Fleiri fréttir

Ástsjúkur páfugl skemmir Lexus

Breskur aðalsmaður heldur því fram að páfugl hafi valdið skemmdum upp á hálfa milljón króna á Lexus-bíl sínum með því að reyna að hafa kynmök við bílinn. Baróninn sir Benjamin Slade krafði tryggingarfélag sitt um bætur fyrir skaðann með þessari útskýringu á skemmdunum.

Melahverfi kemur út úr skápnum

Í síðustu viku voru merkingar við Melahverfi í Hvalfjarðarsveit endurbættar. Sumir þekkja Melahverfið betur undir nafninu Hagamelur. Segja má að Melahverfið hafi verið hálfgert leynihverfi, því það var mjög illa merkt. Farið var fram á bættar merkingar við Vegagerðina og nú eru þær komnar upp. Greint er frá þessu á vefsíðu sveitarinnar

Lést eftir líkamsárás

Maðurinn sem fannst illa leikinn í íbúð sinni við Hringbraut í Reykjavík í gærdag er látinn. Hann lést af sárum sínum í nótt.

Kaupþing rannsakað í kjölfar Carnegie-málsins

Hið svokallaða Carnegie mál í Svíþjóð teygir nú anga sína um öll Norðurlöndin. Sænska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á átta öðrum norrænum bönkum þar á meðal Kaupþing banka. Hinir bankarnir eru HQ Bank, Kaupthing Bank, Erik Penser Fondkommission, SEB, Swedbank, Öhman og Handelsbanken. Þetta kemur fram í blaðinu Wall Street Journal í morgun.

Segist vita hver myrti Politkovskaju

Ritstjóri á rússneska blaðinu Novaja Gazeta segist vita hver drap rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovskaju. Í gær var nákvæmlega eitt ár frá því að Politkovskaja var myrt fyrir utan heimili sitt í Moskvu.

Minkur í Eyjabát

Sprelllifandi minkur sást um borð í fiskiskipinu Stíganda VE í Vestmannaeyjahöfn á laugardag, en eyjamenn hafa til þessa prísað sig sæla að vera lausir við þann vágest.

Fjallagórillur í stríðsátökum í Kongó

Uppreisnarmenn í Kongó hafa nú tekið yfir svæði í austurhluta landsins þar sem helmingur af fjallagórillum heimsins búa. Górillurnar eru í töluverðri útrýmingarhættu og hafa umhverfissinnar miklar áhyggjur af þróun mála.

Ákvörðun um gæsluvarðhald í dag

Það ræðst í dag hvort lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni, sem handtekinn var í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás í húsi við Hringbraut í gærdag.

Sjálfstæðismenn funda í dag

Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma saman til fundar í dag til að ræða aðild Orkuveitu Reykjavíkur að sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy og verður jafnvel boðað til blaðamannafundar að honum loknum.

Öryggismál í skoðun eftir skemmdarverk á Monet

Öryggismál á frönskum söfnum er nú til endurskoðunnar þar í landi eftir að þekkt verk á þeim hafa ítrekað verið skemmd eða þeim stolið. Síðasta dæmið um skemmdarverk á þekktu klassísku málverki átti sér stað á Musee d' Orsay safninu í gærmorgun.

Interpol leitar til almennings

Alþjóðalögreglan Interpol hefur sett í gang alþjóðlegt átak til að hafa upp á manni sem grunaður er að hafa sett myndir á netið sem sýna hann nauðga ungum drengjum.

Í lífshættu eftir líkamsárás

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur lífshættulega slasaður á gjörgæsludeild eftir líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins sem enn er í rannsókn.

Yoko og Sean Lennon komin, Ringo er á leiðinni

Yoko Ono er komin til landsins til að tendra friðarsúluna í Viðey sem mun lýsa upp íslenskan næturhimin í minningu John Lennon. Sean, sonur þeirra hjóna, er einnig í Reykjavík. Mikið umstang var í Viðey í dag þegar langferðarbílar voru fluttir þangað út. Trymbillinn Ringo er hins vegar ekki enn mættur en von á honum um eða eftir helgina.

Formannsskipti í UJ

Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, sem nú stendur yfir í Reykjavíl mun nýr formaður formlega taka við völdum. Við formennskunni tekur Anna Pála Sverrisdóttir en Magnús Már Guðmundsson hefur verið formaður undanfarin ár.

Slysagildra í Salahverfi

Í Salahverfi í Kópavogi er ekkert sem varar fólk við vatni sem fyllir undirgöng undir Fífuhvammsveg. Mikið vatn hefur safnast þar fyrir í rigningunum að undanförnu og er nú svo komið að ekki er hægt að komast þarna í gegn. Því verður fólk að fara yfir veginn. Börn hafa talsvert sótt í að leika sér í og við göngin sem sjást illa frá veginum.

Aðsóknarmet í sundlaugina í Bolungarvík

Fjöldi gesta í sundlaugina í Bolungarvík hefur aldrei verið meiri en undanfarna daga. Um síðustu helgi sóttu um 400 manns sundlaugina heim sem er aðsóknarmet.

Öllum mótmælendum sleppt í Kaupmannahöfn

Öllum mótmælendunum sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær hefur verið sleppt. Alls handtók lögreglan yfir fjögur hundruð mótmælendur í borginni í gær. Fólkið safnaðist saman við auð hús í norðvesturhluta borgarinnar og fór fram á að fá húsin í stað ungdómshússins sem rifið var á Norðurbrú síðastliðið vor. Lögreglan beitti táragasi og hundum á hópinn eftir að upp úr sauð milli hennar og mótmælendanna.

Fjórir létust eftir fellibyl

Að minnsta kosti fjórir létust þegar fellibylur gekk yfir Taívan í gær. Miklar rigningar fylgdu fellibylnum og fór rafmagn þúsundum heimila. Fellibylurinn stefnir nú að meginlandi Kína og óttast yfirvöld þar hann eigi eftir að valda þar miklu tjóni. Íbúum strandbæja hefur verið fyrirskipað að flytja sig innar í land.

Brown boðar ekki til kosninga

Allur vafi var tekinn af um að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi á þessi ári þegar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokaði í gær að slíkt yrði gert. Nýjar skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkurinn hefur misst forskot sitt á Íhaldsflokkinn. Ein af þeim könnunum sem birt hefur verið undanfarið sýnir að ef það yrði kosið nú myndi Verkamannaflokkurinn tapa meirihluta sínu í neðri deild breska þingsins. Aðeins eru þrír mánuðir síðan að Brown tók við starfi sínu af Tony Blair. Fyrstu kannanir, eftir að hann tók við, sýndu mikinn stuðning við flokk hans og veltu því margir fyrir sér hvort boðað yrði til kosninga í haust.

Táragasi beitt í Reykjanesbæ

Rétt fyrir kl. 05:00 í morgun brutust út hópslagsmál á Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Lögreglumenn fóru á staðinn sökum óspekta og lentu þar í átökum við fjölda fólks.

Níu árásir í nótt

Níu líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af voru fimm i miðborginni. Sextán voru kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt og fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur.

Maddie var á lífi á ströndinni

Einkaspæjari sem McCann-hjónin réðu til að leita að dóttur sinni Madeleine McCann telur sig hafa fundið erfðaefni úr henni á ströndinni nálægt sumarleyfisdvalarstað McCann-fjölskyldunnar í Portúgal.

Stuðlabergið tískufyrirbrigði?

Þrjú þúsund tonna stuðlabergsklæðning sem þekja mun menningarhúsið á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Svo gæti farið að stuðlabergið yrði að tískufyrirbrigði.

Skítur og viðbjóður á flugvellinum

Frárennslislagnirnar á Reykjavíkurflugvelli hafa verið stíflaðar frá því í febrúar með tilheyrandi sóðaskap og óþægindum.Enginn kannast við að bera ábyrgð á lögnunum.

Milljónatjón verður úr sögunni

Tugmilljónatjón verður árlega þegar ökumenn dæla röngu eldsneyti á bíla sína. Þetta tjón getur heyrt sögunni til því fram er komin ný lausn sem á að tryggja að ekki er lengur hægt að dæla röngu eldsneyti á bílinn.

ÖBÍ fagnar stefnu stjórnvalda

Á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands sem lauk í dag var einróma samþykkt ályktun þar sem stefnu stjórnvalda um umbætur í velferðakerfinu er fagnað. ÖBÍ leggur áherslu á að skipulagt verði eitt nýtt og betra almannatryggingakerfi fyrir alla landsmenn.

Selja lykil að lífi

Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum og aðstandendum þeirra, Lykill að lífi, stendur nú sem hæst. Um þúsund fótgönguliðar úr Kiwanisklúbbum um land allt ganga í hús, ásamt fjölmörgum aðstoðarmönnum sem leggja þeim lið við sölu K-lykilsins.

Dómsmálaráðherra: Dapurlegt tímanna tákn að Alfreð skuli verja sjálfstæðismenn í OR

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra heldur áfram að fjalla um málefni Orkuveitu Reukjavíkur og Reykjavík Energy Invest á bloggi sínu. Í gærkvöld skrifaði hann að í ljósi þess sem á undan er gengið og gagnrýni sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur á Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformann OR, hefði verið dapurlegt að horfa á hann í Kastljósi og verja stjórnahætti núverandi meirihluta.

Musharraf hlaut yfirburðakosningu

Pervez Musharraf forseti Pakistan vann yfirburðasigur í forsetakosningum sem fram fóru í dag. Búist hafði verið við því að Musharraf yrði fyrir valinu en hæstiréttur landsins segir mögulegt að framboð hans sé ekki löglegt.

Hafa áhyggjur af örlögum mótmælenda í Búrma

Fyrrverandi fangar herstjórnarinnar í Búrma hafa lýst yfir miklum áhyggjum af örlögum mótmælenda sem hnepptir hafa verið í varðhald í mestu mótmælum í landinu í áratugi.

Tvennt flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun

Tilkynnt var um að eldur væri laus í gömlu húsi við Búðarstíg á Eyrarbakka laust eftir klukkan 16:00 í gær. Sjúkraflutningamenn voru fyrstir á staðinn og voru húsráðandi og gestir komnir út.

Fimm létust í sprengjutilræði

Einn bandarískur hermaður og fjórir óbreyttir borgarar létu lífið í Afganistan í morgun þegar bílasprengja sprakk á veginum til flugvallarins í Kabúl á sex ára afmæli innrásar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra inn í landið. Einn þeirra sem lést var tilræðismaðurinn sjálfur. Tilræðinu var beint að bandarískri hersveit sem ber ábyrgð á þjálfun afganskra her- og lögreglumanna.

Rafmagnslaust á Húsavík

Rafmagnslaust er á Húsavík sem stendur. Rarik vinnur að viðgerðum en vitlaust veður er í bænum, norðanátt og slydda. Einn viðmælandi Vísis á Húsavík lýsti yfir áhyggjum af því að ekki næðist útvarp á svæðinu en svo virðist sem útvarpssendingar Ríkisútvarpsins liggi niðri í rafmagnsleysinu.

Jón forseti

Fundur Alþjóðsamtaka lækna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn kaus í dag Jón Snædal lækni til þess að gegna embætti forseta samtakanna. Jón er 58. forseti samtakanna og fyrsti Íslendingurinn sem gegnir starfinu. Jón hefur verið varaformaður Læknafélags Íslands og formaður siðanefndar Alþjóðasamtaka lækna.

Vilhjálmur óttast um öryggi sitt

Vilhjálmur Bretaprins er áhyggjufullur um öryggi sitt eftir að hann og kærasta hans Kate Middleton voru hundelt af paparazzi ljósmyndurum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu konungsfjölskyldunnar var parið elt þar sem þau voru í bíl á leið af næturklúbbi í London. Myndir af þeim voru síðan birtar í the London Evening Standard.

Vatnstjón í vesturbæ Reykjavíkur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að fjölbýlihúsi í vesturbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar hafði gleymst að skrúfa fyrir krana í eldhúsi íbúðar á þriðju hæð með þeim afleiðingum að vatn lak niður á hæðina fyrir neðan.

Vilja viðræður við mótmælendur í Búrma

Leiðtogar á vesturlöndum hafa dreyft uppkasti að yfirlýsingu innan Sameinuðu þjóðanna þar sem ofbeldi og kúgun herstjórnarinnar í Búrma gegn mótmælendum í landinu er fordæmd. Bandaríkin Frakkland og Bretland hafa farið fram á að viðræður við leiðtoga mótmælendanna hefjist tafarlaust.

Forsetakosningar í Pakistan

Forsetakosningar fara fram í Pakistan í dag. Það eru þingmenn fjögurra héraðsþinga og báðar deildir þjóðþingsins sem kjósa forsetann í leynilegri kosningu. Búist er við að núverandi forseti Pervez Musharraf verði fyrir valinu. Hæstiréttur landsins segir hins vegar að ekki sé ljóst hvort Musharraf hafi lagalegan rétt til að bjóða sig fram á sama tíma og hann er herforingi.

Sjá næstu 50 fréttir