Fleiri fréttir Aftur ákært í netbankamáli Mál gegn fjórum Akureyringum sem samanlagt högnuðust um ríflega 30 milljónir króna í gjaldeyrisviðskiptum á Netinu var þingfest í gær aftur. 11.10.2007 13:00 Rætt um kynferðisofbeldi gegn börnum Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Netinu er til umræðu á ráðstefnu Barnaheilla í Norræna húsinu í Reykjavík í dag. Þar er rætt hversu berskjölduð börn geti verið fyrir áreiti og ofbeldi á netinu og hvernig ný tækni sé notuð til að beita börn slíku ofbeldi. 11.10.2007 12:49 Erlendum nemendum á Akranesi fjölgar um 143% Grunnskólanemendum af erlendum uppruna á Akranesi hefur fjölgað úr sjö í sautján frá því á síðasta skólaári. Það er aukning um 143%. Þetta telst mikil aukning í ekki stærra sveitarfélagi og því ræða bæjaryfirvöld nú leiðir til að komast til móts við þennan nýja hóp nemenda og hvernig megi auðvelda honum að aðlaga sig að nýju samfélagi. 11.10.2007 12:38 Árangur á alþjóðlegum orkumarkaði ekki gefinn Sameinað fyrirtæki Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy býr að sérþekkingu Íslendinga á sviði jarðvarma og endurnýtanlegrar orku. Það þýði þó ekki að árangur í sölu á alþjóðlegum markaði sé gefinn. Þetta segir bandarískur sérfræðingur um samkeppni á alþjóðlegum orkumarkaði. 11.10.2007 12:30 Umferðarslys í miðbænum Umferðarslys varð á gatnamótum Faxagötu, Sæbrautar og Kalkofnsvegar, skammt frá sjávarútvegsráðuneytinu, um hádegisbil. 11.10.2007 12:23 Rætt um REI í Höfða Borgarstjórnarmeirihlutinn kemur saman til fundar í Höfða klukkan eitt og eftir því sem fréttastofa kemst næst á meðal annars að ræða málefni Reykjavik Energy Invest. 11.10.2007 12:05 Textinn var lesinn upp fyrir Svandísi Á aukafundi borgarstjórnar í gær sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að hann hefði ekki áður verið kallaður lygari, í störfum sínum. 11.10.2007 11:58 Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Breski rithöfundurinn Doris Lessing er handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels í ár. Frá þessu greindi sænska akademían í dag. Lessing, sem er 87 ára, er elsta manneskja sem hlotið hefur þennan heiður og ellefta konan. 11.10.2007 11:40 Kína mótmælir verðlaunum Dalai Lama Stjórnvöld í Peking andmæltu í dag áformum Bandaríkjaþings um að heiðra búddaleiðtogann Dalai Lama. Tíbeska útlaganum verður í þessum mánuði veitt gullmedalía bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kína lítur á Dalai Lama sem aðskilnaðarsinna. 11.10.2007 11:30 Orkulindir áfram í samfélagslegri forsjá Orkulindir á Íslandi eiga áfram að vera í samfélagslegri forsjá að mati Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag. Hann segir að það frumvarp sem nú er í smíðum komi reglu á orkumarkaðinn og tryggi að þær orkulindir sem í dag eru í samfélagslegri forsjá verði það áfram. 11.10.2007 11:17 Bhutto hvött til að fresta heimför Pervez Musharraf forseti Pakistan hefur óskað eftir því að Benazir Bhutto fyrrverrandi forsætisráðherra fresti heimkomu sinni þar til Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti endurkjörs hans í forsetaembættið. 11.10.2007 11:05 Stríð í Afríku kostar jafnmikið og þróunaraðstoð Ný skýrsla um stríðsátök í Afríku greinir frá því að þróunarmál síðustu 15 ár hafi kostað álfuna 300 milljarða bandaríkjadala. Kostnaðurinn er jafnhár fjárhæðum sem bárust á tímabilinu í þróunaraðstoð. Það var hópur sjálfstæðra samtaka sem stóðu að rannsókninni, þar á meðal Oxfam, alþjóðasamtakin sem berjast gegn fátækt. 11.10.2007 10:40 Staðfestir stjórnvaldssekt Sunda Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta félagið Sund um eina milljón króna vegna þess að fyrirtækið svaraði ekki ítrekaðri beiðni stofnunarinnar um gögn. 11.10.2007 10:37 Segir sjálfstæðismenn vilja fórna meirihlutanum í borgarstjórn Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks standa fyrir ofsóknum á hendur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra. Þetta kemur fram á heimasíðu Össurar. Hann segir sjálfstæðismenn einbeitta í þeim ásetning að fórna meirihlutanum frekar en að gefa borgarstjóra grið. 11.10.2007 10:21 Búrma - Mótmælandi deyr í fangelsi Maður sem barðist fyrir lýðræði í Búrma og var handtekinn í mótmælum í síðasta mánuði lést við yfirheyrslur. Alþjóða mannréttindasamtök pólitískra fanga í Taílandi greindu frá því að maðurinn hefði látist af völdum pyntinga. Dauði hans vekur ugg um öryggi fjölda fanga í Búrma. 11.10.2007 10:21 Áttatíu meintir barnaníðingar handteknir í Portúgal Lögreglan í Portúgal handtók í gær áttatíu grunaða barnaníðinga og lagði hald á um 150 tölvur í stærstu lögregluaðgerð gegn barnaníðingum í sögu landsins. Hún fer nú í gegnum ógrynni barnakláms sem fannst í aðgerðinni. 11.10.2007 10:18 Mál Svandísar fyrir dóm á mánudag Mál Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, vegna eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. 11.10.2007 10:07 Dómsmálaráðherra gagnrýnir forstjóra REI Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, tekur undir gagnrýni borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna á Guðmund Þóroddson, forstjóra Reykjavík Energy Invest. Á heimasíðu sinni segir ráðherra að það komi sér ekki á óvart að Guðmundur sé tregur til að miðla upplýsingum til kjörinna fulltrúa. 11.10.2007 10:06 Múslimar biðla til Páfa um frið Rúmlega 130 íslamskir fræðimenn hafa skrifað Benedikt páfa og öðrum kristnum leiðtogum bréf þar sem hvatt er til meiri skilnings á milli trúarbragðanna tveggja. Þeir segja að heimsfriður gæti velt á bættum samskiptum á milli múslima og kristinna. 11.10.2007 09:51 Rannsókn lokið í skærastungumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á árásinni sem átti sér stað aðfaranótt miðvikudags þegar karlmaður var stunginn í bakið með skærum. Þrír voru handteknir vegna málsins. 11.10.2007 09:38 Frumættleiðingum frá útlöndum fækkar Sjötíu börn voru ættleidd hér á landi í fyrra og fækkaði þeim um fimm frá árinu á undan. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að 37 barnanna hafi verið stjúpættleidd en í 33 tilvikum var um frumættleiðingu að ræða. 11.10.2007 09:32 Of mikið af brjóstunum á breska þinginu Jacqui Smith innanríkisráðherra Bretlands hefur viðurkennt að sennilega sýni hún of mikið af brjóstum sínum í umræðutímum á breska þinginu. 11.10.2007 08:49 Malasía eignast geimfara Malasía er nú komin í hóp þjóða sem eiga geimfara. Um borð í Soyuz eldflaug sem farin er af stað út í geiminn frá Baikonur í Kazakhstan er sheikinn Muszaphar Shukor frá Malasíu ásamt tveimur öðrum geimförum. 11.10.2007 08:20 Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna í uppnámi Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna eru í uppnámi þessa stundina og ástæðan er þjóðarmorðið á Armenum fyrir 90 árum síðan. Stjórn Tyrklands hefur fordæmt atkvæðagreiðsu þingnefndar á bandaríkjaþingi þar sem samþykkt var ályktun um að þjóðarmorð hefði verið framið á Armenum í Tyrklandi árin 1915 til 1917. 11.10.2007 07:57 Valdabarátta öryggissveita ógnar stöðugleika Rússlands Stöðugleiki hins rússneska samfélags er í hættu ef marka má opið bréf eftir Viktor Cherkesov yfirmann fíkniefnalögreglunnar þar í landi sem birtist í blaðinu Kommersant í vikunni. 11.10.2007 07:53 Gripinn glóðvolgur í innbroti Karl á fertugsaldri var handtekinn á Laugavegi um þrjúleytið í nótt en sá gekk beint í flasið á lögreglumönnum sem höfðu fengið tilkynningu um innbrot. Maðurinn var með felgulykil og bakpoka í fórum sínum og sagðist hafa fundið hvorutveggja í fyrirtækinu sem hann var á leið út úr þegar hann mætti laganna vörðum. 11.10.2007 07:51 Neyðarkall frá fiskibát Færeyskur fiskibátur sendi í nótt út neyðarkall þar sem hann var vélarvana á reki um fjórar mílur undan landi undan suðurströndinni, á milli Þjórsár og Stokkseyrar. Þriggja metra ölduhæð var og bátinn að reka á landi. Sæberg frá Þorlákshöfn var þar nærri og fór til hjálpar. Vel gekk að koma línu um borð í færeyska bátinn og er Sæberg með hann á leið til Þorlákshafnar. 11.10.2007 07:50 Ferðir fagráða kosta borgarsjóð 15 milljónir kr. Ferðir fimm fagráða borgarstjórnar hafa kostað borgarsjóð rétt rúmlega 15 milljónir króna það sem af er kjörtímabilinu. Um er að ræða fræðslu- og kynnisferðir og hefur þumalfingurreglan í borgarpólitíkinni verið sú hingað til að öll fagráðin fái eina slíka ferð á hverju kjörtímabili. 11.10.2007 07:39 Eldur á Broadway Eldur kom upp á skemmtistaðnum Broadway við Ármúla í kvöld. Slökkviliðið var kallað á staðinn rétt eftir klukkan níu og hafði eldurinn læst sig í gardínur við neyðarútgang staðarins. Ekki var um mikinn eld að ræða og slöktu slökkviliðsmenn í síðustu glæðunum þegar þeir komu á vettvang. 10.10.2007 22:18 Rangur Guðmundur Í fréttayfirliti Stöðvar 2 nú í kvöld urðu mistök við myndbirtingu. Þar birtist mynd af Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands í tengslum við fréttir af meintum spillingarmálum í Kópavogi. Téður Guðmundur á þar engan hlut að máli heldur var átt við alnafna hans, Guðmund Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi. 10.10.2007 19:53 Á leið á árangurslausan fund Bandaríkin og Rússland virðast ekki vera neitt nærri því að leysa ágreiningsmál sín, nú þegar tveir af æðstu ráðherrum bandaríkjastjórnar halda til Moskvu til viðræðna. 10.10.2007 19:45 Hitafundur um selastofna Fjallað verður um seli í Eystrasalti og Norður-Atlantshafi á alþjóðlegri ráðstefnu í Vasa í Finnlandi dagana 16. til 18. október. 10.10.2007 19:11 Víxluðust eftir fæðingu Foreldrar tveggja tíu mánaða stúlkna búa sig nú undir að skipta á stúlkunum eftir að í ljós kom að þær víxluðust strax eftir fæðingu. 10.10.2007 19:00 Saka Sjálfstæðismenn í Kópavogi um spillingu Spilling réð því að Guðmundur Gunnarsson var ráðinn verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ að mati Samfylkingarmanna í bænum, en Guðmundur var meðeigandi Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í verktakafyritæki. 10.10.2007 19:00 Sitt sýnist hverjum um afnám launaleyndar Afnám launaleyndar mun ekki jafna launamun kynjanna og aðeins skapa launaumræðu á kaffistofum landsins segir framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins. Skref í rétta átt segir talsmaður feminista. 10.10.2007 18:43 Tekið til skoðunar mæli menn með því að selja 2009 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við blaðamann Vísis ekki útiloka það að beðið yrði með sölu Orkuveitu Reykjavíkur til ársins 2009, mæli ráðgjafar með því. 10.10.2007 18:25 Fáklæddum hjúkrunarkonum mótmælt Danskar hjúkrunarkonur eru öskureiðar yfir nýrri auglýsingaherferð undirfataframleiðandans JBS. 10.10.2007 18:25 Kíktu á sjúkraskrá Clooneys Stjórn sjúkrahússins þar sem George Clooney var til meðferðar eftir að hann slasaðist í árekstri á mótorhjóli sínu hefur sakað 40 starfsmenn, meðal annars lækna, um að hafa í óleyfi skoðað sjúkraskrá leikarans. 10.10.2007 17:26 Flýtimeðferð í kærumáli Svandísar Svandís Svavarsdóttir sagði á aukafundi borgarstjórnar í dag að dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefði samþykkt beiðni lögmanns hennar að veita kæru hennar vegna meints ólögmætis eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur flýtimeðferð. 10.10.2007 17:25 Vilhjálmur segist hafa orðið fyrir ómaklegum árásum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagðist á aukafundi í borgarstjórn í dag hafa sætt ómaklegum árásum í REI-málinu. 10.10.2007 16:55 16 milljarða aukaútgjöld úr ríkissjóði Óskað er eftir 16 milljarða króna aukaútgjöldum úr ríkissjóði í frumvarpi um fjáraukalög sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar af óskar fjármálaráðuneytið eftir um 6,7 milljörðum króna og félagsmálaráðuneytið um 1,7 milljarð króna. 10.10.2007 16:40 Fangar elda á Kvíabryggju Þann 15. október næstkomandi munu fangar taka við allri eldamennsku á Kvíabryggju en til þessa hafa tvær matráðskonur séð um að elda. 10.10.2007 16:39 Skyrið vinsælt vestra Íslenska skyrið fær afbragðsgóða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Í morgunþáttum á sjónvarpsstöðvunum CBS og NBC lofsömuðu næringarfræðingar skyrið. 10.10.2007 16:18 Brennivínið bjargaði lífi hans Læknalið á áströlsku sjúkrahúsi lenti í nokkrum vanda þegar komið var með mann sem var að deyja eftir að hafa drukkið kælivökva. 10.10.2007 16:14 Þýðingarverkefni sem nema 30 til 40 ársverkum Fjölga þarf starfsmönnum á Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins um 18 til að hægt verði að klára öll verkefni sem þar bíða. Helstu verkefni stofnunarinnar eru þýðingar á reglugerðum EES samningsins en nú bíða þýðingarverkefni þar sem nema um 30 til 40 ársverkum. 10.10.2007 16:04 Sjá næstu 50 fréttir
Aftur ákært í netbankamáli Mál gegn fjórum Akureyringum sem samanlagt högnuðust um ríflega 30 milljónir króna í gjaldeyrisviðskiptum á Netinu var þingfest í gær aftur. 11.10.2007 13:00
Rætt um kynferðisofbeldi gegn börnum Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Netinu er til umræðu á ráðstefnu Barnaheilla í Norræna húsinu í Reykjavík í dag. Þar er rætt hversu berskjölduð börn geti verið fyrir áreiti og ofbeldi á netinu og hvernig ný tækni sé notuð til að beita börn slíku ofbeldi. 11.10.2007 12:49
Erlendum nemendum á Akranesi fjölgar um 143% Grunnskólanemendum af erlendum uppruna á Akranesi hefur fjölgað úr sjö í sautján frá því á síðasta skólaári. Það er aukning um 143%. Þetta telst mikil aukning í ekki stærra sveitarfélagi og því ræða bæjaryfirvöld nú leiðir til að komast til móts við þennan nýja hóp nemenda og hvernig megi auðvelda honum að aðlaga sig að nýju samfélagi. 11.10.2007 12:38
Árangur á alþjóðlegum orkumarkaði ekki gefinn Sameinað fyrirtæki Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy býr að sérþekkingu Íslendinga á sviði jarðvarma og endurnýtanlegrar orku. Það þýði þó ekki að árangur í sölu á alþjóðlegum markaði sé gefinn. Þetta segir bandarískur sérfræðingur um samkeppni á alþjóðlegum orkumarkaði. 11.10.2007 12:30
Umferðarslys í miðbænum Umferðarslys varð á gatnamótum Faxagötu, Sæbrautar og Kalkofnsvegar, skammt frá sjávarútvegsráðuneytinu, um hádegisbil. 11.10.2007 12:23
Rætt um REI í Höfða Borgarstjórnarmeirihlutinn kemur saman til fundar í Höfða klukkan eitt og eftir því sem fréttastofa kemst næst á meðal annars að ræða málefni Reykjavik Energy Invest. 11.10.2007 12:05
Textinn var lesinn upp fyrir Svandísi Á aukafundi borgarstjórnar í gær sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að hann hefði ekki áður verið kallaður lygari, í störfum sínum. 11.10.2007 11:58
Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Breski rithöfundurinn Doris Lessing er handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels í ár. Frá þessu greindi sænska akademían í dag. Lessing, sem er 87 ára, er elsta manneskja sem hlotið hefur þennan heiður og ellefta konan. 11.10.2007 11:40
Kína mótmælir verðlaunum Dalai Lama Stjórnvöld í Peking andmæltu í dag áformum Bandaríkjaþings um að heiðra búddaleiðtogann Dalai Lama. Tíbeska útlaganum verður í þessum mánuði veitt gullmedalía bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kína lítur á Dalai Lama sem aðskilnaðarsinna. 11.10.2007 11:30
Orkulindir áfram í samfélagslegri forsjá Orkulindir á Íslandi eiga áfram að vera í samfélagslegri forsjá að mati Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag. Hann segir að það frumvarp sem nú er í smíðum komi reglu á orkumarkaðinn og tryggi að þær orkulindir sem í dag eru í samfélagslegri forsjá verði það áfram. 11.10.2007 11:17
Bhutto hvött til að fresta heimför Pervez Musharraf forseti Pakistan hefur óskað eftir því að Benazir Bhutto fyrrverrandi forsætisráðherra fresti heimkomu sinni þar til Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti endurkjörs hans í forsetaembættið. 11.10.2007 11:05
Stríð í Afríku kostar jafnmikið og þróunaraðstoð Ný skýrsla um stríðsátök í Afríku greinir frá því að þróunarmál síðustu 15 ár hafi kostað álfuna 300 milljarða bandaríkjadala. Kostnaðurinn er jafnhár fjárhæðum sem bárust á tímabilinu í þróunaraðstoð. Það var hópur sjálfstæðra samtaka sem stóðu að rannsókninni, þar á meðal Oxfam, alþjóðasamtakin sem berjast gegn fátækt. 11.10.2007 10:40
Staðfestir stjórnvaldssekt Sunda Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta félagið Sund um eina milljón króna vegna þess að fyrirtækið svaraði ekki ítrekaðri beiðni stofnunarinnar um gögn. 11.10.2007 10:37
Segir sjálfstæðismenn vilja fórna meirihlutanum í borgarstjórn Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks standa fyrir ofsóknum á hendur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra. Þetta kemur fram á heimasíðu Össurar. Hann segir sjálfstæðismenn einbeitta í þeim ásetning að fórna meirihlutanum frekar en að gefa borgarstjóra grið. 11.10.2007 10:21
Búrma - Mótmælandi deyr í fangelsi Maður sem barðist fyrir lýðræði í Búrma og var handtekinn í mótmælum í síðasta mánuði lést við yfirheyrslur. Alþjóða mannréttindasamtök pólitískra fanga í Taílandi greindu frá því að maðurinn hefði látist af völdum pyntinga. Dauði hans vekur ugg um öryggi fjölda fanga í Búrma. 11.10.2007 10:21
Áttatíu meintir barnaníðingar handteknir í Portúgal Lögreglan í Portúgal handtók í gær áttatíu grunaða barnaníðinga og lagði hald á um 150 tölvur í stærstu lögregluaðgerð gegn barnaníðingum í sögu landsins. Hún fer nú í gegnum ógrynni barnakláms sem fannst í aðgerðinni. 11.10.2007 10:18
Mál Svandísar fyrir dóm á mánudag Mál Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, vegna eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. 11.10.2007 10:07
Dómsmálaráðherra gagnrýnir forstjóra REI Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, tekur undir gagnrýni borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna á Guðmund Þóroddson, forstjóra Reykjavík Energy Invest. Á heimasíðu sinni segir ráðherra að það komi sér ekki á óvart að Guðmundur sé tregur til að miðla upplýsingum til kjörinna fulltrúa. 11.10.2007 10:06
Múslimar biðla til Páfa um frið Rúmlega 130 íslamskir fræðimenn hafa skrifað Benedikt páfa og öðrum kristnum leiðtogum bréf þar sem hvatt er til meiri skilnings á milli trúarbragðanna tveggja. Þeir segja að heimsfriður gæti velt á bættum samskiptum á milli múslima og kristinna. 11.10.2007 09:51
Rannsókn lokið í skærastungumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á árásinni sem átti sér stað aðfaranótt miðvikudags þegar karlmaður var stunginn í bakið með skærum. Þrír voru handteknir vegna málsins. 11.10.2007 09:38
Frumættleiðingum frá útlöndum fækkar Sjötíu börn voru ættleidd hér á landi í fyrra og fækkaði þeim um fimm frá árinu á undan. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að 37 barnanna hafi verið stjúpættleidd en í 33 tilvikum var um frumættleiðingu að ræða. 11.10.2007 09:32
Of mikið af brjóstunum á breska þinginu Jacqui Smith innanríkisráðherra Bretlands hefur viðurkennt að sennilega sýni hún of mikið af brjóstum sínum í umræðutímum á breska þinginu. 11.10.2007 08:49
Malasía eignast geimfara Malasía er nú komin í hóp þjóða sem eiga geimfara. Um borð í Soyuz eldflaug sem farin er af stað út í geiminn frá Baikonur í Kazakhstan er sheikinn Muszaphar Shukor frá Malasíu ásamt tveimur öðrum geimförum. 11.10.2007 08:20
Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna í uppnámi Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna eru í uppnámi þessa stundina og ástæðan er þjóðarmorðið á Armenum fyrir 90 árum síðan. Stjórn Tyrklands hefur fordæmt atkvæðagreiðsu þingnefndar á bandaríkjaþingi þar sem samþykkt var ályktun um að þjóðarmorð hefði verið framið á Armenum í Tyrklandi árin 1915 til 1917. 11.10.2007 07:57
Valdabarátta öryggissveita ógnar stöðugleika Rússlands Stöðugleiki hins rússneska samfélags er í hættu ef marka má opið bréf eftir Viktor Cherkesov yfirmann fíkniefnalögreglunnar þar í landi sem birtist í blaðinu Kommersant í vikunni. 11.10.2007 07:53
Gripinn glóðvolgur í innbroti Karl á fertugsaldri var handtekinn á Laugavegi um þrjúleytið í nótt en sá gekk beint í flasið á lögreglumönnum sem höfðu fengið tilkynningu um innbrot. Maðurinn var með felgulykil og bakpoka í fórum sínum og sagðist hafa fundið hvorutveggja í fyrirtækinu sem hann var á leið út úr þegar hann mætti laganna vörðum. 11.10.2007 07:51
Neyðarkall frá fiskibát Færeyskur fiskibátur sendi í nótt út neyðarkall þar sem hann var vélarvana á reki um fjórar mílur undan landi undan suðurströndinni, á milli Þjórsár og Stokkseyrar. Þriggja metra ölduhæð var og bátinn að reka á landi. Sæberg frá Þorlákshöfn var þar nærri og fór til hjálpar. Vel gekk að koma línu um borð í færeyska bátinn og er Sæberg með hann á leið til Þorlákshafnar. 11.10.2007 07:50
Ferðir fagráða kosta borgarsjóð 15 milljónir kr. Ferðir fimm fagráða borgarstjórnar hafa kostað borgarsjóð rétt rúmlega 15 milljónir króna það sem af er kjörtímabilinu. Um er að ræða fræðslu- og kynnisferðir og hefur þumalfingurreglan í borgarpólitíkinni verið sú hingað til að öll fagráðin fái eina slíka ferð á hverju kjörtímabili. 11.10.2007 07:39
Eldur á Broadway Eldur kom upp á skemmtistaðnum Broadway við Ármúla í kvöld. Slökkviliðið var kallað á staðinn rétt eftir klukkan níu og hafði eldurinn læst sig í gardínur við neyðarútgang staðarins. Ekki var um mikinn eld að ræða og slöktu slökkviliðsmenn í síðustu glæðunum þegar þeir komu á vettvang. 10.10.2007 22:18
Rangur Guðmundur Í fréttayfirliti Stöðvar 2 nú í kvöld urðu mistök við myndbirtingu. Þar birtist mynd af Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands í tengslum við fréttir af meintum spillingarmálum í Kópavogi. Téður Guðmundur á þar engan hlut að máli heldur var átt við alnafna hans, Guðmund Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi. 10.10.2007 19:53
Á leið á árangurslausan fund Bandaríkin og Rússland virðast ekki vera neitt nærri því að leysa ágreiningsmál sín, nú þegar tveir af æðstu ráðherrum bandaríkjastjórnar halda til Moskvu til viðræðna. 10.10.2007 19:45
Hitafundur um selastofna Fjallað verður um seli í Eystrasalti og Norður-Atlantshafi á alþjóðlegri ráðstefnu í Vasa í Finnlandi dagana 16. til 18. október. 10.10.2007 19:11
Víxluðust eftir fæðingu Foreldrar tveggja tíu mánaða stúlkna búa sig nú undir að skipta á stúlkunum eftir að í ljós kom að þær víxluðust strax eftir fæðingu. 10.10.2007 19:00
Saka Sjálfstæðismenn í Kópavogi um spillingu Spilling réð því að Guðmundur Gunnarsson var ráðinn verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ að mati Samfylkingarmanna í bænum, en Guðmundur var meðeigandi Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í verktakafyritæki. 10.10.2007 19:00
Sitt sýnist hverjum um afnám launaleyndar Afnám launaleyndar mun ekki jafna launamun kynjanna og aðeins skapa launaumræðu á kaffistofum landsins segir framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins. Skref í rétta átt segir talsmaður feminista. 10.10.2007 18:43
Tekið til skoðunar mæli menn með því að selja 2009 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við blaðamann Vísis ekki útiloka það að beðið yrði með sölu Orkuveitu Reykjavíkur til ársins 2009, mæli ráðgjafar með því. 10.10.2007 18:25
Fáklæddum hjúkrunarkonum mótmælt Danskar hjúkrunarkonur eru öskureiðar yfir nýrri auglýsingaherferð undirfataframleiðandans JBS. 10.10.2007 18:25
Kíktu á sjúkraskrá Clooneys Stjórn sjúkrahússins þar sem George Clooney var til meðferðar eftir að hann slasaðist í árekstri á mótorhjóli sínu hefur sakað 40 starfsmenn, meðal annars lækna, um að hafa í óleyfi skoðað sjúkraskrá leikarans. 10.10.2007 17:26
Flýtimeðferð í kærumáli Svandísar Svandís Svavarsdóttir sagði á aukafundi borgarstjórnar í dag að dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefði samþykkt beiðni lögmanns hennar að veita kæru hennar vegna meints ólögmætis eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur flýtimeðferð. 10.10.2007 17:25
Vilhjálmur segist hafa orðið fyrir ómaklegum árásum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagðist á aukafundi í borgarstjórn í dag hafa sætt ómaklegum árásum í REI-málinu. 10.10.2007 16:55
16 milljarða aukaútgjöld úr ríkissjóði Óskað er eftir 16 milljarða króna aukaútgjöldum úr ríkissjóði í frumvarpi um fjáraukalög sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar af óskar fjármálaráðuneytið eftir um 6,7 milljörðum króna og félagsmálaráðuneytið um 1,7 milljarð króna. 10.10.2007 16:40
Fangar elda á Kvíabryggju Þann 15. október næstkomandi munu fangar taka við allri eldamennsku á Kvíabryggju en til þessa hafa tvær matráðskonur séð um að elda. 10.10.2007 16:39
Skyrið vinsælt vestra Íslenska skyrið fær afbragðsgóða umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Í morgunþáttum á sjónvarpsstöðvunum CBS og NBC lofsömuðu næringarfræðingar skyrið. 10.10.2007 16:18
Brennivínið bjargaði lífi hans Læknalið á áströlsku sjúkrahúsi lenti í nokkrum vanda þegar komið var með mann sem var að deyja eftir að hafa drukkið kælivökva. 10.10.2007 16:14
Þýðingarverkefni sem nema 30 til 40 ársverkum Fjölga þarf starfsmönnum á Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins um 18 til að hægt verði að klára öll verkefni sem þar bíða. Helstu verkefni stofnunarinnar eru þýðingar á reglugerðum EES samningsins en nú bíða þýðingarverkefni þar sem nema um 30 til 40 ársverkum. 10.10.2007 16:04