Innlent

Hálfur milljarður í súginn

Allt útlit er fyrir að greiðslukortakerfi sem sett var upp hjá Strætó verði aldrei tekið í notkun. Nálægt hálfum milljarði króna hefur verið varið í verkefnið en fyrirtækið sem hannaði það varð gjaldþrota.

Það var fyrir fimm árum sem borgarráð ákvað að innleiða svokallað smartkortakerfi. Smartkortin eru tegund greiðslukorta sem innihalda örgjörvaen þau átti að nota til að greiða fargjald í strætisvagna, aðgang að sundstöðum og fleira. Í Fréttablaðinu í morgun segir að Strætó hafi keypt smartkortalesara í vagna sína fyrir um 100 milljónir króna en síðan hafi fyrirtækið sem sá um þróun kerfisins orðið gjaldþrota.

Haft er eftir Reyni Jónssyni, framkvæmdarstjóra Strætó að gera megi ráð fyrir að aðrar 400 milljónir hafi farið í verkefnið. Ákveðið hafi verið að skipta kostnaðinum á milli Reykjavíkurborgar og Strætó og því sé heildarkostnaður Strætó bs. vegna kerfisins orðinn 250 milljónir króna. Kostaður borgarinnar sé annað eins. Ef enginn sjái viðskiptatækifæri í kerfinu þá sé ekkert annað að gera fyrir Strætó en að leggja því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×