Fleiri fréttir Leikföng innihalda sömu efni og í nauðgunarlyfi Milljónir Bindeez leikfanga sem framleidd eru í Kína hafa verið innkölluð í Bandaríkjunum og Ástralíu eftir að efni sem tengist nauðgunarlyfinu GHB fannst í þeim. 8.11.2007 11:43 Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. 8.11.2007 11:28 NATO veitti ekki heimild til fangaflugs NATO veitti ekki heimild til fangaflugs. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi. Ráðherra hefur ákveðið að hlutast til um að þingmenn í utanríkisnefnd fái aðgang að NATO-skjölum. 8.11.2007 11:14 Telur umhverfisáhrif vegna Bitruvirkjunar ekki umtalsverð Umhverfisstofnun leggst ekki gegn Bitruvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa á Hengilssvæðinu og telur að með fullnægjandi mótvægisaðgerðum sé ekki líklegt að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði umtalsverð. 8.11.2007 11:09 Íbúar Tuusula í algjöru sjokki „Hér ríkir gríðarleg sorg og reiði eftir þessi voðaverk og fólk er í algjöru sjokki,“ segir Bryndís Hólm, fréttaritari Stöðvar 2. Hún er stödd fyrir utan Jokela-skólann í Tuusula í Finnlandi þar sem byssumaður skaut átta manns til bana í gær. Hún segir reiði fólks aðallega beinast að því af hverju ekki var hægt að koma í veg fyrir voðaverkin. 8.11.2007 11:05 Franskar herþotur á Íslandi á næsta ári Franskar flugsveitir verða staðsettar á Íslandi í fimm til sex vikur næsta vor. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi í morgun. 8.11.2007 10:56 Áfengi hækki með nýjum lögum verði áfengisgjald ekki lækkað Áfengishópur Félags íslenskra stórkaupmanna býst við að áfengi muni hækka verulega frá því sem nú er verði áfengisgjöld ekki lækkuð samfara því að einokun ríkisins á áfengissölu verður afnumin. 8.11.2007 10:28 Í kappakstri á Reykjanesbraut á 166 km hraða Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn sem mældust á 166 kílómetra hraða í kappakstri á Reykjanesbraut í nótt. Báðir voru sviptir ökuréttindum strax. 8.11.2007 09:57 Vilja efla kristinfræðikennslu í grunnskólum Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða. 8.11.2007 09:25 Khader sakaður um að hafa keypt svarta vinnu Danska slúðurblaðið Se og Hör hefur aftur birt frétt um að Naser Khader formaður Ny Alliance flokksins hafi keypt svarta vinnu við endurbætur á íbúð sinni. Það er þrítugur iðnaðarmaður frá Vanlöse sem heldur þessu fram. 8.11.2007 09:12 Skurðaðgerðin gekk vonum framar Skurðaðgerðin á hinni 2ja ára gömlu indversku stúlku sem fæddist með átta útlimi gekk vonum framar. 8.11.2007 08:36 Fyrirtækjarekstur gæti komið Rudy í koll Rudi Giuliani er einn af fáum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem sóst hafa eftir forsetaembættinu, á sama tíma og þeir reka einkafyrirtæki. Þetta gæti komið honum í koll í baráttunni við að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. 8.11.2007 08:30 Þjóðarsorg í Finnlandi vegna skotárásarinnar Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Finnlandi í kjölfar skotárásarinnar þar í gærdag. Flaggað er í hálfa stöng um allt landið. 8.11.2007 06:49 Engan sakaði í eldsvoða á Grettisgötu Nokkur íbúðarhús voru rýmd við Grettisgötu í nótt, eftir að eldur kom upp í húsi númer 61 við götuna og mikinn reyk lagði frá því. Engan sakaði 8.11.2007 06:27 Finnski fjöldamorðinginn lést á sjúkrahúsi Nemandinn sem gekk berserksgang í menntaskóla í bænum Tuusula í suðu Finnlandi í dag lést af völdum skotsárs sem hann veitti sjálfum sér. Pilturinn sem var 18 ára gamall, myrti sjö nemendur og einn kennara áður en hann skaut sjálfan sig. Hann hét Pekka Eric Auvinen. 7.11.2007 22:10 Ólafur Ragnar sendi Halonen samúðarkveðju Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju. Finnska þjóðin er felmtri slegin yfir atburðunum í Tuusula fyrr í dag þegar nemandi í menntaskóla myrti átta manns. 7.11.2007 20:56 Belgía að klofna Stjórnarkreppan í Belgíu dýpkaði enn í dag þegar Vallónar stormuðu út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir. 7.11.2007 20:28 Forsætis- og umhverfisráðherra ósammála Forsætisráðherra og umhverfisráðherra eru á öndverðum meiði varðandi hvort Íslendingar eigi að sækjast eftir sérákvæði í samningum um endurnýjun Kyoto samkomlagsins. Bæði eru þó sammála um að mikilvægast sé að fá stærstu mengunarþjóðirnar inn í samninginn. 7.11.2007 18:43 Fundað um öryggis- og varnarmál Á mánudaginn var fór fram fyrsti reglulegi samsráðsfundur embættismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Danmerkur um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og tóku þátt í honum embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að umfjöllunarefni fundarins hafi verið sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum. 7.11.2007 20:25 Bandarískt herskip skaut niður árásareldflaugar Bandarískt herskip skaut í dag niður tvær eldflaugar í 160 kílómetra hæð yfir Kyrrahafi. 7.11.2007 20:00 Allir oní skúffu Þegar Alastair Gibson listmunafræðingur hjá Southebys heyrði konu segja; "Ég á svona vasa," varð hann forvitinn og gaf sig á tal við hana. 7.11.2007 19:56 Breskur ráðherra segir af sér -til að keyra kappakstursbíla Ráðherra í breska varnarmálaráðuneytinu hefur sagt af sér til þess að fara að keyra kappakstursbíla. 7.11.2007 19:38 Kviknaði í rafmagnstöflu í Vesturhúsum Eldur kom upp í Vesturhúsum í Grafarvogi nú fyrir skömmu. Slökkvi´- og sjúkralið fór á vettvang en húsráðendum hafði tekist að slökkva eldinn sem kom upp í rafmangstöflu áður en liðið kom á vettvang. Skemmdir urðu litlar að því er virðist og enginn kenndi sér meins. Reykræsta þurfti húsið sem er tvíbýli. 7.11.2007 19:21 Kárahnjúkavirkjun öflugri en áætlað var Prófanir á sex aflvélum Kárahnjúkavirkjunar sýna að þær framleiða hver og ein fimmtán megavöttum meira en hönnun gerði ráð fyrir. 7.11.2007 18:53 Fokkerinn kominn til Reykjavíkur Fokker-vélinni, sem nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi, var flogið aftur til Reykjavíkur nú síðdegis að viðgerð lokinni. 7.11.2007 18:47 Efast um að sameining spítala og hjúkrunarheimilis hafi verið rétt Ríkisendurskoðun segir að ekki hafi verið staðið nógu vel að sameiningu St. Jósefsspítala og Sólvangs í fyrra og draga megi í efa að sameiningin hafi átt rétt á sér. 7.11.2007 17:20 Lögregla varar við umferð um Mýrdalssand Mikil snjókoma er nú á Mýrdalssandi og varar lögreglan á Hvolsvelli fólk við því að fara yfir sandinn á vanbúnum bílum. Tveir bílar hafa oltið á veginum í dag en ökumenn og farþegar sluppu blessunarlega án meiðsla. 7.11.2007 17:18 Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 16:43 Myndband af finnska morðingjanum að æfa sig Finnski pilturinn sem gekk berserksgang í skóla sínum í dag skaut átta manns til bana og særði fjölmarga. 7.11.2007 16:30 Meirihluti vill nýta jarðvarma fremur en fallvötn Tveir af hverjum þremur telja æskilegra að nýta jarðvarma en fallvötn samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur um síðustu mánaðamót. 7.11.2007 15:55 Upptaka evrunnar ekki raunverulegur kostur Upptaka evrunnar og innganga í Evrópusambandið er ekki raunverulegur kostur og nýtur ekki stuðnings að mati Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Þetta kom fram í máli hans í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 7.11.2007 15:40 Ekki ástæða til að endurskoða veru friðargæsluliða í Afganistan Ekki er ástæða til að endurskoða veru íslenskra friðargæsluliða í Afganistan að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 15:20 Menntamálaráðherra staðfestir milljónalaun útvarpsstjóra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra staðfesti í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að laun Páls Magnússonar útvarpsttjóra hefðu nær tvöfaldast með þeim skipulagsbreytingum sem gerðar hefðu verið á Ríkisútvarpinu fyrr á árinu. Þá var Ríkisútvarpið gert að opinberu hlutafélagi. 7.11.2007 14:55 Leggst gegn Bitrunvirkjun Skipulags- og byggingarnefnd Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn fyrirhugaðri Bitruvirkjun á Hengilssvæðinu þar sem hún er talin hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis. 7.11.2007 14:37 Ósvífin og siðlaus ákvörðun hjá bönkunum Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, vill láta kanna hvort bankar hafi lagalega heimild til að meina íbúðakaupendum að yfirtaka húsnæðislán. Segir hún að ákvörðun bankanna sé bæði ósvífin og siðlaus og bitni verst á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Mun hún ræða málið við viðskiptaráðherra. 7.11.2007 14:35 Umsátrinu í Finnlandi lokið -sjö sagðir fallnir Umsátrinu um finnska skólann þar sem 18 ára nemandi hóf skothríð í miðjum tíma, er lokið. 7.11.2007 14:33 Hefur hryggbrotið meira en 150 menn Serbnesk kona hefur hryggbrotið meira en 150 menn, af því að hún hefur ekki enn fundið draumaprinsinn. Milunka Dabovic er 38 ára. Hún býr hjá móður sinni í bænum Maskova í miðhluta Serbíu. Milunka fékk fyrsta bónorðið þegar hún var 14 ára gömul og síðan þá hafa þau streymt til hennar. 7.11.2007 14:24 Myndband á YouTube talið tengt skotárás í Finnlandi Tveir hið minnsta eru látnir og einhverjir særðir eftir að 18 ára piltur hóf skotárás í Jokela-skólanum í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi. Meðal þeirra sem urðu fyrir skoti var skólastjórinn. 7.11.2007 13:51 Dæmdur hafnarstjóri heldur starfinu Hafnarstjórinn á Raufarhöfn var í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í ríkissjóð fyrir tollalagabrot. Hafnarstjórinn keypti 32 lítra af vodka af skipverjum togara sem lá í Raufarhafnarhöfn og kom fyrir í áhaldahúsi bæjarins. 7.11.2007 13:46 Vonast til að lækka flutningskostnað á Vestfjörðum um 20 prósent Vonast er til þess að samgöngubætur á Vestfjörðum muni lækka flutningskostnað um 20 prósent á hvert tonn. Þetta kom fram í máli Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 13:44 Fá strimil áður en skrifað er undir greiðslukvittun Samtök verslunar og þjónustu hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda um að neytendur fái vörustrimil um leið og greiðslukvittun til að tryggja að samræmi sé á milli kassaverðs og hilluverðs. 7.11.2007 13:22 Happanærur og keðjutölvupóstar vinsælust Happa nærbuxur og áframsending keðjutölvupósta eru meðal vinsælustu hjátrúum Breta. Meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri rannsókn segja að þeir trúi því að ef þeir fylgi sérstökum hefðum verði þeir heppnir, eða komist hjá óheppni. Hjátrú í sambandi við Internetið og drykkju er meira áberandi hjá yngra fólki samkvæmt rannsókninni. 7.11.2007 13:19 Aðgerðin vel heppnuð Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar. 7.11.2007 13:04 Ljósastaurar standast ekki Evrópustaðla Ljósastaurar við vegi eins og Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og víðar standast ekki Evrópustaðla. Þeir eru taldir hættulegir og hafa aldrei verið árekstrarprófaðir. 7.11.2007 13:04 Vill að Ísland sækist eftir undanþáguákvæði í komandi loftlagssamningum Íslensk stjórnvöld eiga að freista þess að fá aftur undanþáguákvæði vegna takmarkana á losun gróðurhúsaloftegunda þegar loftlagssamningur Sameinuðu þjóðanna verður endurnýjaður árið 2012. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 12:57 Sjá næstu 50 fréttir
Leikföng innihalda sömu efni og í nauðgunarlyfi Milljónir Bindeez leikfanga sem framleidd eru í Kína hafa verið innkölluð í Bandaríkjunum og Ástralíu eftir að efni sem tengist nauðgunarlyfinu GHB fannst í þeim. 8.11.2007 11:43
Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. 8.11.2007 11:28
NATO veitti ekki heimild til fangaflugs NATO veitti ekki heimild til fangaflugs. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi. Ráðherra hefur ákveðið að hlutast til um að þingmenn í utanríkisnefnd fái aðgang að NATO-skjölum. 8.11.2007 11:14
Telur umhverfisáhrif vegna Bitruvirkjunar ekki umtalsverð Umhverfisstofnun leggst ekki gegn Bitruvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa á Hengilssvæðinu og telur að með fullnægjandi mótvægisaðgerðum sé ekki líklegt að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði umtalsverð. 8.11.2007 11:09
Íbúar Tuusula í algjöru sjokki „Hér ríkir gríðarleg sorg og reiði eftir þessi voðaverk og fólk er í algjöru sjokki,“ segir Bryndís Hólm, fréttaritari Stöðvar 2. Hún er stödd fyrir utan Jokela-skólann í Tuusula í Finnlandi þar sem byssumaður skaut átta manns til bana í gær. Hún segir reiði fólks aðallega beinast að því af hverju ekki var hægt að koma í veg fyrir voðaverkin. 8.11.2007 11:05
Franskar herþotur á Íslandi á næsta ári Franskar flugsveitir verða staðsettar á Íslandi í fimm til sex vikur næsta vor. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi í morgun. 8.11.2007 10:56
Áfengi hækki með nýjum lögum verði áfengisgjald ekki lækkað Áfengishópur Félags íslenskra stórkaupmanna býst við að áfengi muni hækka verulega frá því sem nú er verði áfengisgjöld ekki lækkuð samfara því að einokun ríkisins á áfengissölu verður afnumin. 8.11.2007 10:28
Í kappakstri á Reykjanesbraut á 166 km hraða Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn sem mældust á 166 kílómetra hraða í kappakstri á Reykjanesbraut í nótt. Báðir voru sviptir ökuréttindum strax. 8.11.2007 09:57
Vilja efla kristinfræðikennslu í grunnskólum Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða. 8.11.2007 09:25
Khader sakaður um að hafa keypt svarta vinnu Danska slúðurblaðið Se og Hör hefur aftur birt frétt um að Naser Khader formaður Ny Alliance flokksins hafi keypt svarta vinnu við endurbætur á íbúð sinni. Það er þrítugur iðnaðarmaður frá Vanlöse sem heldur þessu fram. 8.11.2007 09:12
Skurðaðgerðin gekk vonum framar Skurðaðgerðin á hinni 2ja ára gömlu indversku stúlku sem fæddist með átta útlimi gekk vonum framar. 8.11.2007 08:36
Fyrirtækjarekstur gæti komið Rudy í koll Rudi Giuliani er einn af fáum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem sóst hafa eftir forsetaembættinu, á sama tíma og þeir reka einkafyrirtæki. Þetta gæti komið honum í koll í baráttunni við að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. 8.11.2007 08:30
Þjóðarsorg í Finnlandi vegna skotárásarinnar Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Finnlandi í kjölfar skotárásarinnar þar í gærdag. Flaggað er í hálfa stöng um allt landið. 8.11.2007 06:49
Engan sakaði í eldsvoða á Grettisgötu Nokkur íbúðarhús voru rýmd við Grettisgötu í nótt, eftir að eldur kom upp í húsi númer 61 við götuna og mikinn reyk lagði frá því. Engan sakaði 8.11.2007 06:27
Finnski fjöldamorðinginn lést á sjúkrahúsi Nemandinn sem gekk berserksgang í menntaskóla í bænum Tuusula í suðu Finnlandi í dag lést af völdum skotsárs sem hann veitti sjálfum sér. Pilturinn sem var 18 ára gamall, myrti sjö nemendur og einn kennara áður en hann skaut sjálfan sig. Hann hét Pekka Eric Auvinen. 7.11.2007 22:10
Ólafur Ragnar sendi Halonen samúðarkveðju Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju. Finnska þjóðin er felmtri slegin yfir atburðunum í Tuusula fyrr í dag þegar nemandi í menntaskóla myrti átta manns. 7.11.2007 20:56
Belgía að klofna Stjórnarkreppan í Belgíu dýpkaði enn í dag þegar Vallónar stormuðu út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir. 7.11.2007 20:28
Forsætis- og umhverfisráðherra ósammála Forsætisráðherra og umhverfisráðherra eru á öndverðum meiði varðandi hvort Íslendingar eigi að sækjast eftir sérákvæði í samningum um endurnýjun Kyoto samkomlagsins. Bæði eru þó sammála um að mikilvægast sé að fá stærstu mengunarþjóðirnar inn í samninginn. 7.11.2007 18:43
Fundað um öryggis- og varnarmál Á mánudaginn var fór fram fyrsti reglulegi samsráðsfundur embættismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Danmerkur um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og tóku þátt í honum embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að umfjöllunarefni fundarins hafi verið sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum. 7.11.2007 20:25
Bandarískt herskip skaut niður árásareldflaugar Bandarískt herskip skaut í dag niður tvær eldflaugar í 160 kílómetra hæð yfir Kyrrahafi. 7.11.2007 20:00
Allir oní skúffu Þegar Alastair Gibson listmunafræðingur hjá Southebys heyrði konu segja; "Ég á svona vasa," varð hann forvitinn og gaf sig á tal við hana. 7.11.2007 19:56
Breskur ráðherra segir af sér -til að keyra kappakstursbíla Ráðherra í breska varnarmálaráðuneytinu hefur sagt af sér til þess að fara að keyra kappakstursbíla. 7.11.2007 19:38
Kviknaði í rafmagnstöflu í Vesturhúsum Eldur kom upp í Vesturhúsum í Grafarvogi nú fyrir skömmu. Slökkvi´- og sjúkralið fór á vettvang en húsráðendum hafði tekist að slökkva eldinn sem kom upp í rafmangstöflu áður en liðið kom á vettvang. Skemmdir urðu litlar að því er virðist og enginn kenndi sér meins. Reykræsta þurfti húsið sem er tvíbýli. 7.11.2007 19:21
Kárahnjúkavirkjun öflugri en áætlað var Prófanir á sex aflvélum Kárahnjúkavirkjunar sýna að þær framleiða hver og ein fimmtán megavöttum meira en hönnun gerði ráð fyrir. 7.11.2007 18:53
Fokkerinn kominn til Reykjavíkur Fokker-vélinni, sem nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi, var flogið aftur til Reykjavíkur nú síðdegis að viðgerð lokinni. 7.11.2007 18:47
Efast um að sameining spítala og hjúkrunarheimilis hafi verið rétt Ríkisendurskoðun segir að ekki hafi verið staðið nógu vel að sameiningu St. Jósefsspítala og Sólvangs í fyrra og draga megi í efa að sameiningin hafi átt rétt á sér. 7.11.2007 17:20
Lögregla varar við umferð um Mýrdalssand Mikil snjókoma er nú á Mýrdalssandi og varar lögreglan á Hvolsvelli fólk við því að fara yfir sandinn á vanbúnum bílum. Tveir bílar hafa oltið á veginum í dag en ökumenn og farþegar sluppu blessunarlega án meiðsla. 7.11.2007 17:18
Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 16:43
Myndband af finnska morðingjanum að æfa sig Finnski pilturinn sem gekk berserksgang í skóla sínum í dag skaut átta manns til bana og særði fjölmarga. 7.11.2007 16:30
Meirihluti vill nýta jarðvarma fremur en fallvötn Tveir af hverjum þremur telja æskilegra að nýta jarðvarma en fallvötn samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur um síðustu mánaðamót. 7.11.2007 15:55
Upptaka evrunnar ekki raunverulegur kostur Upptaka evrunnar og innganga í Evrópusambandið er ekki raunverulegur kostur og nýtur ekki stuðnings að mati Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Þetta kom fram í máli hans í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. 7.11.2007 15:40
Ekki ástæða til að endurskoða veru friðargæsluliða í Afganistan Ekki er ástæða til að endurskoða veru íslenskra friðargæsluliða í Afganistan að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 15:20
Menntamálaráðherra staðfestir milljónalaun útvarpsstjóra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra staðfesti í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að laun Páls Magnússonar útvarpsttjóra hefðu nær tvöfaldast með þeim skipulagsbreytingum sem gerðar hefðu verið á Ríkisútvarpinu fyrr á árinu. Þá var Ríkisútvarpið gert að opinberu hlutafélagi. 7.11.2007 14:55
Leggst gegn Bitrunvirkjun Skipulags- og byggingarnefnd Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn fyrirhugaðri Bitruvirkjun á Hengilssvæðinu þar sem hún er talin hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis. 7.11.2007 14:37
Ósvífin og siðlaus ákvörðun hjá bönkunum Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, vill láta kanna hvort bankar hafi lagalega heimild til að meina íbúðakaupendum að yfirtaka húsnæðislán. Segir hún að ákvörðun bankanna sé bæði ósvífin og siðlaus og bitni verst á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Mun hún ræða málið við viðskiptaráðherra. 7.11.2007 14:35
Umsátrinu í Finnlandi lokið -sjö sagðir fallnir Umsátrinu um finnska skólann þar sem 18 ára nemandi hóf skothríð í miðjum tíma, er lokið. 7.11.2007 14:33
Hefur hryggbrotið meira en 150 menn Serbnesk kona hefur hryggbrotið meira en 150 menn, af því að hún hefur ekki enn fundið draumaprinsinn. Milunka Dabovic er 38 ára. Hún býr hjá móður sinni í bænum Maskova í miðhluta Serbíu. Milunka fékk fyrsta bónorðið þegar hún var 14 ára gömul og síðan þá hafa þau streymt til hennar. 7.11.2007 14:24
Myndband á YouTube talið tengt skotárás í Finnlandi Tveir hið minnsta eru látnir og einhverjir særðir eftir að 18 ára piltur hóf skotárás í Jokela-skólanum í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi. Meðal þeirra sem urðu fyrir skoti var skólastjórinn. 7.11.2007 13:51
Dæmdur hafnarstjóri heldur starfinu Hafnarstjórinn á Raufarhöfn var í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í ríkissjóð fyrir tollalagabrot. Hafnarstjórinn keypti 32 lítra af vodka af skipverjum togara sem lá í Raufarhafnarhöfn og kom fyrir í áhaldahúsi bæjarins. 7.11.2007 13:46
Vonast til að lækka flutningskostnað á Vestfjörðum um 20 prósent Vonast er til þess að samgöngubætur á Vestfjörðum muni lækka flutningskostnað um 20 prósent á hvert tonn. Þetta kom fram í máli Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 13:44
Fá strimil áður en skrifað er undir greiðslukvittun Samtök verslunar og þjónustu hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda um að neytendur fái vörustrimil um leið og greiðslukvittun til að tryggja að samræmi sé á milli kassaverðs og hilluverðs. 7.11.2007 13:22
Happanærur og keðjutölvupóstar vinsælust Happa nærbuxur og áframsending keðjutölvupósta eru meðal vinsælustu hjátrúum Breta. Meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri rannsókn segja að þeir trúi því að ef þeir fylgi sérstökum hefðum verði þeir heppnir, eða komist hjá óheppni. Hjátrú í sambandi við Internetið og drykkju er meira áberandi hjá yngra fólki samkvæmt rannsókninni. 7.11.2007 13:19
Aðgerðin vel heppnuð Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar. 7.11.2007 13:04
Ljósastaurar standast ekki Evrópustaðla Ljósastaurar við vegi eins og Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og víðar standast ekki Evrópustaðla. Þeir eru taldir hættulegir og hafa aldrei verið árekstrarprófaðir. 7.11.2007 13:04
Vill að Ísland sækist eftir undanþáguákvæði í komandi loftlagssamningum Íslensk stjórnvöld eiga að freista þess að fá aftur undanþáguákvæði vegna takmarkana á losun gróðurhúsaloftegunda þegar loftlagssamningur Sameinuðu þjóðanna verður endurnýjaður árið 2012. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.11.2007 12:57