Metupphæð greidd fyrir verk Ólafs Elíassonar Björn Gíslason skrifar 17. október 2007 10:28 Listaverkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson seldist fyrir litlar 80 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í Lundúnum á sunnudaginn var. Það er að líkindum mesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir verk eftir Íslending að sögn Jóhanns Ágúts Hansens, listmunasala hjá Gallerí Fold. Inni í þessari upphæð eru ekki uppboðslaun Christie´s en þau nema að sögn Jóhanns 10-15 prósentum af kaupverðinu. Endanlegt verð verksins nemur því væntanlega um 90 milljónum íslenskra króna Verkið var metið á bilinu 11 til 15 milljónir króna og seldist því á margföldu matsverði. Jóhann bendir á að salan slái léttilega út söluna á Hvítasunnudegi efti Jóhannes Kjarval sem seldist á 20 milljónir í Kaupmannahöfn í vor en það var hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir verk Íslendings á þeim tíma. Þá bendir Jóhann einnig á til samanburðar að Gallerí Fold hafi á sunnudag boðið upp verk eftir marga af virtustu listamönnum þjóðarinnar, eins og Jóhannes Kjarval og Þórarinn Þorláksson, og þar hafi um 150 verk selst fyrir um 40-50 milljónir króna samanlagt. Fivefold eye er skúlptúr úr stáli og speglum. Það var sýnt í Basel Kunsthalle í nóvember 2000 og aftur í The Institute of Contemporary Art í Boston í janúar 2001. Jóhann segir að fjallað hafi verið um verkið í ýmsum bókum og var það meðal annars á forsíðu bókarinnar Olafur Eliasson eftir M. Grynsztejn, D. Birbaum, M. Speaks og fleiri sem kom út í London 2002. Staðfestir stöðu Ólafs á alþjóðavettvangi Aðspurður um þýðingu þessa segir Jóhann að salan staðfesti þá stöðu sem Ólafur Elíasson hafi á alþjóðlegum listaverkamarkaði. „Það má segja að þessi sala sé ákveðið stökk fyrir Ólaf en þetta er fyrsta verk hans sem selst á yfir milljón dollara," segir Jóhann. Hann segir að verk Ólafs hafi selst vel á þessu ári og fyrir töluverðar fjárhæðir en þó ekkert í líkingu við þetta. Þannig hafi verkið Colorvision verði selt á 10,1 milljón fyrr á árinu og ljósmyndaserían The Fault Series, sem er af misgengjum á Íslandi, seldist á 17,5 milljónir. Jóhanni er ekki kunnugt um hver keypti verkið en segir að seljandinn, sem keypti verkið í Berlín árið 2000, uni væntanlega glaður við sitt. Aðspurður hvort líklegt sé að Íslendingur hafi keypt það segir Jóhann ómögulegt að segja til um það. Verk Ólafs hafi selst víðar en margra annarra íslenskra listamanna. Þeir hafi mest selt í Danmörku en verk Ólafs hafi meðal annars selst í Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Grikklandi. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Listaverkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson seldist fyrir litlar 80 milljónir króna á uppboði hjá Christie´s í Lundúnum á sunnudaginn var. Það er að líkindum mesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir verk eftir Íslending að sögn Jóhanns Ágúts Hansens, listmunasala hjá Gallerí Fold. Inni í þessari upphæð eru ekki uppboðslaun Christie´s en þau nema að sögn Jóhanns 10-15 prósentum af kaupverðinu. Endanlegt verð verksins nemur því væntanlega um 90 milljónum íslenskra króna Verkið var metið á bilinu 11 til 15 milljónir króna og seldist því á margföldu matsverði. Jóhann bendir á að salan slái léttilega út söluna á Hvítasunnudegi efti Jóhannes Kjarval sem seldist á 20 milljónir í Kaupmannahöfn í vor en það var hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir verk Íslendings á þeim tíma. Þá bendir Jóhann einnig á til samanburðar að Gallerí Fold hafi á sunnudag boðið upp verk eftir marga af virtustu listamönnum þjóðarinnar, eins og Jóhannes Kjarval og Þórarinn Þorláksson, og þar hafi um 150 verk selst fyrir um 40-50 milljónir króna samanlagt. Fivefold eye er skúlptúr úr stáli og speglum. Það var sýnt í Basel Kunsthalle í nóvember 2000 og aftur í The Institute of Contemporary Art í Boston í janúar 2001. Jóhann segir að fjallað hafi verið um verkið í ýmsum bókum og var það meðal annars á forsíðu bókarinnar Olafur Eliasson eftir M. Grynsztejn, D. Birbaum, M. Speaks og fleiri sem kom út í London 2002. Staðfestir stöðu Ólafs á alþjóðavettvangi Aðspurður um þýðingu þessa segir Jóhann að salan staðfesti þá stöðu sem Ólafur Elíasson hafi á alþjóðlegum listaverkamarkaði. „Það má segja að þessi sala sé ákveðið stökk fyrir Ólaf en þetta er fyrsta verk hans sem selst á yfir milljón dollara," segir Jóhann. Hann segir að verk Ólafs hafi selst vel á þessu ári og fyrir töluverðar fjárhæðir en þó ekkert í líkingu við þetta. Þannig hafi verkið Colorvision verði selt á 10,1 milljón fyrr á árinu og ljósmyndaserían The Fault Series, sem er af misgengjum á Íslandi, seldist á 17,5 milljónir. Jóhanni er ekki kunnugt um hver keypti verkið en segir að seljandinn, sem keypti verkið í Berlín árið 2000, uni væntanlega glaður við sitt. Aðspurður hvort líklegt sé að Íslendingur hafi keypt það segir Jóhann ómögulegt að segja til um það. Verk Ólafs hafi selst víðar en margra annarra íslenskra listamanna. Þeir hafi mest selt í Danmörku en verk Ólafs hafi meðal annars selst í Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Grikklandi.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira