Innlent

Reynt að innheimta miskabætur vegna nauðgunar í tvö ár en án árangurs

Fórnarlamb hópnauðgunar hefur í tvö ár reynt að innheimta miskabætur sem því voru dæmdar en án árangurs. Lögmaður þess segir ekki forsvaranlegt að þolendur þurfi að innheimta bætur hjá gerendum.

Annar ágúst árið 2002 var örlagaríkur dagur í lífi Margrétar Hreinsdóttur. Þrír karlmenn sem buðu Margréti í samkvæmi síðla kvölds nauðguðu henni allir um nóttina. Hún kærði málið en aldrei var gefin út ákæra vegna sönnunarskorts. Margrét leitaði til Atla Gíslasona lögmanns sem höfðaði einkamál og voru Margréti dæmdar 1100 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti 2005. Bæturnar áttu að greiðast úr bótasjóði fyrir þolendur afbrota.

 

Atli segir að nauðgunin hafa haft mikil áhrif á líf Margrétar og hún hafi ekki getað unnið síðan. Sjálf segist hún ósátt við að þurfa að innheimta bæturnar í stað ríkisins. Ósanngjarnt sé að mennirnir komist upp með að greiða henni ekki bætur.

 

Atli segir að ekkert sé hægt að gera í málinu núna og rúmlega hálf milljón sé tapað fé. Hann segir óásættanlegt að ekki hafi verið gefin út ákæra í málinu fyrir það fyrsta og algjörlega óforsvaranlegt að þolendur innheimti bætur hjá gerendum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×