Fleiri fréttir

Ísraelar vilja skila Gólanhæðum

Ehud Omert hefur tjáð tyrkneskum yfirvöldum að Ísraelar séu reiðubúnir að skila Gólanhæðum til Sýrlendinga í skiptum fyrir frið. Þetta sagði ráðherra í ríkisstjórn Sýrlands við Al Jazeera fréttastöðina í dag í dag.

Norðurál véfengir niðurstöður Umhverfisstofnunar

"Norðurál hafnar þeirri niðurstöðu Umhverfisstofnunar að losun vegna flúorkolefna frá álverinu á Grundartanga hafi verið 319 þúsund tonn af CO2 ígildum árið 2006. Hið rétta er að losunin nam að hámarki 126 þúsund tonnum."

Þrír dæmdir í Tryggingastofnunarmáli

Þrír einstaklingar voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir til refsingar fyrir aðild sína að svokölluðu tryggingastofnunarmáli. Æskuvinkona, nágranni, fyrrum sambýlismaður og barnsfaðir höfuðpaursins í málinu voru dæmd.

Lögreglan braust inn í bíl Sturlu

„Þeir brutu rúðuna í honum, skrúfuðu í sundur skaftið og eru að rembast við að koma honum í burtu,“ segir Sturla Jónsson einn af forsprökkum vörubílstjóra. Hann segir bílinn hafa verið lagt löglega í stæði og hafi á engann hátt lokað veginum.

Ólafur tekur við af Styrmi á Morgunblaðinu

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24 stunda, hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar sem hættir sökum aldurs þann 2. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árvakri.

Búið að opna Suðurlandsveg að nýju

Búið er að opna Suðurlandsveg og ekki þarf að aka lengur um Norðlingaholt. Loka þurfti veginum í dag, vegna mótmæla vöruflutningabílstjóra sem stóðu yfir við Rauðavatn í allan dag.

Hreinn Haraldsson settur vegamálastjóri

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, hefur sett Hrein Haraldsson í embætti vegamálastjóra til eins árs, frá 1.maí. Hreinn er jarðfræðingur að mennt og kom til starfa hjá Vegagerðinni árið 1981. Hann hefur undanfarið gegnt þar starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Tíu sóttu um stöðuna.

Fasteignasalan Domus styður langveik börn

Domus fasteignasala og Umhyggja – félag langveikra barna hafa hafið samstarf sem hefur það að markmiði að starfsmenn Domus veiti félagsmönnum Umhyggju aðstoð

Styður ekki mótmælaaðgerðir vöruflutningabílstjóra

„Við styðjum ekki aðgerðirnar en höfum ákveðna samúð með tilteknum atriðum í málflutningi þeirra," segir Signý Sigurðardóttir forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hún segir að unnið hafi verið að úrlausnum í málum flutningabílstjóra síðan í des. 2006 og tekur skýrt fram að aðgerðir flutningabílstjóra síðustu daga séu ekki í þágu félagsins.

Rússneskt geimfar villtist af leið

Rússar hafa fyrirskipað rannsókn á því af hverju mannað geimfar villtist mörghundruð kílómetra af leið í lendingu um síðustu helgi.

Mótmæli settu sjúkraflutninga úr skorðum

Mótmælaðgerðirnar við Suðurlandsveg í dag settu áætlanir slökkviliðsins um sjúkraflutninga úr skorðum en aðgerðum mótmælenda er að mestu leyti lokið.

Bein útsending á Stöð 2 kl. 17.05

Stöð 2 verður með beina útsendingu frá Suðurlandsvegi klukkan 17.05. Þar kom til átaka milli lögreglu og vöruflutningabílstjóra vegna mótmæla þeirra síðarnefndu. Nokkrir hafa slasast í átökunum, en meira um það í fréttum Stöðvar 2.

Kínverjar í mál við CNN

Hópur kínverskra lögfræðinga hefur höfðað mál á hendur CNN sjónvarpsstöðinni vegna þess að álitsgjafi hennar kallaði Kínverja dólga.

Sektaður fyrir bjórauglýsingar í tímariti

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar til þess að greiða 300 þúsund krónur í sekt vegna tveggja bjórauglýsinga.

Risaeldfjall undan Reykjanesi

Tímaritið National Geogrephic hefur sagt frá gríðarstóru neðansjávar eldfjalli sem fannst fyrir skömmu út af Reykjanesskaga.

Pattstaða á Suðurlandsvegi

Pattstaða virðist í mótmælunum við Suðurlandsveg og þar hefur lögregla enn mikinn viðbúnað. Síðastliðna klukkustund hefur fátt gerst en mótmælendur, bæði vörubílstjórar og almennir borgarar, eru við bensínstöð Olís við Rauðavatn og hafa af og til kastað eggjum í átt að lögreglu.

Vg og Samfylking vilja Hallargarð í upprunalegt horf

Umhverfis- og samgönguráð samþykkir að Hallargarðurinn verði færður í upprunalegt horf, skv. teikningum Jóns H. Björnssonar landslagsarkitekts. Garðyrkjustjóra verði falið að hefja nú þegar undirbúning og áætlanagerð. Þetta er tillaga frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í borgarstjórn.

Eiríkur hlýtur þýðingarverðlaunin

Eiríkur Örn Norðdahl hlýtur Íslensku þýðingarverðlaunin í ár fyrir bandarísku skáldsöguna Móðurlausa Brooklyn eftir Jonathan Lethem sem Bjartur gaf út sumarið 2007.

Hundar björguðu stúlkubarni úr for

Hundruð Indverja hafa flykkst til lítils þorps í héraðinu Bihar í austurhluta landsins til að berja augum stúlkubarn sem þrír hundar björguðu eftir að það var yfirgefið í forarhaugi.

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 14 prósent á einu ári

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda jókst úr rúmum 3,7 milljónum tonna árið 2005 í rúm 4,2 milljónir árið 2006. Aukningin nemur 525 þúsund tonnum eða 14 prósentum. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Umhverfisstofnun hefur tekið saman fyrir skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn.

Forsprakkar mótmæla handteknir

Lögregla gekk um á vettvangi mótmælanna á Suðurlandsvegi um eittleytið og handtók þá sem stóðu fremst í flokki í aðgerðum vörubílstjóra í morgun.

Eggin rokseljast í mótmælunum

Það var óvenju góð sala á eggjum á bensínstöð Olís í Norðlingaholti nú áðan, en mótmælendur tóku upp á því fyrir skömmu að grýta eggjum í lögreglu. „Jú, þau kláruðust á einni mínútu,“ segir Halldór Jónsson, verslunarstjóri hjá Olís við Norðlingabraut. „Við verðum bara að panta meira.“

Sjóræningjar skutu á olíuskip

Olía hefur lekið úr japönsku tankskipi nálægt Jemen á Arabíuskaga eftir að meintir sjóræningjar skutu úr fallbyssum á það.

Sakar lögreglu um óþarfa harðræði

Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, sakar lögregluna um óþarfa harðræði í átökunum á Suðurlandsvegi í morgun. Þetta kom fram í viðtali Láru Ómarsdóttur, fréttamanns Stöðvar 2, viðð Sturlu á vettvangi.

Lögreglan reynir að tryggja öryggi fólks

„Menn hafa allar heimildir til þess að safnast saman og mótmæla en við verðum að tryggja að þeir valdi ekki töfum á umferð og tryggja öryggi fólks,“ segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um aðgerðir lögreglu gegn vörubílstjórum á Suðurlandsvegi fyrir stundu.

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri stúlku

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann, Sveinbjörn R. Auðunsson, í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára fatlaðri stúlku. Hann var ákærður fyrir að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegra annmarka og líkamlegrar fötlunar.

Átök á Suðurlandsvegi

Til átaka kom um ellefuleytið á milli lögreglu og vörubílstjóra á Suðurlandsvegi og hafa nokkrir menn þegar verið handteknir.

Fékk leyfi til að kveðja systkini sín

„Hann fékk leyfi til að fara til Noregs og kveðja systkini sín," segir Sveinbjörg Karlsdóttir móðir Kalla Bjarna sem fór úr landi áður en hann átti að hefja afplánun á tveggja ára fangelsisdómi vegna kókaínsmygls.

Meirihlutasamstarf í Bolungarvík rætt seinna í dag

Elías Jónatansson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík segist eiga í þreifingum við A-listann um hugsanlegt meirihlutasamstarf í bænum. Meirihlutasamstarfið í bæjarstjórninni sprakk í gær. Annar viðræðufundur er á dagskrá seinna í dag.

Íslenska þjóðin þurrkuð út í Darfur

Endurskoðun mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna á mannfalli í Darfur héraði í Súdan benda til þess að um 300 þúsund manns hafi látið lífið.

Sjá næstu 50 fréttir