Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir malarflutningabíl Lögreglan á Suðurnesjum leitar malarflutningabíls, sem ók eftir Reykjanesbrautinni í gær með farminn óvarinn, þannig að grjót fauk aftan af vagninum og á akbrautina. Einn bíll skemmdist talsvert eftir að hann ók á stóran stein, sem fallið hafði af vörubílnum. 25.9.2007 07:15 Peð í uppnámi, hætt við sýningar Stjórn leikhópsins Peðið ákvað á fundi sínum fyrr í kvöld að hætta við fyrirhugaðar sýningar sínar á leikritinu Barperan í næsta mánuði. Til stóð að halda 10 sýningar á verkinu á efri hæð menningarbúllunnar Grand Rokk. Hinsvegar mun hafa kastast alvarlega í kekki milli Bergs Thorbergs sem leikur aðalhlutverkið í leikritinu og Þorsteins Þórsteinssonar verts á Grand og endaði það með því að Bergur var settur í straff á barnum. 24.9.2007 22:15 Leifarnar af Bjólfskviðu enn á Kerlingardalsheiði Leikmyndin úr kvikmyndinni Bjólfskviðu er enn á Kerlingardalsheiði, rúmum þremur árum eftir að tökum á myndinni lauk. Bóndinn í Kerlingardal segir þetta til skammar fyrir alla þá sem að myndinni komu. 24.9.2007 21:00 Sala á hlut í Hitaveitunni skoðuð ofan í kjölinn Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að hugsanleg sala á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja verði skoðuð ofan í kjölinn á næstunni. "Við stefnum að því að ljúka þessu máli eins fljótt og kostur er en ég á ekki von á neinni ákvörðun fyrr en eftir einhverjar vikur," segir Lúðvík. 24.9.2007 19:51 Bush boðar aðgerðir gegn yfirvöldum í Myanmar George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar á morgun að tilkynna um hertar aðgerðir gegn stjórnvöldum í Myanmar. Aðgerðunum verður beint að helstu leiðtogum landsins en ólga hefur verið í Myanmar síðustu daga í kjölfar mótmæla sem búddamunkar standa fyrir. 24.9.2007 19:38 Ódýrara að fá erlenda hjúkrunarfræðinga á Landspítalann Landspítalinn hefur sagt upp samningum við tvö íslensk þjónustufyrirtæki sem hafa séð spítalanum fyrir hjúkrunarfræðingum og ætlar að ráða hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Hátt í níutíu hjúkrunarfræðinga vantar á spítalann og segir hjúkrunarforstjóri ódýrara að ráða erlent starfsfólk. 24.9.2007 19:25 Lítill áhugi á að þiggja önnur störf hjá Samherja Samherji hefur ákveðið að hætta allri skreiðarverkun á Hjalteyri. Ákvörðunin kemur illa niður á stærsta vinnustað Arnarneshrepps, segir oddviti. 24.9.2007 19:20 Á fimmta tug fatlaðra barna fá ekki fullt pláss á Vesturhlíð Hátt í fimmtíu fötluð börn fá ekki fullt pláss á frístundaheimilinu Vesturhlíð vegna manneklu. Börnin fá vistun í mesta lagi þrjá daga í viku og þurfa foreldar þeirra að sleppa úr vinnu hina dagana. Foreldrar eru orðnir langþreyttir á ástandinu. 24.9.2007 19:20 Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki. 24.9.2007 18:45 Stokkað upp í skipuriti Icelandair Group Miklar skipulagsbreytingar eru framundan hjá Icelandair Group, en fyrirtækið hefur nánast tvöfaldast að vexti á undanförnum árum. 24.9.2007 18:45 Bíllaust í Brussel Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík. 24.9.2007 18:45 Tífaldur munur á stærstu forlögunum Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. 24.9.2007 18:45 Skaðabætur vegna brunalóða Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. 24.9.2007 18:30 Vísir tekur kipp Breyttar áherslur á ritstjórn Vísis og nýtt útlit virðast falla í góðan jarðveg hjá netnotendum. Á heimasíðu Modernus er fylgst vandlega með netnotkun hér á landi og þar má sjá að gríðarleg aukning hefur verið í flettingum á Vísi þegar kemur að fréttalestri. Aukningin á milli vikna er 88 prósent. 24.9.2007 17:38 Lögreglumenn í djúpum skít Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði í dag húsleit á heimili annars mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa smyglað inn 1800 millilítrum af fljótandi kókaíni. Að sögn sjónarvotta var aðkoman á heimili mannsins skelfileg, límt var fyrir alla glugga og matarleifar og kattarúrgangur um öll gólf. 24.9.2007 17:05 Ráðist gegn sterasölu í Danmörku Lögregla í Danmörku lét til skarar skríða á fjölmörgum stöðum í landinu í dag í átaki gegn notkun stera og annarra ólöglegra lyfja. 24.9.2007 16:59 Meta skemmdir eftir skýstróka Húseigendur og fyrirtæki í Bretlandi meta nú skemmdir eftir að skýstrókar gengu yfir í miðhéruð-og suðurhluta Englands og ollu nokkurri eyðileggingu. Tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu og skemmdu bæði hús og bíla. 24.9.2007 16:36 Ánægður með minnkandi dópneyslu í fangelsunum Nýlega var framkvæmd allsherjar úttekt á fíkniefna- og lyfjaneyslu fanga hér á landi. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segist afar ánægður með niðurstöðurnar sem sýni að málin þokist í rétta átt. Í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og í fangelsunum í Kópavogi og á Kvíabryggju reyndist enginn fangi hafa neytt fíkniefna eða lyfja sem bönnuð eru innan veggja fangelsisins. Ástandið er þó ekki eins gott á Litla Hrauni. 24.9.2007 16:30 Börðu mann á sjómannadansleik Tveir menn voru í Héraðsdómi Austurlands í dag sakfelldir fyrir líkamsárás á sjómannadansleik á Höfn í Hornafirði í sumar. 24.9.2007 16:27 Frakkar mestu eyðsluseggir Evrópu Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans ásakar Frakka um að vera mestu eyðsluseggi í Evrópu. Trichet varaði við því að samanburði við verga landsframleiðslu myndu Frakkar eyða meira en nágrannar þeirra árið 2007. Viðvörunin kemur á sama tíma og Francois Fillon forsætisráðherra sagði stöðu fjármála í landinu alvarlega. 24.9.2007 16:16 Miklar breytingar á búsetu á jörðum á suðurhluta landsins Sjö af hverjum tíu bændum á suðurhluta landsins telja miklar eða mjög miklar breytingar hafa orðið á búsetu á svæðinu samkvæmt könnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst gerði fyrir Bændasamtök Íslands. 24.9.2007 16:07 IGS þarf að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli (IGS) um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna fyrirtækisins yrði felldur úr gildi. Félagið þarf því að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota. 24.9.2007 15:57 Kærðir fyrir að hylja ekki malarfarm sinn Nokkrir ökumenn á malarflutningabílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi hafa verið kærðir í dag í átaki lögreglunnar gegn akstri án yfirbreiðsla. 24.9.2007 15:37 Ný tegund glæpamanna Ný tegund glæpamanna hefur stungið upp kollinum á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku. Um er að ræða hóp bavíana sem er kennt um röð innbrota á heimili. Aparnir lifa villtir á svæðinu og fara um í leit að æti. Þeir hafa valdið skemmdum fyrir hundruð þúsunda íslenskra króna. 24.9.2007 15:23 Verðlaunaður fyrir baráttu gegn loftlagsbreytingum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í gær við verðlaunum frá Louise T. Blouin stofnuninni fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim. 24.9.2007 15:10 iPhone til Evrópu í nóvember iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple. 24.9.2007 14:30 Lögreglan lokar Laugavegi Lögreglan hefur lokað hluta Laugavegar vegna þess að þakplötur eru farnar að fjúka af þaki húss númer 71 við götuna. Vegfarendum er bannað að ganga framhjá húsinu vegna hættu á því að plöturnar slasi fólk. Körfubíll er á svæðini og eru iðnaðarmenn nú að athafna sig á þaki hússinns. 24.9.2007 14:19 Reyndu að flýja Fáskrúðsfjörð Samkvæmt heimildum Vísis reyndu þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna Fáskrúðsfjarðarmálsins, að flýja Fáskrúðsfjörð þegar þeir urðu varir við að þeim var veitt eftirför. 24.9.2007 14:07 Rannsókn á húsakaupum Olmerts Dómsmálaráðuneyti Ísraels hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fasteignakaupum Ehud Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem. Olmert keypti eign fyrir um 20 milljónir íslenskra króna, sem er um 10 milljónum undir markaðsvirði. 24.9.2007 13:42 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands staðfesti í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Bjarna Hrafnkelssyni og Einari Jökli Einarssyni. Þeir voru báðir handteknir í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur til 18. október. Alls voru fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald en aðeins Bjarni og Einar Jökull áfrýjuðu úrskurðinum til Hæstaréttar. 24.9.2007 13:23 Samherji hættir skreiðavinnslu á Hjalteyri Samherji hyggst loka skreiðavinnslu sinni á Hjalteyri við Eyjafjörð og missa á bilinu 8-10 manns vinnuna við það. Samherji hefur verið stærsti vinnuveitandinn í Arnarneshreppi og segir Axel Grettisson, oddviti hreppsins, að starfsmönnum hafi verið boðin vinna á Dalvík og akstur þangað, alla vega í vetur. 24.9.2007 13:06 Máttu líkja múslímum við nasista Saksóknari í Kaupmannahöfn hefur komist að því að félagar í Danska þjóðarflokknum hafi ekki gerst sekir um kynþáttahatur þegar þeir líktu slæðum múslíma við hakakrossinn og múslímum við nasista. 24.9.2007 12:38 Ítalir úr haldi afganskra mannræningja Tveimur ítölskum hermönnum sem mannræningjar tóku höndum í vesturhluta Afganistans á laugardag var bjargað af herafla NATO í dag. Ítalska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu og sagði að báðir mennirnir væru slasaðir, annar alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi. 24.9.2007 12:33 Tekist á um mögulegar olíulindir Íslendingar, Færeyingar, Bretar og Írar ætla í vikunni að freista þess að ná samkomulagi um skiptingu Hatton Rockall svæðisins. Um mikla hagsmuni er að tefla því talið er að þar geti verið gjöfular olíulindir. 24.9.2007 12:30 Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. 24.9.2007 12:21 Einn lést í flóðum á Spáni Einn lést í flóðum á Spáni eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Strandbærinn Almunecar á suðurhluta landsins varð vest úti en talið er að tjón af völdum flóðanna þar hlaupi á sex hundruð milljónum króna. 24.9.2007 12:18 Vara við litarefnum sem valda hegðunarvanda hjá börnum Neytendasamtökin hvetja íslenska neytendur til að sniðganga matvæli sem innihalda hin umdeildu asó-litarefni. Fram kemur í frétt á heimasíðu samtakanna að efnin geti valdið ofvirkni og hegðunarvanda hjá börnum. Efnin eru algeng í hvers konar sælgæti. 24.9.2007 12:11 Ekki vanhæfur til að fjalla um ráðningu frænda Bæjarlögmaður Kópavogs hefur komist að þeirri niðurstöðu að skólanefndarfulltrúi hafi ekki verið vanhæfur til að að sitja afgreiðslu á ráðningu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla. Lögmaðurinn mun senda bæjarstjórn Kópavogs niðurstöðu sína á morgun. 24.9.2007 12:10 Meira frelsi til skoðana í nýrri ríkisstjórn Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarliðum leyfist nú að hafa skoðanir og skýtur þannig föstum skotum að fyrri ríkisstjórrn. Stjórnarliðar hafa enda tjáð sig frjálslega mál sem einhugur er ekki um í ríkisstjórninni. 24.9.2007 12:03 Höfuðklútar bannaðir í skólum í Kosovo Þrír nemendur í Kosovo hafa verið reknir úr skóla fyrir að bera höfuðklút. Ákvörðunin endurspeglar umræður um höfuðklúta sem ganga nú um Evrópu. Umræðan flækir baráttu fyrir sjálfstæði Kosovo, en héraðið hefur verið undir stórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999. 24.9.2007 11:24 Hnefaleikaforkólfur ákærður fyrir líkamsárás Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun var þingfest ákæra á hendur 45 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa ráðist á 37 ára karlmann á veitingastaðnum Classic Rock með hnefahöggum. Maðurinn neitaði sök þegar hann var inntur eftir afstöðu sinni til ákærunnar í morgun. Ákærði hefur lengi sinnt áhrifastörfum fyrir hnefaleikahreyfingunna á Íslandi og hlaut dóm fyrir að þjálfa hnedaleika áður en Íþróttin var lögleidd hér á landi. 24.9.2007 11:14 Óheimilt að krefjast viðbótargreiðslu vegna gengislækkunar Samgönguráðuneytið hefur staðfest úrskurð Neytendastofu um að Heimsferðum hafi verið óheimilt að krefja mann um viðbótargreiðslu fyrir ferð sem hann keypti hjá fyrirtækinu vegna gengislækkunar krónunnar 24.9.2007 11:12 Abe biðst afsökunar á afsögn Fráfarandi forsætisráðherra Japan Shinzo Abe sagði í dag að hrakandi heilsa hefði orðið til þess að hann ákvað svo skyndilega að segja af sér. Hann bað þjóðina afsökunar á því að stuðla að pólitísku uppnámi. 24.9.2007 10:59 Eðlileg gagnrýni Gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á hagstjórn síðustu ríkisstjórnar er eðlileg að mati Péturs H. Blöndal, alþingismanns. Hann segir ekkert óeðlilegt að flokkur sem kemur nýr inn í ríkisstjórn gagnrýni aðgerðir þeirrar sem sat á undan. 24.9.2007 10:54 Uppreisnarmenn í Nígeríu rjúfa vopnahlé Uppreisnarmenn á Deltasvæðinu í Nígeríu sem ríkt er af olíu hafa tilkynnt að frá miðnætti muni þeir ekki virða vopnahlé sem verið hefur í gildi. Árásir munu þá hefjast að nýju á olíuvinnslustöðvar. Þá hóta uppreisnarmennirnir frekari mannránum á starfsmönnum við olíuvinnslu á svæðinu. 24.9.2007 10:41 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan lýsir eftir malarflutningabíl Lögreglan á Suðurnesjum leitar malarflutningabíls, sem ók eftir Reykjanesbrautinni í gær með farminn óvarinn, þannig að grjót fauk aftan af vagninum og á akbrautina. Einn bíll skemmdist talsvert eftir að hann ók á stóran stein, sem fallið hafði af vörubílnum. 25.9.2007 07:15
Peð í uppnámi, hætt við sýningar Stjórn leikhópsins Peðið ákvað á fundi sínum fyrr í kvöld að hætta við fyrirhugaðar sýningar sínar á leikritinu Barperan í næsta mánuði. Til stóð að halda 10 sýningar á verkinu á efri hæð menningarbúllunnar Grand Rokk. Hinsvegar mun hafa kastast alvarlega í kekki milli Bergs Thorbergs sem leikur aðalhlutverkið í leikritinu og Þorsteins Þórsteinssonar verts á Grand og endaði það með því að Bergur var settur í straff á barnum. 24.9.2007 22:15
Leifarnar af Bjólfskviðu enn á Kerlingardalsheiði Leikmyndin úr kvikmyndinni Bjólfskviðu er enn á Kerlingardalsheiði, rúmum þremur árum eftir að tökum á myndinni lauk. Bóndinn í Kerlingardal segir þetta til skammar fyrir alla þá sem að myndinni komu. 24.9.2007 21:00
Sala á hlut í Hitaveitunni skoðuð ofan í kjölinn Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að hugsanleg sala á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja verði skoðuð ofan í kjölinn á næstunni. "Við stefnum að því að ljúka þessu máli eins fljótt og kostur er en ég á ekki von á neinni ákvörðun fyrr en eftir einhverjar vikur," segir Lúðvík. 24.9.2007 19:51
Bush boðar aðgerðir gegn yfirvöldum í Myanmar George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar á morgun að tilkynna um hertar aðgerðir gegn stjórnvöldum í Myanmar. Aðgerðunum verður beint að helstu leiðtogum landsins en ólga hefur verið í Myanmar síðustu daga í kjölfar mótmæla sem búddamunkar standa fyrir. 24.9.2007 19:38
Ódýrara að fá erlenda hjúkrunarfræðinga á Landspítalann Landspítalinn hefur sagt upp samningum við tvö íslensk þjónustufyrirtæki sem hafa séð spítalanum fyrir hjúkrunarfræðingum og ætlar að ráða hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Hátt í níutíu hjúkrunarfræðinga vantar á spítalann og segir hjúkrunarforstjóri ódýrara að ráða erlent starfsfólk. 24.9.2007 19:25
Lítill áhugi á að þiggja önnur störf hjá Samherja Samherji hefur ákveðið að hætta allri skreiðarverkun á Hjalteyri. Ákvörðunin kemur illa niður á stærsta vinnustað Arnarneshrepps, segir oddviti. 24.9.2007 19:20
Á fimmta tug fatlaðra barna fá ekki fullt pláss á Vesturhlíð Hátt í fimmtíu fötluð börn fá ekki fullt pláss á frístundaheimilinu Vesturhlíð vegna manneklu. Börnin fá vistun í mesta lagi þrjá daga í viku og þurfa foreldar þeirra að sleppa úr vinnu hina dagana. Foreldrar eru orðnir langþreyttir á ástandinu. 24.9.2007 19:20
Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki. 24.9.2007 18:45
Stokkað upp í skipuriti Icelandair Group Miklar skipulagsbreytingar eru framundan hjá Icelandair Group, en fyrirtækið hefur nánast tvöfaldast að vexti á undanförnum árum. 24.9.2007 18:45
Bíllaust í Brussel Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík. 24.9.2007 18:45
Tífaldur munur á stærstu forlögunum Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. 24.9.2007 18:45
Skaðabætur vegna brunalóða Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. 24.9.2007 18:30
Vísir tekur kipp Breyttar áherslur á ritstjórn Vísis og nýtt útlit virðast falla í góðan jarðveg hjá netnotendum. Á heimasíðu Modernus er fylgst vandlega með netnotkun hér á landi og þar má sjá að gríðarleg aukning hefur verið í flettingum á Vísi þegar kemur að fréttalestri. Aukningin á milli vikna er 88 prósent. 24.9.2007 17:38
Lögreglumenn í djúpum skít Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði í dag húsleit á heimili annars mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa smyglað inn 1800 millilítrum af fljótandi kókaíni. Að sögn sjónarvotta var aðkoman á heimili mannsins skelfileg, límt var fyrir alla glugga og matarleifar og kattarúrgangur um öll gólf. 24.9.2007 17:05
Ráðist gegn sterasölu í Danmörku Lögregla í Danmörku lét til skarar skríða á fjölmörgum stöðum í landinu í dag í átaki gegn notkun stera og annarra ólöglegra lyfja. 24.9.2007 16:59
Meta skemmdir eftir skýstróka Húseigendur og fyrirtæki í Bretlandi meta nú skemmdir eftir að skýstrókar gengu yfir í miðhéruð-og suðurhluta Englands og ollu nokkurri eyðileggingu. Tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu og skemmdu bæði hús og bíla. 24.9.2007 16:36
Ánægður með minnkandi dópneyslu í fangelsunum Nýlega var framkvæmd allsherjar úttekt á fíkniefna- og lyfjaneyslu fanga hér á landi. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segist afar ánægður með niðurstöðurnar sem sýni að málin þokist í rétta átt. Í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og í fangelsunum í Kópavogi og á Kvíabryggju reyndist enginn fangi hafa neytt fíkniefna eða lyfja sem bönnuð eru innan veggja fangelsisins. Ástandið er þó ekki eins gott á Litla Hrauni. 24.9.2007 16:30
Börðu mann á sjómannadansleik Tveir menn voru í Héraðsdómi Austurlands í dag sakfelldir fyrir líkamsárás á sjómannadansleik á Höfn í Hornafirði í sumar. 24.9.2007 16:27
Frakkar mestu eyðsluseggir Evrópu Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans ásakar Frakka um að vera mestu eyðsluseggi í Evrópu. Trichet varaði við því að samanburði við verga landsframleiðslu myndu Frakkar eyða meira en nágrannar þeirra árið 2007. Viðvörunin kemur á sama tíma og Francois Fillon forsætisráðherra sagði stöðu fjármála í landinu alvarlega. 24.9.2007 16:16
Miklar breytingar á búsetu á jörðum á suðurhluta landsins Sjö af hverjum tíu bændum á suðurhluta landsins telja miklar eða mjög miklar breytingar hafa orðið á búsetu á svæðinu samkvæmt könnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst gerði fyrir Bændasamtök Íslands. 24.9.2007 16:07
IGS þarf að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli (IGS) um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna fyrirtækisins yrði felldur úr gildi. Félagið þarf því að greiða 60 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota. 24.9.2007 15:57
Kærðir fyrir að hylja ekki malarfarm sinn Nokkrir ökumenn á malarflutningabílum í umdæmi lögreglunnar á Selfossi hafa verið kærðir í dag í átaki lögreglunnar gegn akstri án yfirbreiðsla. 24.9.2007 15:37
Ný tegund glæpamanna Ný tegund glæpamanna hefur stungið upp kollinum á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku. Um er að ræða hóp bavíana sem er kennt um röð innbrota á heimili. Aparnir lifa villtir á svæðinu og fara um í leit að æti. Þeir hafa valdið skemmdum fyrir hundruð þúsunda íslenskra króna. 24.9.2007 15:23
Verðlaunaður fyrir baráttu gegn loftlagsbreytingum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í gær við verðlaunum frá Louise T. Blouin stofnuninni fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim. 24.9.2007 15:10
iPhone til Evrópu í nóvember iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple. 24.9.2007 14:30
Lögreglan lokar Laugavegi Lögreglan hefur lokað hluta Laugavegar vegna þess að þakplötur eru farnar að fjúka af þaki húss númer 71 við götuna. Vegfarendum er bannað að ganga framhjá húsinu vegna hættu á því að plöturnar slasi fólk. Körfubíll er á svæðini og eru iðnaðarmenn nú að athafna sig á þaki hússinns. 24.9.2007 14:19
Reyndu að flýja Fáskrúðsfjörð Samkvæmt heimildum Vísis reyndu þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna Fáskrúðsfjarðarmálsins, að flýja Fáskrúðsfjörð þegar þeir urðu varir við að þeim var veitt eftirför. 24.9.2007 14:07
Rannsókn á húsakaupum Olmerts Dómsmálaráðuneyti Ísraels hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fasteignakaupum Ehud Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem. Olmert keypti eign fyrir um 20 milljónir íslenskra króna, sem er um 10 milljónum undir markaðsvirði. 24.9.2007 13:42
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands staðfesti í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Bjarna Hrafnkelssyni og Einari Jökli Einarssyni. Þeir voru báðir handteknir í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur til 18. október. Alls voru fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald en aðeins Bjarni og Einar Jökull áfrýjuðu úrskurðinum til Hæstaréttar. 24.9.2007 13:23
Samherji hættir skreiðavinnslu á Hjalteyri Samherji hyggst loka skreiðavinnslu sinni á Hjalteyri við Eyjafjörð og missa á bilinu 8-10 manns vinnuna við það. Samherji hefur verið stærsti vinnuveitandinn í Arnarneshreppi og segir Axel Grettisson, oddviti hreppsins, að starfsmönnum hafi verið boðin vinna á Dalvík og akstur þangað, alla vega í vetur. 24.9.2007 13:06
Máttu líkja múslímum við nasista Saksóknari í Kaupmannahöfn hefur komist að því að félagar í Danska þjóðarflokknum hafi ekki gerst sekir um kynþáttahatur þegar þeir líktu slæðum múslíma við hakakrossinn og múslímum við nasista. 24.9.2007 12:38
Ítalir úr haldi afganskra mannræningja Tveimur ítölskum hermönnum sem mannræningjar tóku höndum í vesturhluta Afganistans á laugardag var bjargað af herafla NATO í dag. Ítalska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu og sagði að báðir mennirnir væru slasaðir, annar alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi. 24.9.2007 12:33
Tekist á um mögulegar olíulindir Íslendingar, Færeyingar, Bretar og Írar ætla í vikunni að freista þess að ná samkomulagi um skiptingu Hatton Rockall svæðisins. Um mikla hagsmuni er að tefla því talið er að þar geti verið gjöfular olíulindir. 24.9.2007 12:30
Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. 24.9.2007 12:21
Einn lést í flóðum á Spáni Einn lést í flóðum á Spáni eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Strandbærinn Almunecar á suðurhluta landsins varð vest úti en talið er að tjón af völdum flóðanna þar hlaupi á sex hundruð milljónum króna. 24.9.2007 12:18
Vara við litarefnum sem valda hegðunarvanda hjá börnum Neytendasamtökin hvetja íslenska neytendur til að sniðganga matvæli sem innihalda hin umdeildu asó-litarefni. Fram kemur í frétt á heimasíðu samtakanna að efnin geti valdið ofvirkni og hegðunarvanda hjá börnum. Efnin eru algeng í hvers konar sælgæti. 24.9.2007 12:11
Ekki vanhæfur til að fjalla um ráðningu frænda Bæjarlögmaður Kópavogs hefur komist að þeirri niðurstöðu að skólanefndarfulltrúi hafi ekki verið vanhæfur til að að sitja afgreiðslu á ráðningu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla. Lögmaðurinn mun senda bæjarstjórn Kópavogs niðurstöðu sína á morgun. 24.9.2007 12:10
Meira frelsi til skoðana í nýrri ríkisstjórn Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarliðum leyfist nú að hafa skoðanir og skýtur þannig föstum skotum að fyrri ríkisstjórrn. Stjórnarliðar hafa enda tjáð sig frjálslega mál sem einhugur er ekki um í ríkisstjórninni. 24.9.2007 12:03
Höfuðklútar bannaðir í skólum í Kosovo Þrír nemendur í Kosovo hafa verið reknir úr skóla fyrir að bera höfuðklút. Ákvörðunin endurspeglar umræður um höfuðklúta sem ganga nú um Evrópu. Umræðan flækir baráttu fyrir sjálfstæði Kosovo, en héraðið hefur verið undir stórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999. 24.9.2007 11:24
Hnefaleikaforkólfur ákærður fyrir líkamsárás Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun var þingfest ákæra á hendur 45 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa ráðist á 37 ára karlmann á veitingastaðnum Classic Rock með hnefahöggum. Maðurinn neitaði sök þegar hann var inntur eftir afstöðu sinni til ákærunnar í morgun. Ákærði hefur lengi sinnt áhrifastörfum fyrir hnefaleikahreyfingunna á Íslandi og hlaut dóm fyrir að þjálfa hnedaleika áður en Íþróttin var lögleidd hér á landi. 24.9.2007 11:14
Óheimilt að krefjast viðbótargreiðslu vegna gengislækkunar Samgönguráðuneytið hefur staðfest úrskurð Neytendastofu um að Heimsferðum hafi verið óheimilt að krefja mann um viðbótargreiðslu fyrir ferð sem hann keypti hjá fyrirtækinu vegna gengislækkunar krónunnar 24.9.2007 11:12
Abe biðst afsökunar á afsögn Fráfarandi forsætisráðherra Japan Shinzo Abe sagði í dag að hrakandi heilsa hefði orðið til þess að hann ákvað svo skyndilega að segja af sér. Hann bað þjóðina afsökunar á því að stuðla að pólitísku uppnámi. 24.9.2007 10:59
Eðlileg gagnrýni Gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á hagstjórn síðustu ríkisstjórnar er eðlileg að mati Péturs H. Blöndal, alþingismanns. Hann segir ekkert óeðlilegt að flokkur sem kemur nýr inn í ríkisstjórn gagnrýni aðgerðir þeirrar sem sat á undan. 24.9.2007 10:54
Uppreisnarmenn í Nígeríu rjúfa vopnahlé Uppreisnarmenn á Deltasvæðinu í Nígeríu sem ríkt er af olíu hafa tilkynnt að frá miðnætti muni þeir ekki virða vopnahlé sem verið hefur í gildi. Árásir munu þá hefjast að nýju á olíuvinnslustöðvar. Þá hóta uppreisnarmennirnir frekari mannránum á starfsmönnum við olíuvinnslu á svæðinu. 24.9.2007 10:41