Fleiri fréttir

Látinn borga fyrir bólusetningu sem aldrei var framkvæmd

Maður sem fór á læknamiðstöðina við Smáratorg í dag, er ósáttur við þá meðferð sem hann fékk þar. Hann kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að ekki væri of seint að láta bólusetja sig þótt fyrstu tilfellin séu komin upp.

Við erum með höfuð hermanna ykkar

Hizbolla leiðtogi sagði Ísraelum í dag að þeir hefðu í fórum sínum líkamshluta ísraelskra hermanna sem féllu í stríðinu árið 2006.

Mannskæðar friðargöngur

Stjórnarandstaðan í Kenya hefur boðað nýjar mótmælaaðgerðir í næstu viku. Nýlokið er þriggja daga mótmælafundum þar sem 23 létu lífið.

Egyptar sárlega móðgaðir

Egyptar hafa aflýst fundi með hátt settum embættismönnum Evrópusambandsins, eftir að Evrópuþingið gagnrýndi mannréttindamál í landinu. Egypska utanríkisráðuneytið tilkynnti um þetta í

Rannsaka hvort Ísland sé að verða fjölmyntasamfélag

Viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nokkrar rannsóknarstofnanir á vegum tveggja háskóla í landsins til rannsókna á því hvaða áhrif aukin notkun erlendra mynta hefur á vörumarkað, fjármálamarkað og samfélag á Íslandi almennt.

Mótmæla fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum.

Segir Davíð að þakka að Fischer lést frjáls maður

Engar ákvarðanir verða teknar um útför Bobby Fischers fyrr en um miðja næstu viku. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, eiga heiðurinn af því að Fischer lést frjáls maður.

Takmörkuð flutningsgeta

Flutningskerfi raforku um landið er með öllu óviðunandi, að mati stjórnar Norðurorku á Akureyri. Hún segir óhjákvæmilegt að byggðalínan verði styrkt og að fjármunir til verksins verði fengnir úr ríkissjóði enda sé um að ræða sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna.

Norðmenn banna síldveiðar við Svalbarða

Norðmenn hafa bannað veiðar á norsk-íslensku síldinni við Svalbarða á yfirstandandi ári. Bannið gildir um öll veiðiskip, jafnt norsk skip sem skip erlendra ríkja.

Miðja Íslands vígð á morgun

Miðja Íslands er fundin og verður þar vígð sérstök varða á sunnudag. Miðjan reyndist vera í landi Skagfirðinga, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Skagafirði.

Islamistar handteknir á Spáni

Lögreglan í Barcelona á Spáni handtók í umfangsmikilli aðgerð í morgun 14 menn grunaða um hryðjuverkastarfsemi.

Útlendir árásarmenn í farbann

Fimm erlendir karlmenn, sem losnuðu í gær úr vikulöngu gæsluvarðhaldi, hafa verið úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar. Mennirnir, sem eru á aldrinum 19-25 ára, réðust að lögreglumönnum við skyldustörf aðfaranótt föstudagsins 11. janúar.

Nokkur ölvun í miðborg Reykjavíkur í nótt

Nokkur ölvun var í miðborg Reykjavíkur í nótt. Lögreglan var kölluð til vegna tveggja líkamsárása en báðar reyndust minniháttar. Sjö voru teknir vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis og tveir undir áhrifum fíkniefna.

Átján ára stöðvaður tvisvar á rúmlega sólarhring

Piltur á átjánda ári var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi í nótt vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Það er í annað sinn á rúmum sólarhring sem hann er stöðvaður vegna gruns um slíka iðju.

Víðast hvar hálka á vegum landsins

Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka er á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði.

Höfuðpaurinn játaði brot sitt

Einar Jökull Einarsson, Kópavogsbúi á 28. aldursári, játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa skipulagt innflutning á tæplega fjörutíu kílóum af verskmiðjuframleiddum fíkniefnum sem haldlögð voru í skútu við Fáskrúðsfjarðarhöfn hinn 20. september í fyrra.

Litháar í farbanni til 1. febrúar

Litháarnir fimm sem réðust gegn lögreglumönnum við skyldustörf aðfaranótt 11. janúar hafa verið úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Varar fólk við að vera á ferli

Lögreglan á Húsavík varar fólk við því að vera á ferðinni að óþörfu á milli Húsavíkur og Þórshafnar. Veður þar er orðið slæmt og lítið sem ekkert skyggni.

Svandís flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík, var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag eftir að hún hlaut höfuðhögg í flugi til Egilsstaða. Svandís fékk höfðuðhögg þegar sæti í DASH8-100 flugvél Flugfélags Íslands losnaði. Það gerðist þegar vélin fékk á sig vindhnút í aðflugi.

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona grunuð um að vera hryðjuverkamenn

Tveir þýskir karlmenn og hollensk kona hafa verið handtekin í Kenía vegna gruns um að þau séu hryðjuverkamen, þau neita og segjast eingöngu vera blaðamenn. Lögregla handtók þremenningana eftir að grunsamlegar myndir fundust í fórum þeirra af hernarlega mikilvægum skotmörkumí landinu.

Glænýjum sendibíl stolið á Laugavegi

Grábrúnum sendibíl af gerðinni Renault Traffic var stolið á um klukkan 17:00 í dag. Verið var að afferma bílinn við Landsbankann við Laugaveg þegar óprúttin bílaþjófur settist í bílstjórasætið og ók bílnum á brott.

Þjófar handteknir á Laugavegi

Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir á Laugavegi í morgun en þeir stálu peningaveski frá starfsmanni fyrirtækis við sömu götu. Það var skömmu fyrir ellefu sem lögreglu barst tilkynning um þjófnaðinn og brást hún skjótt við og fann mennina í nærliggjandi verslun. Veskið kom sömuleiðis í leitirnar og reyndust greiðslukort og peningar ennþá á sínum stað. Veskinu var komið aftur í réttar hendur en þjófarnir voru færðir í fangageymslu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Sala á alifuglakjöti upp fyrir kindakjöt í fyrra

Kjötframleiðsla í landinu jókst um sjö prósent á síðasta ári frá árinu á undan samkvæmt bráðabirgðatölum. Þá reyndist sala á alifuglakjöti meiri en kindakjötssala í fyrsta sinn í sögunni.

Gönguskíðafæri í Heiðmörk

Gönguskíðafæri er í Heiðmörk eftir að snjó hefur kyngt þar niður síðustu daga. Fram kemur í tilkynningu að skíðafærið sé það allra besta sem komið hafi í nokkur ár.

18 látnir í mótmælunum í Kenía

Að minnsta kosti 10 létust í mótmælum í Kenía í dag þegar lögregla skaut að fólki til að leysa upp átök ættbálka vegna ósættis með niðurstöður forsetakosninganna 27. desember. Alls hafa 18 látist í þriggja daga mótmælunum sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til og á að ljúka í dag. Lögreglan segist einungis hafa skotið að þjófum og óeirðaseggjum.

Allt sem ég hef byggt upp síðustu ár farið

„Það eina sem ég viet er að það er bara allt farið sem maður er búinn að byggja upp síðustu ár," segir Jón Daníel Jónssson, eigandi Kaffi Króks á Sauðárkróki sem gjöreyðilagðist í eldi í nótt.

Geðhjálp óskar eftir aðalstjórnarfundi í ÖBÍ

Fulltrúi Geðhjálpar i stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur farið fram á að aðalstjórnarfundur verði haldinn hjá sambandinu. Á fundinum verði farið yfir þá stöðu mála sem komin er upp hjá félaginu og hefur meðal annars leitt til þess að Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku í Öryrkjabandalaginu.

Jákvæður tónn um að ganga hraðar í verkefnið

„Það má segja að það hafi verið jákvæður tónn um að ganga hraðar í verkefnið og það var vilji í mönnum til þess að setjast yfir þetta af meiri alvöru," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags eftir fund Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag.

Handtekin vegna gruns um hryðjuverk í Kenía

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona sem komu til Kenía sem fréttamenn hafa verið handtekin vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla segir myndir með uppsetningu grunsamlegs búnaðar hafa fundist í fórum þeirra. Eftir komuna til landsins hafi þau hagað sér grunsamlega.

Fischer trúði ekki á læknavísindin

Bobby Fischer lést af völdum nýrnabilunar. Einar S. Einarsson segir í samtali við Vísi að Fischer hafi ekki viljað leita sér læknisaðstoðar vegna kvilla sinna og að hann hafi ekki haft trú á vestrænum lækningaaðferðum.

Vélin missti afl í aðflugi að Heathrow

Flugstjóri British Airways vélarinnar sem brotlenti á Heathrow flugvelli í gær hafði aðeins 30 sekúndur til að bjarga farþegum sínum og áhöfn. Í aðflugi að flugbrautinni uppgötvaði Peter Burkill flugstjóri að Boeing 777 þotan hafði misst afl þegar hann var í 500 feta hæð.

Fjögurra ára dómur fyrir kynferðisbrot gegn systurdætrum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur systurdætrum sínum sem stóðu yfir í mörg ár. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa ljósmyndir af annarri stúlkunni sem sýndu hana á kynferðislegan hátt í tölvu sinni.

Ákært vegna fjöldaslagsmála

Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag tvö mál vegna fjöldaslagsmála sem brutust út á Garðavegi í Hafnarfirði í ágúst síðastliðinn.

Mokiði frá sorptunnunum

Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina en snjór hefur víða safnast upp við þær.

Sjá næstu 50 fréttir