4 1/2 árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps 26. júlí 2007 18:03 Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag Ólaf Þór Guðmundsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en Ólafur skaut af haglabyssu að konu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal í síðasta mánuði. Þá var Ólafi gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæplega eina og hálfa milljón króna í sakarkostnað. Ólafur og kona hans voru stödd á heimili þeirra hjóna, föstudagskvöldið 8. júní þegar slóg í brýnu á milli þeirra. Samkvæmt dómi héraðsdóms rifust þau hjón um vinnu konunnar. Konan lagðist síðan inn í rúm til að fara að sofa í hjónaherbergi á efri hæð hússins. Maðurinn fór þá niður og sótti haglabyssu en framburðum þeirra hjóna um hvað gerðist næst bar ekki saman. Konan segir Ólaf hafa hótað sér lífláti og ógnað sér með byssunni og hún hafi því ákveðið að fara af heimilinu. Hann hafi þá elt hana niður og um leið og hún hafi stigið yfir þröskuldinn hafi hann skotið í áttina að sér. Ólafur neitaði hins vegar sök og sagði skotið hafa hlaupið úr byssunni fyrir slysni. Dómnum þótti hins vegar sannað að útilokað væri að hamarinn á byssunni hefði spennst upp fyrir tilviljun og aðstæður á vettvangi hafi sýnt að framburður Ólafs fær ekki staðist. Því sé ljóst að Ólafur hafi skotið að konu sinni vitandi vits eins og segir orðrétt í dómnum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð að húsinu eftir að hafa fengið tilkynningu um að vopnaður maður væri í því. Þegar lögregla kom á staðinn greip hún til öryggisráðstafana og rýmdi nærliggjandi hús meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjkóra. Umsátur lögreglu varði í tæpa tvo klukkutíma eða allt þar til Ólafur fékkst með hvatningu til að koma til móts við lögreglu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brot Ólafs beindist að lífi og heilsu konu hans og þótti verknaðurinn stórhættulegur. Þá var litið til þess að Ólafur hefur hreint sakarvottorð og að ásetningur hans hafi ekki verið styrkur og einbeittur. Því þótti héraðsdómi Vestfjarða hæfilega refsingu vera fjögur og hálft ár. Þá var Ólafi gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæplega eina og hálfa milljón í sakarkostnað. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag Ólaf Þór Guðmundsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en Ólafur skaut af haglabyssu að konu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal í síðasta mánuði. Þá var Ólafi gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæplega eina og hálfa milljón króna í sakarkostnað. Ólafur og kona hans voru stödd á heimili þeirra hjóna, föstudagskvöldið 8. júní þegar slóg í brýnu á milli þeirra. Samkvæmt dómi héraðsdóms rifust þau hjón um vinnu konunnar. Konan lagðist síðan inn í rúm til að fara að sofa í hjónaherbergi á efri hæð hússins. Maðurinn fór þá niður og sótti haglabyssu en framburðum þeirra hjóna um hvað gerðist næst bar ekki saman. Konan segir Ólaf hafa hótað sér lífláti og ógnað sér með byssunni og hún hafi því ákveðið að fara af heimilinu. Hann hafi þá elt hana niður og um leið og hún hafi stigið yfir þröskuldinn hafi hann skotið í áttina að sér. Ólafur neitaði hins vegar sök og sagði skotið hafa hlaupið úr byssunni fyrir slysni. Dómnum þótti hins vegar sannað að útilokað væri að hamarinn á byssunni hefði spennst upp fyrir tilviljun og aðstæður á vettvangi hafi sýnt að framburður Ólafs fær ekki staðist. Því sé ljóst að Ólafur hafi skotið að konu sinni vitandi vits eins og segir orðrétt í dómnum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð að húsinu eftir að hafa fengið tilkynningu um að vopnaður maður væri í því. Þegar lögregla kom á staðinn greip hún til öryggisráðstafana og rýmdi nærliggjandi hús meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjkóra. Umsátur lögreglu varði í tæpa tvo klukkutíma eða allt þar til Ólafur fékkst með hvatningu til að koma til móts við lögreglu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brot Ólafs beindist að lífi og heilsu konu hans og þótti verknaðurinn stórhættulegur. Þá var litið til þess að Ólafur hefur hreint sakarvottorð og að ásetningur hans hafi ekki verið styrkur og einbeittur. Því þótti héraðsdómi Vestfjarða hæfilega refsingu vera fjögur og hálft ár. Þá var Ólafi gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæplega eina og hálfa milljón í sakarkostnað.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira