Innlent

Nýr togari Brims getur dregið þrjú troll í einu

Nýi togarinn Brimnes, sem kom til heimahafnar í Reykjavík í gær, getur dregið þrjú troll í einu, en venjulegur togari dregur aðeins eitt. Þá er hann með liðlega átta þúsund hestafla vél, sem er stærsta vél í íslenskum togara og er togkrafturinn um hundrað tonn. Tvær áhafnir veða skráðar á skipið og verða áhafnaskipti eftir hverja veiðiferð. Það þýðir að skipið getur haldið aftur til veiða strax eftir löndun og verður óháð samningum um frídaga á milli veiðiferða.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×