Innlent

Mýrarhúsaskólamáli verður áfrýjað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mýrarhúsaskólamálið fer fyrir Hæstarétt.
Mýrarhúsaskólamálið fer fyrir Hæstarétt.

Máli stúlkunnar í Mýrarhúsaskóla, sem renndi hurð á höfuð kennara síns, verður áfrýjað. Þetta segir Guðmundur Pétursson, lögmaður móður stúlkunnar.

Stúlkan faldi sig fyrir samnemendum sínum inni í vinnurými kennara, til að forðast einelti. Þegar kennarinn fór að svipast um eftir stúlkunni renndi stúlkan hurð á höfuð kennarans með þeim afleiðingum að 25% varanleg örorka hlaust af.

Kennarinn stefndi móðurinni fyrir hönd ólögráða dóttur hennar og Seltjarnarnesbæ, sem rekur Mýrarhúsaskóla. Héraðsdómur sýknaði Seltjarnarnesbæ í málinu en dæmdi móðurina til greiðslu 10 milljóna króna skaðabóta.

Lögmaður móðurinnar segir að ekki sé búið að gefa út áfrýjunarstefnuna en það verði gert öðru hvoru megin við mánaðarmótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×