Innlent

Á 125 km hraða í Hvassahrauni

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði franskan ökumann á 125 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Hvassahraun á ellefta tímanum í morgun. Þegar manninum var tilkynnt að hann yrði sektaður um 70 þúsund krónur brást hann hinn versti við og kvaðst mjög ósáttur við íslenskar reglur um hámarkshraða. Hann neitar að greiða sektina en vafalaust munu mótbárurnar skila honum litlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×