Erlent

Norður-Kórea hjálpaði Sýrlendingum við kjarnorkuver

MYND/365
Bandaríkjastjórn hefur sakað Norður-Kóreumenn um að hafa hjálpað Sýrlendingum við að byggja kjarnoruver sem ekki átti að nota í friðsamlegum tilgangi. Jafnframt segja Bandaríkjamenn að Sýrlendingar verði að gera grein fyrir leynilegri kjarnorkuáætlun sinni. Ísraelsmenn komust á snoðir um byggingu kjarnorkuversins síðasta haust og eyðilögðu það með loftárás.

Bandaríkjaþingi var gert grein fyrir málinu í gærdag og þar voru sýndir myndir sem bandaríska leyniþjónustan tók af byggingu kjarnorkuversins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×