt í 150 starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi misst vinnuna frá áramótum. Af þessum 150 hefur um helmingi verið sagt upp, en hinir eru þeir sem ekki fengu fastráðningu að loknum reynslutíma.

Stöðugildum innan fjármálafyrirtækja hefur þó fækkað meira en þessar tölur gefa til kynna, því þær innihalda ekki fjölda þeirra sem hafa farið á eftirlaun eða hætta að eigin frumkvæði. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa mörg fyrirtæki, þar með talið stóru viðskiptabankarnir, gripið til ráðningastöðvunar og því eru ekki nýjir starfsmenn ráðnir í stað þeirra sem hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×