Fleiri fréttir Vildi ekki lána Lucky Day Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. 22.10.2007 10:47 Forstöðumaður Fjöliðjunnar segir upp Forstöðumaður Fjöliðjunnar hefur sagt starfi sínu lausu en unnið er að úttekt á fjárreiðum félagsins. Grunur leikur á um að ekki sé allt með felldu í þeim efnum og hefur Ríkisendurskoðun verið fengin til aðstoðar við að kanna bókhaldsgögn. 22.10.2007 10:33 Búðarkassa og fötum stolið úr verslun á Selfossi Brotist var inn í fataverslunina Click á Selfossi í nótt og þaðan stolið nokkru af fatnaði ásamt búðarkassa. 22.10.2007 10:21 Dularfulla hliðshvarfið í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi rannsakar nú mál þar sem hliði sem var á vegi að nokkrum sumarbústöðum í Grímsnesi var stolið. 22.10.2007 10:12 Dómur fellur í stóra BMW-málinu á næstunni Hæstiréttur mun kveða upp úrskurð sinn í stóra BMW-málinu á næstunni. Þrír af fjórum sakborningum í þessu gríðarstóra fíkniefnamáli áfrýjuðu dómum sínum í héraði og tók Hæstiréttur málið fyrir í síðustu viku. 22.10.2007 09:51 Aldrei fleiri útskrifaðir úr námi á háskólastigi Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á einu skólaári en skólaárið 2005-2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þá útskrifuðustu rúmlega 3360 manns með nærri 3.390 próf. Það voru nærri 16 prósentum fleiri en árið áður. 22.10.2007 09:20 Stjórnarandstaðan sigraði í Póllandi Stjórnarandstaðan í Póllandi fór með sigur af hólmi í kosningum í landinu í gær. Núverandi forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski hefur viðurkennt ósigur sinn en flokkur hans Lög og regla fékk 32 prósent atkvæða í kosningunum. 22.10.2007 08:42 Kókaínský á Akranesi Hvítt ský liðaðist aftur úr bíl, rétt áður en hann nam staðar að skipan lögreglunnar á Akranesi um helgina. 22.10.2007 08:30 Cheney aðvarar Írani Dick Cheney sagði í ræðu sem hann hélt í Virgíníu í gær að Íranir stæðu í vegi fyrir því að friður kæmist á í Mið Austurlöndum og að heimurinn gæti ekki staðið hjá og horft upp á ríkið koma sér upp kjarnavopnum. 22.10.2007 08:24 Þúsundum minka sleppt í Danmörku Tvö þúsund minkar fengu frelsið í nótt þegar brotist var inn í minnkabú í nágrenni Holsterbro í Danmörku og búrin opnuð. Minnkarnir sjást nú fara um í hópum í nágrenninu og hamast menn nú við að fanga dýrin á ný. 22.10.2007 08:11 Skógareldar í Malíbú ógna glæsivillum Miklir skógareldar geysa nú í Malibu í Californíu í Bandaríkjunum. Tugir húsa hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 22.10.2007 08:06 50 þúsund laxar á stöng Laxveiðin á stöng í ár nemur umþaðbil 50 þúsund löxum, sem er þriðja mesta ársveiði til þessa, samkvæmt bráðabirgðatölum veiðimálastofnunar. 22.10.2007 08:02 Lést þegar óðir apar réðust á hann Aðstoðarborgarstjórinn í Delhí á Indlandi lést af völdum höfuðáverka þegar hann féll fram af svölum á heimili sínu er hann reyndi að verjast árásum apanna sem gerðu aðsúg að honum. Yfirvöld í Delhi hafa lengi reynt að stemma stigu við apaplágunni sem herjað hefur á borgina en aparnir brjótast inn í hús og musteri og fara um ruplandi og rænandi og hræða fólk. 22.10.2007 07:54 Tamíl tígrar gera loftárás Uppreisnarmenn úr röðum Tamíl tígra á Sri Lanka gerðu loftárás á herflugvöll á norðurhluta eyjarinnar í nótt. 22.10.2007 07:45 Tyrkir undirbúa aðgerðir Tyrkneskir leiðtogar hafa heitið því að beita öllum ráðum til þess að berja niður Kúrdíska vígamenn eftir bardaga síðustu daga. Að minnsta kosti 12 tyrkneskir hermenn féllu í árás á aðfararnótt sunnudags. 22.10.2007 07:43 Ökumaðurinn í felum Ekki hefur enn tekist að hafa upp á ökumanni bílsins, sem fannst úti í skurði skammt frá Stóru Laxá í Árnessýslu í gærmorgun. 22.10.2007 07:39 Charles var eina ást Díönu Charles var stóra og eina ástin í lífi Díönu prinsessu, að sögn náinnar vinkonu hennar. Hún elskaði hann til síðasta dags og hefði aldrei dottið í hug að giftast Dodi Al-Fayed. 21.10.2007 22:15 Bóksalinn í Kabúl höfðar mál gegn Seierstad Bóksalinn í Kabúl hafnaði í dag tilboði norsku blaðakonunnar og rithöfundarins Åsne Seierstad um fimm milljóna króna greiðslu vegna bókarinnar sem hún skrifaði með hann sem fyrirmynd. 21.10.2007 20:44 Kona í fyrsta sinn formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum í dag. 21.10.2007 20:07 Ingibjörg Sólrún heiðurs Ameríkani Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði á föstudagskvöld Women's Foreign Policy Group (WFPG) í Washington. 21.10.2007 19:55 Leggið þið niður vopn eða farið þið Jalal Talabani forseti Íraks krafðist þess í dag að Kúrdar leggi niður vopn eða yfirgefi landið ella. 21.10.2007 19:48 Lamdi mann með gangstéttarhellu Tæplega tvítugur piltur var handtekinn á Seyðisfirði í nótt eftir að hann lamdi fimmtugan karlmann í hausinn með gangstéttarhellu. 21.10.2007 18:59 Deila um skipulag Álftaness Bæjarstjórinn á Álftanesi kom í veg fyrir að deiliskipulag bæjarins væri rætt á bæjarstjórnarfundum, segir oddviti minnihlutans í bænum. Bæjarstórinn segir minnihlutann enn í sárum eftir síðustu kosningar. 21.10.2007 18:58 Særður tilfinningalega vegna breytinga á Biblíunni Gunnari í Krossinum er alvarlega misboðið og hann segist vera særður tilfinningalega vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á texta Biblíunnar í hinni nýju þýðingu. Nauðsynlegar breytingar segir formaður þýðingarnefndar. 21.10.2007 18:54 Skila áliti um samruna REI og Geysis Green Energy fljótlega Svandísarnefndin svokallaða skilar inn áliti sínu á samruna Rei og Geysis Green Energy á næstu vikum. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort Reykjavíkurborg fer fram á ógildingu á samrunanum eða ekki. 21.10.2007 18:52 Olíufélög í hár saman Fyrirtækin Atlantsolía og Olís eru komin í hár saman eftir að það síðastnefnda lét draga auglýsingabifreið Atlantsolíu í burtu. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu krefst þess að Olís skili bílnum og greiði öll gjöld vegna þessa. 21.10.2007 18:38 Þjóðernissinnar unnu sigur í Sviss Þjóðernissinnar eru nú stærsti flokkurinn á svissneska þinginu. Þeir fengu 28,8 prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum í kosningunum sem fram fóru í dag. 21.10.2007 17:53 Eredda dekkjavekkstaðið? Austurríski ökumaðurinn var svo drukkinn að hann treysti sér ekki til þess að skipta um dekk þegar sprakk á bílnum hans. 21.10.2007 17:27 ÚPS Það lyftist brúnin á stjórnendum Boeing flugvélaverksmiðjunnar á fimmtudaginn. 21.10.2007 16:07 Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. 21.10.2007 15:26 Trylltist á veitingastað - myndband Gestir á veitingahúsi í Bandaríkjunum sáu þann kostinn vænstan að flýja þegar einn gestanna trylltist yfir því að tölvan hans virkaði ekki. 21.10.2007 13:33 Pólverjar kjósa þing Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing - tveimur árum á undan áætlun. Skömmu fyrir hádegi höfðu um fimmtíu Pólverjar búsettir á Íslandi greitt atkvæði í Alþjóðahúsinu í Reykjavík. 21.10.2007 12:49 Velti bílnum og hvarf í burtu Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan hálf sex í morgun eftir að bifreið fannst í skurði skammt sunnan við Stóru Laxá. 21.10.2007 12:19 Ætluðu að myrða Ehud Olmert Hópur Palestínumanna lagði á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þegar hann fór í bílalest til þess að hitta Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna í Jeríkó í ágúst síðastliðnum. 21.10.2007 11:50 Namm, namm Líklega verður síld og kartöflur í matinn á einhverjum heimilum í Grundarfirði í kvöld. Þar er nú mokveiði af síld svo nærri landi að bátarnir geta tekið upp kartöflur í leiðinni. 21.10.2007 10:49 Drukkinn ökuníðingur eltur uppi Lögreglan á Suðurnesjum þurfti í nótt að elta uppi ökumann sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum. 21.10.2007 10:32 Þjóðernissinnar sækja á í Sviss Kosið til þings í Sviss í dag og er þjóðernissinnum spáð mestu fylgi. 21.10.2007 10:18 Tyrkir gera stórskotaliðsárás á Írak Tyrkenski herinn hóf stórskotaliðsárás á Kúrdahéruð í Norður-Írak í morgun. 21.10.2007 10:10 Lögreglan hleraði síma smyglskútumanna í tíu mánuði Rannsókn smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði hefur staðið afar lengi. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fyrst beðið um leyfi til hlerunar í byrjun desember á síðasta ári. Þá var beðið um leyfi til að hlera nokkur símanúmer í eigu Einars Jökuls Einarssonar, annars meints höfuðpaurs smyglsins. 21.10.2007 09:31 Gorbachev orðinn krati -stofnar flokk Mikael Gorbachev setti í dag stofnfund nýrrrar hreyfingar Sambands jafnaðarmanna í Rússlandi. 20.10.2007 21:00 Fullur túristi stökk á krókódíl -ógurleg slagsmál Eftir tólf bjóra þótti Matt Martin tími til kominn að fá sér sundsprett. Matt er frá Newcastle í Bretlandi, en var í sumarfríi í Queensland í Ástralíu. 20.10.2007 20:49 Ánægja í Kolaportinu með yfirlýsingu borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill beita sér fyrir því að láta endurskoða fyrirhugaðar framkvæmdir í Kolaportinu. Sölumenn og rekstraraðilar í Kolaportinu lýsa yfir ánægju með fyrirætlun borgarstjóra. 20.10.2007 18:58 Óttast stjórnarskipti Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. 20.10.2007 18:45 Ekki tímabært að breyta skilgreiningu kirkjunnar á hjónabandi Biskup Íslands telur ekki rétt að skilgreining kirkjunnar á hjónabandi nái einnig yfir sáttmála milli fólks af sama kyni. Hópur presta vill að kirkjan breyti afstöðu sinni til málsins. Við setningu kirkjuþings í dag sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, að rétt væri að leggja embætti kirkjumálaráðherra niður. 20.10.2007 18:44 Maður bjargaðist úr Selvatni Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag send að fremra Selvatni í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi til að bjarga manni sem var á báti sem hvolfdi þar. 20.10.2007 17:15 Sjá næstu 50 fréttir
Vildi ekki lána Lucky Day Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði. 22.10.2007 10:47
Forstöðumaður Fjöliðjunnar segir upp Forstöðumaður Fjöliðjunnar hefur sagt starfi sínu lausu en unnið er að úttekt á fjárreiðum félagsins. Grunur leikur á um að ekki sé allt með felldu í þeim efnum og hefur Ríkisendurskoðun verið fengin til aðstoðar við að kanna bókhaldsgögn. 22.10.2007 10:33
Búðarkassa og fötum stolið úr verslun á Selfossi Brotist var inn í fataverslunina Click á Selfossi í nótt og þaðan stolið nokkru af fatnaði ásamt búðarkassa. 22.10.2007 10:21
Dularfulla hliðshvarfið í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi rannsakar nú mál þar sem hliði sem var á vegi að nokkrum sumarbústöðum í Grímsnesi var stolið. 22.10.2007 10:12
Dómur fellur í stóra BMW-málinu á næstunni Hæstiréttur mun kveða upp úrskurð sinn í stóra BMW-málinu á næstunni. Þrír af fjórum sakborningum í þessu gríðarstóra fíkniefnamáli áfrýjuðu dómum sínum í héraði og tók Hæstiréttur málið fyrir í síðustu viku. 22.10.2007 09:51
Aldrei fleiri útskrifaðir úr námi á háskólastigi Aldrei hafa fleiri útskrifast úr námi á háskólastigi á einu skólaári en skólaárið 2005-2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þá útskrifuðustu rúmlega 3360 manns með nærri 3.390 próf. Það voru nærri 16 prósentum fleiri en árið áður. 22.10.2007 09:20
Stjórnarandstaðan sigraði í Póllandi Stjórnarandstaðan í Póllandi fór með sigur af hólmi í kosningum í landinu í gær. Núverandi forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski hefur viðurkennt ósigur sinn en flokkur hans Lög og regla fékk 32 prósent atkvæða í kosningunum. 22.10.2007 08:42
Kókaínský á Akranesi Hvítt ský liðaðist aftur úr bíl, rétt áður en hann nam staðar að skipan lögreglunnar á Akranesi um helgina. 22.10.2007 08:30
Cheney aðvarar Írani Dick Cheney sagði í ræðu sem hann hélt í Virgíníu í gær að Íranir stæðu í vegi fyrir því að friður kæmist á í Mið Austurlöndum og að heimurinn gæti ekki staðið hjá og horft upp á ríkið koma sér upp kjarnavopnum. 22.10.2007 08:24
Þúsundum minka sleppt í Danmörku Tvö þúsund minkar fengu frelsið í nótt þegar brotist var inn í minnkabú í nágrenni Holsterbro í Danmörku og búrin opnuð. Minnkarnir sjást nú fara um í hópum í nágrenninu og hamast menn nú við að fanga dýrin á ný. 22.10.2007 08:11
Skógareldar í Malíbú ógna glæsivillum Miklir skógareldar geysa nú í Malibu í Californíu í Bandaríkjunum. Tugir húsa hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 22.10.2007 08:06
50 þúsund laxar á stöng Laxveiðin á stöng í ár nemur umþaðbil 50 þúsund löxum, sem er þriðja mesta ársveiði til þessa, samkvæmt bráðabirgðatölum veiðimálastofnunar. 22.10.2007 08:02
Lést þegar óðir apar réðust á hann Aðstoðarborgarstjórinn í Delhí á Indlandi lést af völdum höfuðáverka þegar hann féll fram af svölum á heimili sínu er hann reyndi að verjast árásum apanna sem gerðu aðsúg að honum. Yfirvöld í Delhi hafa lengi reynt að stemma stigu við apaplágunni sem herjað hefur á borgina en aparnir brjótast inn í hús og musteri og fara um ruplandi og rænandi og hræða fólk. 22.10.2007 07:54
Tamíl tígrar gera loftárás Uppreisnarmenn úr röðum Tamíl tígra á Sri Lanka gerðu loftárás á herflugvöll á norðurhluta eyjarinnar í nótt. 22.10.2007 07:45
Tyrkir undirbúa aðgerðir Tyrkneskir leiðtogar hafa heitið því að beita öllum ráðum til þess að berja niður Kúrdíska vígamenn eftir bardaga síðustu daga. Að minnsta kosti 12 tyrkneskir hermenn féllu í árás á aðfararnótt sunnudags. 22.10.2007 07:43
Ökumaðurinn í felum Ekki hefur enn tekist að hafa upp á ökumanni bílsins, sem fannst úti í skurði skammt frá Stóru Laxá í Árnessýslu í gærmorgun. 22.10.2007 07:39
Charles var eina ást Díönu Charles var stóra og eina ástin í lífi Díönu prinsessu, að sögn náinnar vinkonu hennar. Hún elskaði hann til síðasta dags og hefði aldrei dottið í hug að giftast Dodi Al-Fayed. 21.10.2007 22:15
Bóksalinn í Kabúl höfðar mál gegn Seierstad Bóksalinn í Kabúl hafnaði í dag tilboði norsku blaðakonunnar og rithöfundarins Åsne Seierstad um fimm milljóna króna greiðslu vegna bókarinnar sem hún skrifaði með hann sem fyrirmynd. 21.10.2007 20:44
Kona í fyrsta sinn formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum í dag. 21.10.2007 20:07
Ingibjörg Sólrún heiðurs Ameríkani Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði á föstudagskvöld Women's Foreign Policy Group (WFPG) í Washington. 21.10.2007 19:55
Leggið þið niður vopn eða farið þið Jalal Talabani forseti Íraks krafðist þess í dag að Kúrdar leggi niður vopn eða yfirgefi landið ella. 21.10.2007 19:48
Lamdi mann með gangstéttarhellu Tæplega tvítugur piltur var handtekinn á Seyðisfirði í nótt eftir að hann lamdi fimmtugan karlmann í hausinn með gangstéttarhellu. 21.10.2007 18:59
Deila um skipulag Álftaness Bæjarstjórinn á Álftanesi kom í veg fyrir að deiliskipulag bæjarins væri rætt á bæjarstjórnarfundum, segir oddviti minnihlutans í bænum. Bæjarstórinn segir minnihlutann enn í sárum eftir síðustu kosningar. 21.10.2007 18:58
Særður tilfinningalega vegna breytinga á Biblíunni Gunnari í Krossinum er alvarlega misboðið og hann segist vera særður tilfinningalega vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á texta Biblíunnar í hinni nýju þýðingu. Nauðsynlegar breytingar segir formaður þýðingarnefndar. 21.10.2007 18:54
Skila áliti um samruna REI og Geysis Green Energy fljótlega Svandísarnefndin svokallaða skilar inn áliti sínu á samruna Rei og Geysis Green Energy á næstu vikum. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort Reykjavíkurborg fer fram á ógildingu á samrunanum eða ekki. 21.10.2007 18:52
Olíufélög í hár saman Fyrirtækin Atlantsolía og Olís eru komin í hár saman eftir að það síðastnefnda lét draga auglýsingabifreið Atlantsolíu í burtu. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu krefst þess að Olís skili bílnum og greiði öll gjöld vegna þessa. 21.10.2007 18:38
Þjóðernissinnar unnu sigur í Sviss Þjóðernissinnar eru nú stærsti flokkurinn á svissneska þinginu. Þeir fengu 28,8 prósent atkvæða samkvæmt fyrstu tölum í kosningunum sem fram fóru í dag. 21.10.2007 17:53
Eredda dekkjavekkstaðið? Austurríski ökumaðurinn var svo drukkinn að hann treysti sér ekki til þess að skipta um dekk þegar sprakk á bílnum hans. 21.10.2007 17:27
Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. 21.10.2007 15:26
Trylltist á veitingastað - myndband Gestir á veitingahúsi í Bandaríkjunum sáu þann kostinn vænstan að flýja þegar einn gestanna trylltist yfir því að tölvan hans virkaði ekki. 21.10.2007 13:33
Pólverjar kjósa þing Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing - tveimur árum á undan áætlun. Skömmu fyrir hádegi höfðu um fimmtíu Pólverjar búsettir á Íslandi greitt atkvæði í Alþjóðahúsinu í Reykjavík. 21.10.2007 12:49
Velti bílnum og hvarf í burtu Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan hálf sex í morgun eftir að bifreið fannst í skurði skammt sunnan við Stóru Laxá. 21.10.2007 12:19
Ætluðu að myrða Ehud Olmert Hópur Palestínumanna lagði á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þegar hann fór í bílalest til þess að hitta Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna í Jeríkó í ágúst síðastliðnum. 21.10.2007 11:50
Namm, namm Líklega verður síld og kartöflur í matinn á einhverjum heimilum í Grundarfirði í kvöld. Þar er nú mokveiði af síld svo nærri landi að bátarnir geta tekið upp kartöflur í leiðinni. 21.10.2007 10:49
Drukkinn ökuníðingur eltur uppi Lögreglan á Suðurnesjum þurfti í nótt að elta uppi ökumann sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum. 21.10.2007 10:32
Þjóðernissinnar sækja á í Sviss Kosið til þings í Sviss í dag og er þjóðernissinnum spáð mestu fylgi. 21.10.2007 10:18
Tyrkir gera stórskotaliðsárás á Írak Tyrkenski herinn hóf stórskotaliðsárás á Kúrdahéruð í Norður-Írak í morgun. 21.10.2007 10:10
Lögreglan hleraði síma smyglskútumanna í tíu mánuði Rannsókn smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði hefur staðið afar lengi. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fyrst beðið um leyfi til hlerunar í byrjun desember á síðasta ári. Þá var beðið um leyfi til að hlera nokkur símanúmer í eigu Einars Jökuls Einarssonar, annars meints höfuðpaurs smyglsins. 21.10.2007 09:31
Gorbachev orðinn krati -stofnar flokk Mikael Gorbachev setti í dag stofnfund nýrrrar hreyfingar Sambands jafnaðarmanna í Rússlandi. 20.10.2007 21:00
Fullur túristi stökk á krókódíl -ógurleg slagsmál Eftir tólf bjóra þótti Matt Martin tími til kominn að fá sér sundsprett. Matt er frá Newcastle í Bretlandi, en var í sumarfríi í Queensland í Ástralíu. 20.10.2007 20:49
Ánægja í Kolaportinu með yfirlýsingu borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill beita sér fyrir því að láta endurskoða fyrirhugaðar framkvæmdir í Kolaportinu. Sölumenn og rekstraraðilar í Kolaportinu lýsa yfir ánægju með fyrirætlun borgarstjóra. 20.10.2007 18:58
Óttast stjórnarskipti Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. 20.10.2007 18:45
Ekki tímabært að breyta skilgreiningu kirkjunnar á hjónabandi Biskup Íslands telur ekki rétt að skilgreining kirkjunnar á hjónabandi nái einnig yfir sáttmála milli fólks af sama kyni. Hópur presta vill að kirkjan breyti afstöðu sinni til málsins. Við setningu kirkjuþings í dag sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, að rétt væri að leggja embætti kirkjumálaráðherra niður. 20.10.2007 18:44
Maður bjargaðist úr Selvatni Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag send að fremra Selvatni í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi til að bjarga manni sem var á báti sem hvolfdi þar. 20.10.2007 17:15