Fleiri fréttir

Óttast um öryggi sitt vegna nauðgunarsenu

Tólf ára afganskur aðalleikari í kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn vill að nauðgunaratriði verði klippt úr myndinni. Hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þess. Þau verið jafnvel útskúfuð.

Skuggaráðuneyti Samfylkingarinnar

Samfylkingin í Reykjavík hefur komið á fót skuggaráðuneytum í Reykjavík. Borgarstjórnarflokkurinn hefur skipt með sér verkum og skipað talsmenn í einstökum málaflokkum.

Engar fyrirliggjandi breytingar á peningastefnu Seðlabankans

Forsætisráðherra segir ekkert liggja fyrir um breytingar á peningastefnu Seðlabankans, en segir engin lög það merkileg að ekki megi breyta þeim. Varðandi gagnrýni utanríkisráðherra á síðustu ríkisstjórn segir hann að kosningabaráttunni hafi lokið 12.maí.

Fimm milljónir gegn dauðarefsingu

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í október 2007 verður lögð fram ályktun um að aftökur verði stöðvaðar um heim allan. Talið er að ályktunin verði fyrsta skrefið í átt að afnámi dauðarefsingarinnar. Hægt er að skrá sig á sérstaka bænaskrá gegn dauðarefsingum og hafa nú þegar 5 milljónir manna gert slíkt.

Þeir sem deila um Norðurpólinn gætu lært af landhelgisdeilunni

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er staddur í Tromsö í Noregi á ráðstefnu um öryggi og auðlindir á Norðurslóðum. Þar hélt hann erindi þar sem fram kom að lausn deilunnar um yfirráð yfir Norðurpólnum gæti falist í því hvernig Íslendingar leystu landhelgisdeiluna á sínum tíma.

Staða tjónþola bætt um milljónir kr.

Drög að lagafrumvörpum vegna breytinga á hafnalögum, siglingalögum og lögum um skipan ferðamála voru kynnt í ríkisstjórn í morgun og samþykkt að þau færu til umfjöllunar í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Meðal annars á að stórbæta stöðu tjónþola við slys eða dauðsföll.

Vilja bjóða grunnskólabörnum frítt inn á skíðasvæði

Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins hefur uppi hugmyndir um að bjóða grunnskólabörnum allra aðildarsveitarfélaga skíðasvæðanna frítt inn á skíðasvæðin frá áramótum og til reynslu til tveggja ára. Þá stefnir stjórnin áfram að undirbúningi snjóframleiðslu í bæði Bláfjöllum og Skálafelli.

Ökumaður sem velti ekki undir áhrifum fíkniefna

Í frétt Vísis af bílveltu í Þrengslunum á laugardaginn var því haldið fram í fyrirsögn að ökumaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna. Fyrirsögnin var í engum takti við innhald greinarinnar þar aðeins kom fram að lögreglan grunaði ökumanninn um hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Slíkt reyndist ekki vera raunin og biður ritstjórn Vísis hlutaðeigandi ökumann afsökunar á tilhæfulausri fyrirsögn.

Lögreglu gefið hjartastuðtæki

Í dag var lögreglunni á Vestfjörðum fært að gjöf hjartastuðtæki af gerðinni Samaritan PAD. Tækið færði Helga Guðbjartsdóttir lögreglustjóranum, Kristínu Völundardóttur, en það er gefið lögreglunni til minningar um eiginmann Helgu, Hjört Jónsson bakarameistara frá Flateyri.

Danir nálægt lækningu á brjóstkrabbameini

Danskir vísindamenn eru þeir fyrstu í heiminum sem hafa greint frumur er geta verið orsök brjóstkrabbameins. Vonir standa til að þetta muni leiða til þess að lækningin verði fundin gegn meininu. Frumurnar sem hér um ræðir líkjast stofnfrumum en grunur hefur leikið á að slíkar frumur séu undirrót brjóstkrabbameins.

Íhugar að fara á topp Cho Oyu án súrefnis

Íslenski fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson íhugar nú að fara án súrefnis á topp Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls heims sem er á landamærum Tíbets og Nepals.

Fyrirmyndin að Moe fundin

Bandarískur grínari, Rich Hall, heldur því fram að hann sé fyrirmyndin að bareigandanum Moe í hinum vinsælu þáttum um Simpsons fjölskylduna. Hann segir að honum hafi ætíð fundist að Moe líktist sér töluvert.

Enska draumadeildin hafin á Vísi

Vísir hefur hleypt af stokkunum ensku draumadeildinni fyrir lesendur vefjarins eftir frábærar viðtökur í íslensku draumadeildinni. Í ensku draumadeildinni geta þátttakendur stillt upp sínu draumaliði og fá leikmenn stig eftir frammistöðu sinni í raunverulegum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Vefpóstur Vísis liggur niðri

Vefpóstur Vísis liggur niðri þessa stundina og hefur fréttastofa fengið nokkrar fyrirspurnir frá notendum af þeim sökum. Tæknimenn vinna nú að því að koma vefpóstinum í lag en ekki liggur fyrir hvenær þeirri vinnu lýkur.

Löggudólgur dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi

Tvíttugur karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi sem skilorðsbundið er til þriggja ára fyrir að hafa í tvisvar á rúmum tveimur mánuðum í sumar ráðist á lögreglumenn sem höfðu afskipti af honum.

SÞ styður herferð gegn Norðurlöndunum

Fjölmörg stór hjálparsamtök hefja í dag, með stuðningi frá Sameinuðu þjóðunum, herferð gegn flóttamannastefnu Norðurlanda. Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir að hér á landi muni deildin ásamt Rauða krossinum og Mannréttindastofu standa að herferðinni.

Vefmælir sýnir svifryk í borginni

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að birta niðurstöður mælinga á svifryki með nýstárlegum hætti á heimasíðum Umhverfissviðs borgarinnar og Reykjavíkurborgar. Sérstakur vefmælir á síðunum mun sýna nýjust niðurstöður á hálftíma fresti frá mælistöðinni við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar.

Ki-moon segir verkefnin krefjandi

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu við upphaf Allsherjarþingsins í dag að leiðtogum heimsins biðu afar krefjandi og niðurdrepandi verkefni. Hann nefndi fátækt, hlýnun jarðar og átökin í Darfur. Þá biðlaði hann einnig til herstjórnarinnar í Burma að halda aftur af sér gagnvart mómælendum sem krefjast lýðræðis.

Skilanefnd lýkur ekki störfum fyrr en á næsta ári

Skilanefnd eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga mun ekki ljúka störfum á næstu vikum heldur jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni skilanefndarinnar, Kristini Hallgrímssyni.

Norðmenn vilja kaupa beituverksmiðju

Hópur af norskum fjárfestum auk fulltrúa frá einu öflugasta matvælafyrirtækinu þar í landi munu koma hingað til lands í vikunni til viðræðna um kaup á beituverksmiðjunni í Súðavík. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir að íslenskir fjárfestar hafi ekki sýnt málinu neinn áhuga. Hinsvegar sjá Norðmenn mikla möguleika í fyrirtækinu.

Kettir í bóli húsráðanda

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu þurftu að beita allri sinni kænsku til þess að glíma við tvo óboðna gesti í í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í síðustu viku.

Stjórnsýsluhúsið of lítið fyrir auglýsingar

Stjórnsýsluhús Hvalfjarðarsveitar er of lítið og því hefur verið ákveðið að deiliskipulagsauglýsingar, og aðrar sambærilegar auglýsingar, verði framvegis hengdar upp á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa í Miðgarði og hætt að hengja þær upp í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 í Melahverfi.

Rekur verslun í Grímsey af hugsjón

Verslunarstjórinn í Grímsey segir að tekist hafi að koma í veg fyrir fólksflótta úr eynni með því að endurreisa matvörubúðina. Búðin er rekin af hugsjón.

Foreldrar kaupa málningu til veggjakrots

Dæmi eru um að foreldrar hafi mafi keypt málningu handa sonum sínum til veggjakrots í borginni. Þetta segja Einar Ásbjörnsson og Ásdís Haraldsdóttir, lögreglumenn í Grafarvogi, í hugvekju á vef lögreglunnar.

Ekki einkamál stórveldanna

Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina.

Óeirðalögreglumenn gegn munkum

Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku.

Fjórfalt fleiri ófaglærðir hér en í Danmörku

Mun fleiri ófaglærðir eru á íslenskum vinnumarkaði en í Danmörku. Hátt í fjörutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-64 ára hafa ekki lokið framhaldsnámi á meðan ófaglærðir Danir eru um 10 prósent. Nú er boðið upp á úrræði fyrir þá sem aldrei hafa lokið námi hér á landi.

Hafnar því að þýðingarþjónusta sé niðurgreidd

Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, hafnar því alfarið að það niðurgreiði túlka- og þýðingarþjónustu með styrkjum frá ríki og borg eins og forsvarsmenn Þýðingarstofunnar Skjals halda fram.

Kastaði upp í beinni útsendingu

Sænskur sjónvarpsþáttastjórnandi fær mesta áhorfið á YouTube um þessar mundir. Eva Nazemson var að stýra spurningaþætti í beinni á TV4 sjónvarpsstöðinni þegar hún kastaði skyndilega upp. Karlkyns þátttakandi hafði hringt inn og var að leysa orðaþraut þegar Eva sneri sér óvænt til hliðar og ældi.

Lúðvík staðfestur Hermannsson

Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður er nú formlega orðinn Lúðvík Hermannsson. Dómur féll í faðernismáli hans í síðustu viku.

Siggi Hall kennir alþjóðasamskipti

Tveggja ára verkefni til að auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og lífsleikni fólks var hrundið af stað í morgun undir yfirskriftinni Mannauður - upphafið að nýrri framtíð.

Eftirvænting eftir ræðu Ahmadinejad

Árlegur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag. Leiðtogar munu þá ávarpa þingið og er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Bandaríkjamanna og Írana. Gert er ráð fyrir að Bush Bandaríkjaforseti ræði um mannréttindi og frelsi. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran mun líklega endurtaka yfirlýsingu um að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis í friðsamlegum tilgangi.

Amman hittir lestarstöðvarstúlkuna

Kínversk amma stúlkunnar sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu í síðustu viku er komin til Nýja Sjálands til að sækja Qian Xun Xue og skipuleggja jarðaför dóttur sinnar. Xue Naiyin faðir stúlkunnar er grunaður um að hafa myrt móðurina og skilið stúlkuna eftir á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan.

Ólafur Ragnar flytur fyrirlestur í Harvard

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur í dag fyrirlestur í nýrri röð fyrirlestra við Harvar-háskólann í Boston sem ber heitið Framtíð orkunnar.

Borga tvöfalt fyrir að nota íslenska stafi

Farsímanotendur geta lent í því að borga aukalega fyrir SMS-skeyti noti þeir íslenska stafi þar sem þeir nota að jafnaði meira minni en aðrir bókstafir. Dæmi eru um að menn hafi þurft að borga tvöfalt fyrir SMS-skeyti jafnvel þó þeir hafi bara sent eitt.

Herforingjastjórn Burma á neyðarfundi

Herforingjastjórnin í Burma hélt í dag neyðarfund til að ákveða viðbrögð við stærstu mótmælum gegn stjórninni í 20 ár. Engar upplýsingar hafa fengist af fundinum. Uppreisnarmenn segja að 22. herdeild stjórnarinnar hafi verið send til Yangon þar sem mótmælin fara fram. Herdeildin er fræg fyrir að hafa brotið á bak aftur mótmælin árið1988 þar sem þrjú þúsund manns letust.

Eiga yfir höfði sér fjársektir í Noregi

Norskt strandgæsluskip færði fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA til hafnar í Sortland í Norður Noregi í gær og á skipstjórinn yfir höfði sér fjársektir.

Verða að fá nægan aðlögunartíma og tungumálakennslu

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga gerir ekki athugasemdir við að til standi að ráða fleiri hjúkrunarfræðinga erlendis frá á Landspítalann svo framarlega sem hlutfall þeirra verði ekki of hátt og þeir fái nægan tíma til aðlögunar og góða íslenskukennslu.

Sameinar tvö af glæsilegustu einbýlishúsum borgarinnar

Milljarðamæringurinn Hannes Smárason fékk í síðustu viku samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkur að sameina tvær lóðir sem hann er eigandi að við Fjölnisveg í Reykjavík. Hannes á tvö af glæilegustu einbýlishúsunum við götuna og ætlar að tengja þau með sameiginlegum bílskúr og sameiginlegum svölum. Húsin eru númer níu og ellefu við Fjölnisveg í Þingholtunum en fermetraverðið í þeirri götu er eitt það stærsta í allri Reykjavík.

Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar

Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana.“

Nauðgaði tíu ára gamalli stúlku

Danska lögreglan handtók í morgun karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað tíu ára gamalli stúlku í Sonderborg í gær. Maðurinn nam stúlkuna á brott og nauðgaði henni tvisvar áður en hann lét sig hverfa.

Sjá næstu 50 fréttir