Fleiri fréttir

Norður-Kórea hefur lokað kjarnakljúfi sínum við Yongbyon

Bandarísk yfirvöld skýrðu frá því nú rétt fyrir sex í kvöld að Norður-Kórea hefði lokað kjarnakljúfi sínum við Yongbyon í dag. Aðeins er beðið staðfestingar frá eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.

44 bílar skemmdust í eldsvoða í Sviss

44 bílar skemmdust í gríðarmiklum eldsvoða á einni stærstu tónlistarhátíð Sviss í dag. Lögregla þar í landi skýrði frá þessu. Hún er enn að rannsaka upptök eldsins og íkveikja hefur ekki verið útilokuð. Fimm slökkviliðsmenn slösuðust lítillega í baráttu sinni við logana.

Alþjóðasamfélagið harmar ákvörðun Putins

Rússar hafa sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Evrópusambandið, Bretar og Bandaríkjamenn segjast harma ákvörðun rússneska forsetans.

Karíókí ógnar þjóðaröryggi Norður-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa fyrirskipað lokun karíókístaða sem og internetkaffihúsa þar sem leyniþjónusta landsins telur þetta tvennt ógna þjóðaröryggi. Samkvæmt flóttamönnum frá Norður-Kóreu er almenningur ekki mikið á þannig stöðum, sem flestir eru við landamæri Kína, heldur frekar viðskiptamenn erlendis frá.

Bastilludagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Frakkar halda nú upp á þjóðhátíðardag sinn, Bastilludaginn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, breytti út af vananum og leyfði hermönnum frá öllum löndum Evrópusambandsins að taka þátt í skrúðgöngu hersins.

Tveir unglingspiltar ætluðu að myrða hundruð samnemenda sinna

Tveir táningar voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að ráðast á skóla í úthverfi New York. Táningarnir eru 15 og 17 ára og voru báðir nemendur í skólanum. Sá yngri var sá sem öllu réði og skipulagði. Hann leitaði vel og lengi að vopnum á internetinu til þess að geta notað í árásinni sem átti að fara fram á níu ára afmæli atburðanna í Columbine skólanum, þann 20. apríl 2008.

Maður handtekinn í tengslum við þrefalt morð í Manchester

Lögreglan í Manchester á Englandi hefur handtekið 32 ára karlmann í tengslum við morð á þriggja manna fjölskyldu. Pierre Williams er atvinnulaus og verður yfirheyrður af lögreglunni á næstunni. Hann er grunaður um að hafa myrt Kesha Wizzart, 18 ára, móður hennar Beverley Samuels, 36 ára, og bróður hennar Fred, 13 ára.

24 létu lífið og 29 særðust í árás í Pakistan

24 hermenn létu lífið og 29 særðust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum inn í bílalest hermanna. Önnur árás var gerð á hermenn í Pakistan í dag og í henni særðust tveir.

Öryggisgæsla hert í Mogadishu

Gríðarlega öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þar sem á að halda sátta- og friðarfund á milli fleiri en eitt þúsund fyrrum stríðsherra, öldunga og stjórnmálamanna. Fleiri hundruð hermenn hafa verið kallaðir til borgarinnar til þess að sinna gæslu.

Vilt þú gista í IKEA?

IKEA í Noregi hefur ákveðið að leyfa fólki að gista í búðinni. Frá 23. júlí til 27. júlí fær almenningur tækifæri til þess að gista í öllum sýningarherbergjum í búðinni. Fólk getur valið úr brúðarsvítum eða lúxussvítu en henni fylgir morgunverður í rúmið. Svo geta aðrir gist í kojum nú eða fjölskylduherbergjunum.

Sjö rænt í Nígeríu

Vígamenn rændu í morgun sjö starfsmönnum dýpkunarfyrirtækis í suðausturhluta Nígeríu. Fólkinu var rænt í borginni Onitsha, sem er á bökkum Níger. Mannræningjarnir hafa sett fram beiðni um lausnargjald.

Baldvin Halldórsson látinn

Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri er látinn, 85 að aldri. Hann var einn af vinsælustu leikurum þjóðarinnar í rúma fjóra áratugi og lék nær tvö hundruð hlutverk á sviði Þjóðleikhússins. Þá var hann leikstjóri þar í rúm tuttugu ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Vigdís Pálsdóttir og lætur hann eftir sig þrjú uppkomin börn.

Iðnaðarráðherra ekki hrifinn af olíuhreinsistöð

Iðnaðarráðherra er ekki hrifinn af þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að setja niður olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn á Ísafirði vill að kannað verði til þrautar hvort þessi iðnaður sé heppilegur.

Óvenjulegt símtal til Neyðarlínunnar í Kanada

Nokkrum kanadískum ungmennum brá heldur betur í brún þegar tveir fílar gerðu sig heimakomna í garðinum við hús þeirra síðastliðinn fimmtudag. Fílarnir Bunny og Suzy búa í sirkus skammt frá heimili ungmennanna í Newmarket í Ontario í Kanada.

Slapp ómeiddur úr brennandi íbúð

Maður slapp ómeiddur út um glugga á bakhlið á brennandi íbúð við Miklubraut, á móts við Miklatún, laust fyrir klukkan átta í morgun. Allt húsið var rýmt til öryggis.

Ákærður fyrir þátttöku í sprengjutilræðum í Bretlandi

Ástralska lögreglan hefur ákært Muhammad Haneef, indverskan lækni, fyrir þátttöku sína í sprengjutilræðunum í Bretlandi í lok júní. Í ákærunni sem gefin var út á hendur honum kemur fram að hann sé ákærður fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök.

Mikil aukning á akstri undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Selfossi tók fjóra ökumenn úr umferð í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja, en aðeins einn vegna ölvunar. Þetta eru fleiri svona atvik á einni nóttu á Suðurlandi en nokkru sinni fyrr og til samanburðar var aðeins einn tekinn grunaður um ölvunarakstur á svæði lögreglunnar í Árnessýslu í nótt.

Sádi-Arabía takmarkar völd trúarbragðalögreglu

Innanríkisráðuneytið í Sádi-Arabíu hefur bannað trúarbragðalögreglu landsins að taka fólk í gæsluvarðhald þar sem undanfarið hefur fólk látið lífið í haldi þeirra. Einnig hefur þeim verið bannað að reyna ná fram játningum og framvegis verður trúarbragðalögreglan að afhenda borgaralegri lögreglu landsins fólk sem það telur hafa gerst brotlegt við lögin.

Átta hermenn láta lífið í sjálfsmorðsárás

Átta hermenn létu lífið og 15 slösuðust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Þúsundir hermanna hafa verið fluttir á svæðið undanfarna daga til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar aðgerðir herskárra múslima gegn stjórnvöldum í landinu.

Starbucks lokar útibúi sínu í Forboðnu borginni

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur lokað kaffihúsi sínu í Forboðnu borginni í Peking. Staðurinn opnaði árið 2000 og varð strax umdeildur. Safnverðir í Forboðnu borginni buðu Starbucks á að vera áfram en aðeins ef að þeir myndu fjarlægja öll merki og seldu einnig aðrar vörur. Því var hafnað og því lokaði kaffihúsið.

Verkfræði, hreyfilist og tækni

Hollendingurinn Theo Jansen er hreyfiaflsskúlptúristi. Hann er listamaður sem nýtir sér tækni og verkfræði til að búa til stórkostlegar furðuverur með ótal fætur sem knúnar eru áfram af veðri og vindum.

Þrír milljarðar til höfuðs Osama bin Laden

Öldungadeild Bandaríkjaþings ákvað í gær að tvöfalda þá upphæð sem sett hefur verið til höfuðs Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, og er hún nú rúmir þrír milljarðar íslenskra króna. Þingmenn Demókrataflokksins sögðu Íraksstríðið draga úr getu Bandaríkjamanna til að berjast við Al-Kaída. Mistök Bush væru fyrst og fremst að ná ekki að fanga Osama bin Laden og rétta yfir honum.

Skagfirðingar leggja til mótvægisaðgerðir

Skagfirðingar hafa þungar áhyggjur af þeim búsifjum sem sveitarfélagið verður fyrir við niðurskurð þorskkvóta. Byggðaráð sveitarfélagsins hefur því lagt fram lista yfir mótvægisaðgerðir sem það vill að ríkisvaldið grípi til og eru þær í 26 liðum. Lagt er til að háskólanám verði eflt í Skagafirði, að þar verði komið upp aðstöðu til kvikmyndagerðar og athugað verði hvort sveitarfélagið geti hýst netþjónabú.

Fjórir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Selfossi tók fjóra ökumenn úr umferð í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Þetta er óvenju mikill fjöldi slíkra atvika á einni nóttu á Suðurlandi og til samanburðar var aðeins einn tekinn grunaður um ölvunarakstur á svæði lögreglunnar í Árnessýslu í nótt.

Slapp ómeiddur úr brennandi íbúð

Maður slapp ómeiddur út um glugga á bakhlið á brennandi íbúð við Miklubraut, á móts við Miklatún, laust fyrir klukkan átta í morgun. Reykur meinaði honum útgöngu um dyrnar. Óttast var að tveir til viðbótar væru í íbúiðnni og voru sjö reykkafarar sendir inn en fundu engan.

Unglingapartý í Hafnarfirði leyst upp

Lögreglumenn handtóku tvær fimmtán ára stúlkur eftir að þær réðust á lögregluþjóna við skyldustörf í Hafnarfirði í nótt. Lögreglan hafði verið kölluð að húsi þar sem mikið fjölmenni var í unglingapartíi, sem olli nágrönnum ónæði. Húsráðandi reyndist vera 15 ára stúlka, sem umsvifalaust sló lögreglumann.

Fimm líkamsárásir í nótt

Fimm líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórar í miðborginni. Í einni þeirra var maður barinn með öflugu barefli, og var hann fluttur á Slysadeild, meðal annars með áverka á höfði. Árásarmaðurinn var handtekinn og gistir fangageymslur. Í hinum tilvikunum komust árásarmennirnir undan og fórnarlömbin meiddust minna.

Karlmaður grunaður um morðið i Manchester í gær

Lögreglan í Manchester leitar 32 ára gamals manns í tengslum við morðið á konu og tveimur börnum hennar í Manchester í gær. Beverley Samuels var hjúkrunurfræðingur en best þekkt fyrir þátttöku í hæfileikakeppni á ITV sjónvarpsstöðinni.

Mikil umferð á þjóðveginum

Ljóst er að margir hafa ákveðið að nýta góða veðrið til að ferðast. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur umferð verið mjög mikil það sem af er degi. Bæði um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Lögreglan segir að umferðin hafi gengið mjög vel en töluvert sé um hraðakstur. Í dag hafa hátt í þrjátíu ökumenn verið stöðvaðir fyrir að kitla pinnan í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli.

Rio Tinto er verst í heimi

Andri Snær Magnason rithöfundur segir að Rio Tinto, nýr eigandi álversins í Straumsvík, sé versta fyrirtæki í heimi. Hann segir að það sé vel hugsanlegt að það komi á daginn að Íslendingar hafi fórnað miklum náttúruverðmætum fyrir þessa vondu menn. Oddur Ástráðsson ræddi við Andra Snæ í Íslandi í dag.

Ætluðu að sprengja upp menntaskóla

Lögreglan á Long Island ákærði í dag tvo unglinga, 15 og 17 ára gamla, grunaða um að hafa lagt á ráðin um árásir á starfsfólk og nemendur í menntaskóla í Bohemia, New York. Fyrirætlunum drengjanna var lýst í blaði sem fannst á bílastæði við McDonalds skyndibitastað. Drengirnir unnu á skyndibitastaðnum. Blaðið var afhent skólayfirvöldunum þann 6. júlí.

Lögreglan stöðvaði skapstóran ökumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvítugan ökumann á Hafnarfjarðarvegi í gær. Á bíl hans vantaði skráningarnúmer að framan. Hann hafði einnig trassað að færa ökutækið til skoðunar.

Matarveisla hjá fuglunum

Á meðan mávarnir sækja inn í land og ergja gesti við Reykjavíkurtjörn, var kríum og múkkum boðið til mikillar veislu í höfninni í Bolungarvík. Ufsastorfa barðist við kríur og múkka um sandsíli sem gengið hafði inn í höfnina. Sílastofninn virðist hruninn á við sunnan og suð-vestanvert landið.

Nauðsynlegt að draga úr brauðgjöfum á tjörninni

Ófrjósemislyf leysa ekki vandann af ágangi máva á Reykjavíkurtjörn að mati fuglafræðings. Eina leiðin er að draga úr brauðgjöfum yfir sumartímann. Borgaryfirvöld hafa ekki viljað banna brauðgjafir við tjörnina.

Fornleifarannsóknir á svæði álversins í Reyðafirði

Fornleifarannsóknir standa nú yfir á lóð álversins í Reyðarfirði, nánar tiltekið á hafnarsvæðinu. Fornleifarnar komu í ljós þegar framkvæmdir hófust á svæðinu, og hefur þeim því verið frestað á meðan rannsókn stendur yfir.

Þarf að halda sig inni vikum saman

Um tuttugu prósent ungmenna hér á landi þjást af mis alvarlegu grasfrjókornaofnæmi. Sumartíminn getur verið þeim afar erfiður. Í sumum tilfellum þarf fólk að halda sig inni svo vikum skiptir.

Hæsti maður heims hittir minnsta mann heims

Hæsti maður heims, Bao Sjísjún, hitti í dag minnsta mann í heimi, He Pingping. Hæðarmunurinn á þeim er einn meter og sextíu og þrír sentimetrar. Pingping hefur sótt um að komast í heimsmetabókina sem minnsti maður í heimi.

Hæl- og ristarbrotnaði þegar hann fór út um glugga

Nítján ára íslenskur karlmaður, sem var undir áhrifum ofskynjunarsveppa, hæl- og ristarbrotnaði á báðum fótum þegar hann fór út um glugga á annarri hæð hótels í Amsterdam. Ungi maðurinn er nú á sjúkrahúsi í Hollandi en faðir hans vonast til að hægt verði að flytja hann heim til Íslands um helgina.

Hemmi Gunn vill skapa 25 ný störf í Dýrafirði

Hermann Gunnarsson vill starfrækja sumarbúðir fyrir krakka á Núpi í Dýrafirði þar sem komið hefur til tals að setja niður olíuhreinisstöð. Bæjarstjórarnir á Ísafirði og í Bolungarvík eru mjög hlynntir hugmyndum Hermanns og vilja hrinda þeim í framkvæmd.

Sjá næstu 50 fréttir