Innlent

Uppáferðir eða bílferðir?

Travelling in Iceland? Need a ride? Þannig hljómar auglýsing sem Goldfinger birti í blaði Víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði í júní. Gömul auglýsing sem gerð var til að auglýsa limmósínu, segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger.

Tvíræðnin í auglýsingunni leynir sér ekki en í henni eru myndir af þremur konum og við myndirnar er texti þar sem segir:

"Your group travelling to Iceland? Need a ride?" síðan er gefið upp símanúmerið hjá súludansstaðnum Goldfinger og upplýsingar um greiðslumöguleika.

Auðveldlega er hægt að skilja auglýsinguna sem svo að verið sé að selja á uppáferðir en Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri í Goldfinger segir svo ekki vera. Hann segir auglýsinguna vera gamla, frá þeim tíma þegar hann rak limmósínu og að þarna sé verið að auglýsa bílferðir. Hann segist einfaldlega hafa gleymt að taka gömlu auglýsinguna úr umferð og því hafi hún verið birt í umræddi blaði fyrir mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×