Erlent

Sjö mótmælendur handteknir í Ástralíu

Sjö menn voru handteknir vegna mótmæla þegar hlaupið var með Ólympíueldinn í gegnum Canberra, höfuðborg Ástralíu. Þúsundir manna fylgdust með hlaupinu og var öryggisgæsla með mesta móti.

Meðal þeirra handteknu voru þrjár konur sem höfðu lokað götunni framan við þinghúsið og kröfðust þess að Kínversk stjórnvöld láti af morðum í Tíbet. Þá kom til átaka milli mótmælenda og fylgismanna kínverska stjórnvalda sem voru í miklum meirihluta meðal áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×